Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 349

Haldinn í fundarsal Rauðagerðis,
12.10.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Rannveig Ísfjörð 2. varamaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir , Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201910096 - Þróunarsjóður leik- og grunnskóla
Kynning á verkefnum sem hlutu styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla 2020. Helga Björk Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Sóla, kynnti verkefnið Útikennsla og Marta Jónsdóttir, leikskólakennari á Sóla, kynnti verkefnið Jógakennsla.

Niðurstaða
Ráðið þakkar Helgu Björk og Mörtu kynningarnar á þessum flottu og metnaðarfullu verkefnum.
2. 201005007 - Ársskýrslur leikskóla.
Helga Björk Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Sóla, lagði fyrir og kynnti ársskýrslu Sóla fyrir skólaárið 2020-2021 og starfsáætlun fyrir næsta skólaár.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
3. 201304072 - Leikskóla og daggæslumál.
Framhald af 2. máli 348. fundar fræðsluráðs.
Staðan á biðlista leikskóla rædd en 10 börn, fædd árið 2020, eru á biðlista auk 15 barna sem fædd eru árið 2021. Þá eru tvö eldri börn sem bíða eftir flutningi milli leikskóla. Eins og staðan er núna er fullt á Sóla og staðan um áramót óljós. Verið er að opna fimmtu deildina á Kirkjugerði og hafa öll börn 12 mánaða og eldri, sem hafa verið á bið eftir Kirkjugerði, fengið vistun þar. Áætlað er að taka næst inn á Kirkjugerði um áramót en að öðru leyti hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið.

Niðurstaða
Ráðið leggur áherslu á að leitað verði allra leiða til að tryggja börnum leikskólavist sem fyrst eftir að þau ná 12 mánaða aldri. Fræðslufulltrúa er falið að fara yfir stöðuna með leikskólastjórum með þetta í huga og framkvæmdastjóra falið að gera ráð fyrir aukakostnaði sem þetta kann að leiða af sér í fjárhagsáætlun.
4. 202103037 - Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi.
Umræður um sumarlokun og sumarleyfi sumarið 2022.
Undanfarin tvö sumur hafa leikskólar verið lokaðir í þrjár vikur og þá hafa foreldrar/forráðamenn valið tvær vikur til viðbótar þannig að sumarleyfi barns væri fimm vikur. Sumarið 2020 var sumarlokunin 6.-24. júlí og sumarið 2021 12.-29. júlí. Umræður voru um þetta fyrirkomulag og hvernig það hefur reynst og hugmyndir að fyrirkomulagi fyrir árið 2022 reifaðar.

Niðurstaða
Umræður um að breyta fyrirkomulaginu á sumarlokun leikskólanna sumarið 2022. Rætt um að hafa sumarlokunina fjórar samfelldar vikur og foreldrar/forráðamenn kjósi um tvær tillögur að tímabilum sem sumarlokun stendur yfir. Foreldrar/forráðamenn geta síðan, líkt og getið er um í reglum, sótt um auka sumarleyfisviku öðru hvorum megin við sumarlokunina. Sú vika er þá gjaldfrjáls fyrir þá sem kjósa að nýta þann kost. Fræðslufulltrúa er falið að útfæra tillögur að tímabilum sumarlokunar í samráði við stjórnendur leikskóla og ákvörðun um framhaldið tekin á næsta fundi fræðsluráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til baka Prenta