Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 419

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
28.04.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Theodóra Ágústsdóttir 1. varamaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs, Rannveig Ísfjörð starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202108014 - Skipulag Baðlón við Skansinn
Lagt fram til auglýsingar tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels við Skansinn auglýst skv. 31. gr. Skipulaglaga nr. 123/2010. Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða, auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sameiginleg umhverfismatsskýrsla fyrir breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag er lögð fram samhliða skipulagsgögnunum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa fyrirliggjandi skipulagsáform vegna baðlóns og hótels við Skansinn.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að uppfæra gögn vegna veitna á grunni leiðbeininga frá HS Veitum fyrir fund bæjarstjórnar.

Erindi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
A1539-020-U05 Aðalskipulagsbreyting fyrir Skanshöfðann til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga.pdf
A1651-005-U07 Skannsinn deiliskipulagsuppdráttur.pdf
A1651-035-U02 Deiliskipulag Skansins og Skanshöfða - greinargerð til kynningar skv. 41. gr.pdf
A1651-018-U07 Umhverfismatsskýrsla Skansinn, hótel og baðlón - Tillaga til kynningar skv. 31. gr. og 41. gr.pdf
2. 202210106 - Listaverk í tilefni 50 ára gosloka - skipulagsbreytingar
Lagt fram að lokinni auglýsingu tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar litaverks Ólafs Elíassonar við Eldfell og tillaga að Deiliskipulag Eldfells, auk umhverfismatsskýrslu fyrir skipulagsáætlanirnar.

Umsagnir bárust frá 4 umsagnaraðilum vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi og 5 umsagnir vegna tillögu að deiliskipulagi.

Vegna upphaflegrar umsagnar Vegagerðarinnar varðandi umferðaröryggi við Eldfellsveg hefur deiliskipulags uppdrætti og greinargerð verið breytt þannig að einstefna um bílastæði við veginn er áréttuð. Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar á auglýstum skipulagsgögnum.

Undirskriftarlisti vegna málsins barst í afgreiðslu Ráðhúss án þess að fram kæmu óskir um það í hvaða farveg hann ætti að fara. Var því tekin ákvörðun um að fjalla um hann við afgreiðslu málsins í umhverfis- og skipulagsráði. Um er að ræða undirskriftarlista með 602 nöfnum þar sem „fyrirhugaðri röskun á ásýnd Eldfells og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverksins“ er mótmælt.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna uppbyggingar listaverks Ólafs Elíassonar við Eldfell og tillögu að Deiliskipulagi Eldfells.

Ánægjulegt er að íbúar og aðrir hafi áhuga á sínu nærsamfélagi eins og undirskriftarlisti sem barst í Ráðhús ber með sér. Á íbúafundi sem haldinn var um listaverkið þann 28. mars sl. var farið vel yfir atriði er varða umhverifsáhrif og afturkræfni vegna verksins og þannig leitast við að koma til móts við óskir íbúa um frekari upplýsingar hvað það varðar. Mat sérfræðings sem fenginn var til að meta umhverfisáhrif er að framkvæmd vegna gönguleiðar sé afturkræf.

Samþykkt með þremur atkvæðum E- og H- lista. Fulltrúar D- lista sitja hjá.

Bókun fulltrúa D- lista
Fulltrúi D- lista ítrekar fyrri bókanir vegna málsins og tekur undir áhyggjur þeirra 602 sem skrifuðu undir undirskriftarlista vegna málsins.

Jarl Sigurgeirsson (sign.)

Bókun fulltrúa E- og H-lista
Ánægjulegt er hve margir sóttu íbúafund um listaverk Ólafs Elíassonar sem haldinn var í lok mars. Íbúar fengu tækifæri til að spyrja listamanninn sjálfan spurninga og koma með ábendingar. Fundurinn var góður vettvangur fyrir íbúa til að deila skoðunum sínum, og þátttaka þeirra var mikilvæg fyrir áframhaldandi þróun verkefnisins. Það er ljóst og kom fram á íbúafundinum að þær áhyggjur sem íbúar hafa helst haft eru óþarfar því listaverkið mun verða afturkræft og hefur því enginn varanleg áhrif á ásýnd Eldfells. Heldur auka aðgengi og stuðla að betri stýringu á göngleiðum á fjallinu.

Meirihluti E- og H- lista eru enn sannfærð um að umrætt listaverk verði bænum til sóma og lýsa yfir ánægju með að skipulagsvinnu sé að ljúka.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign.)
Drífa Þöll Arnardóttir (sign.)
Jónatan Guðni Jónsson (sign.)
A1618-003-U07 Gosminnisvarði aðalskipulagsbreyting - tillaga til auglýsingar í janúar 2025.pdf
A1618-014-U03 Deiliskipulag Eldfells - tillaga til auglýsingar í janúar 2025.pdf
A1618-008-U03 Gosminnisvarði, deiliskipulagsuppdráttur.pdf
A1618-008-U04 Gosminnisvarði, deiliskipulagsuppdráttur uppfært.pdf
A1618-014-U04 Deiliskipulag Eldfells til samþykktar apríl 2025.pdf
Umsögn Náttúruverndarstofnunar vegna breytingar á aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar.pdf
Umsogn_Natt_ask_Eldfell.pdf
Listaverk Ólafs Elíassonar við Eldfell - Breyging á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, nr. 1407_2024.pdf
Listaverk Ólafs Elíassonar við Eldfell, nr. 14072024 - Umsögn um aðalskipulagsbreytingu.pdf
Skipulagsstofnun umsögn deiliskipulag Eldfells.pdf
Umsogn_Natt_dsk_Eldfell.pdf
Umsögn vegna skipulagsmála Náttúruverndarstofnun Eldfell-deiliskipulag.pdf
Deiliskipulag Eldfells, nr. 1409_2024.pdf
Deiliskipulag Eldfells, nr. 14092024 - Umsögn um deiliskipulagstillögu.pdf
A1618-024-U01 Listaverk í Eldfelli Svör við athugasemum á auglýsingatíma.pdf
3. 202504122 - Suðurgerði 12 - Umsókn um stækkun á lóð og byggingarreit
Páll Þór Guðmundsson sækir um stækkun á lóð og byggingarreit við Suðurgerði 12, sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Suðurgerði 12 - Umsókn um lóðarstækkun og heimildar til að byggja út fyrir byggingarreit.pdf
4. 202504126 - Vesturvegur 6 - Umsókn um afnot af svæði á bæjarlandi
Jón Arnar Barðdal sækir um tímabundið leyfi afnota af bæjarlandi vestan við Vesturveg 6 til geymslu á byggingarefni við upphaf byggingarframkvæmda á lóðinni, eða frá miðjum maí til 31. júlí 2025, sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa um reit sem er til umráða.
Fyrirspurn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf
IMG_1653.pdf
5. 202011024 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Lagt er fram til kynningar og umfjöllunar drög að Svæðisáætlun úrgangsmála sem Umhverfis- og framkvæmdasvið vinnur í samstarfi við Environice.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur starfsfólki sviðsins áframhaldandi umsjón með framgang málsins.
6. 202504123 - Einstefna Bárustígs og Skólavegs milli Tangagötu og Strandvegs
Starfsfólk Umhverfis- og framkvæmdasviðs leggur fram tillögu um að vegkaflar Bárustígs og Skólavegs sem liggja milli Tangagötu og Strandvegs. Bárustígur yrði einstefna til norðurs og Skólavegur eintefna til suðurs sem þannig yrðu áframhald á þeim einstefnum sem fyrir eru.
Með því að gera vegkaflana að einstefnu er leitast við að bæta umferðaröryggi á svæðinu og skapa rými fyrir bílastæði.

Niðurstaða
Ráðið vísar erindinu til umferðarhóps.
Bárustígur og Skólavegur einstefnur.pdf
7. 202504124 - Umferð við Vigtartorg - Tilraunverkefni einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju
Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar leggur fram til kynningar tillögu að tilraunaverkefn þar sem einstefna yrði frá Tangagötu að Báskaersbryggju við smábátahöfn. Tillagan er til þess fallin að bæta umferðaröryggi við Vigtartorg samhliða aukinni þjónustu við skemmtiferðaskip og ferðamenn á torginu.

Niðurstaða
Ráðið vísar erindinu til umferðarhóps.
Umferð við Vigtartorg - tilraunaverkefni sumar 2025.pdf
8. 202504125 - Umferðaröryggi á sumartíma
Starfsfólk Umhverfis- og framkvæmdasvið leggur fram tillögu þess efnis að umferðarhópur taki til skoðunar ábendingar um umferðaröryggi sérstaklega við þau svæði þar sem mikið er um fólk og börn yfir sumartímann og komi með tillögur til að bæta umferðaröryggi í kringum svæðin.

Niðurstaða
Ráðið vísar erindinu til umferðarhóps.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove