Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 271

Haldinn í Pálsstofu safnahúsi,
10.01.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202201011 - Sjóborhola á Edinborgabryggju, umsókn um framkvæmdaleyfi
Ísfélag Vestmannaeyja óskar eftir leyfi til að bora tvær sjóborholur á Edinborgarbryggju skv. meðfylgjandi gögnum. Erindi vísað til umsagnar ráðsins.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdina og vísar því til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs en leggur áherslu á að frágangi verði lokið að fullu fyrir 15.maí 2022.
ISF-FES-ARK-AFS-HROGN-0.100-1.pdf
ISF-FES-ARK-AFS-HROGN-0.100-2.pdf
BYGG-ISF-FES-HROGN-BR-BORH-2021-12-27.pdf
2. 202201012 - Strandvegur 104. Umsókn um stækkun lóðar og byggingarreits
Leo Seafood óskar eftir samtali um stækkun lóðar og byggingarreits skv innsendum gögnum. Erindi vísað til umsagnar ráðsins.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að halda fund með forsvarsmönnum verkefnisins og felur starfsmönnum að setja upp fundartíma.
211220. Greinargerð. Strandvegur 104. Með teikningu. Skil. Innsent[1].pdf
3. 202004067 - Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar
Hafnastjóri lagði fram minnisblöð sem honum bárust frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja sem og frá hafnsögumönnum og skipstjóra á Lóðsinum vegna styttingu Hörgeyrargarðs.

Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir minnisblöðin og leggur áherslu á að stytting Hörgeyrargarðs auðveldar innsiglingu til Vestmannaeyjahafnar en kemur á engan hátt í stað þeirra áforma að koma upp stórskipakanti norðan Eiðis.
20220106 - Svar vegna breytinga á Hafnargarði.pdf
SLjosrituna22011110491.pdf
4. 201910160 - Skipalyftukantur, endurnýjun.
Alls bárust 5 tilboð í rafmagn á Skipalyftukantinum. Starfsmenn bæjarins og Vegagerðarinnar mæla með að tilboði frá Geisla/Faxa ehf. upp á 17.135.199 m/vsk verði tekið.

Kostnaðaráætlun 17.612.000
Geisli/Faxi ehf 17.135.199
Árvirkinn ehf 22.106.867
Orkuvirki ehf 29.422.603
Rafmálafélagið ehf 29.749.486
Rafal ehf 42.418.429

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Faxa ehf. á grundvelli tilboðs. Ráðið felur hafnarstjóra framgang málsins.
5. 202201042 - Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2021
Fyrir liggur ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2021

Niðurstaða
Ráðið samþykkir ársskýrsluna.
Ársskýrsla 2021.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
6. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna framkvæmda við Heiðarveg 14

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-17 (002).pdf
7. 202110059 - Kirkjuvegur 50, Ráðhús endurbygging
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna framkvæmda við Kirkjuveg 50

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu
Kirkjuvegur 50 framvinduskýrsla 4.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:12 

Til baka Prenta