Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dóra Björk Gunnarsdóttir og Jóhann Halldórsson sátu fundinn í 1. máli.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 202506130 - Innviðauppbygging
Jóhann Halldórsson kynnti greinargerð og helstu niðurstöður.
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna og Jóhanni fyrir góða, faglega og metnaðarfulla vinnu við greinargerðina. Ráðið lýsir ánægju með greinargerðina og telur hana vera góðan grunn og leiðarljós í áframhaldandi stefnumótun og framkvæmdum á sviði innviðauppbyggingar í Vestmannaeyjum.
Ráðið vísar erindinu til Bæjarráðs til umfjöllunnar og þar sem hún verður einnig kynnt öllum bæjarfulltrúum. Greinagerðin verður gerð opinber að því loknu.
2. 202509116 - Hásteinsvöllur - Flóðlýsing
Framkvæmdastjóri kynnti drög að útboðsgögnum fyrir flóðlýsingu við Hásteinsvöll.
Niðurstaða Ráðið samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og felur framkvæmdastjóra að bjóða út framkvæmdina.
3. 202509117 - Vigtartorg - Svið
Framkvæmdastjóri kynnti útfærslu á sviði við Vigtartorg og kostnað.
Lagt til að steypa undirstöðu, gólf og bakhlið. Timbur hliðar og þak. LED skjár á bakhlið og hljóðkerfi.
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna og vísar framkvæmdinni inn í vinnslu fjárhagsáætlunargerðar 2026.
4. 202509118 - Almenningssalernisaðstaða í miðbænum
Framkvæmdastjóri kynnti útfærslu á almenningssalerni í miðbænum. Lagt er til að aðstöðu verði komið fyrir á Stakkargerðistúni til að mæta eftirspurn um almenningssalerni í miðbænum.
Niðurstaða Ráðið tekur undir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að hönnun og kostnaðarmati vegna staðsetningar á Stakkargerðistúni.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdunum við Gjábakka. Frá síðasta fundi ráðsins og til 27. ágúst er búið að: -Keyra um 5.600 m3 af flokki II fyllingarefni. -Keyra um 3.500 m3 af flokki I fyllingarefni. -Skera 40 m af eldra þili. -Reka um 95% af tvöföldum plötum