Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 267

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
12.10.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202004067 - Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar
Þann 8.sept. og 12.okt sl. var fundað með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna rannsókna á aðstæðum innan hafnar ef breytingar yrðu gerðar á Hörgeyrargarði en Vegagerðin er að safna gögnum og skoða áhrif þessara aðgerða. Verða næstu mánuðir notaðir í að skoða þessar hugmyndir.

Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að koma á fundi með fulltrúum Eimskip og Samskip með ráðinu og fulltrúum Vegagerðarinnar til að fá fram sjónarmið útgerðanna. Einnig að ræða við útgerðir í Vestmannaeyjum varðandi framtíðarsýn hafnarinnar.
2. 200703124 - Blátindur VE 21
Þann 5.október sl. fór fram fundur þar sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Minjastofnunar fóru yfir stöðuna á MB Blátindi. Fram kom í máli fulltrúa Minjastofnunar að gera þyrfti varðveislumat á bátnum og var samþykkt að slíkt mat yrði gert. Fundaraðilar voru sammála að ef kæmi til endurbyggingar MB Blátinds þyrftu aðrir aðilar en sveitarfélagið að koma að því verki.
3. 202010063 - Viðhald og rekstur gatnalýsingar
Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhuguðu útboði á viðhaldi og eftirliti með gatnalýsingu en HS veitur munu hætta þjónustu við gatnalýsingu frá og með næstu áramótum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að bjóða út viðhald á gatnalýsingu.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna framkvæmda við Heiðarveg 14.
Einnig fóru framkvæmdastjóri og formaður ráðsins yfir breytingar á verkinu sem aðallega hafa orðið vegna verra ástands eldra húss en áætlað var í upphafi.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu.
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-13.pdf
5. 201801036 - Ráðhús - endurbygging
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi með verktaka og hönnuðum þar sem farið var yfir verkið, efnisútvegun, tekningar og verktíma. Fram kom að verktaki setur upp verkáætlun sem borin verður undir vekkaupa og í framhaldi af því verður gengið til samninga á grundvelli útboðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til baka Prenta