Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1617 |
Haldinn í Ráðhúsinu, 11.06.2025 og hófst hann kl. 14:00 |
|
Fundinn sátu: Páll Magnússon forseti, Íris Róbertsdóttir aðalmaður, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, |
|
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 202503247 - Frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald |
Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri, fór yfir umsögn Vestmannaeyjabæjar um frumvarpið og vinnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundi og greiningar á vegum samtakanna. |
Niðurstaða Við umræðu um máli tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson, Njáll Ragnarsson og Páll Magnússon
Sameiginleg bókun bæjarstjórnar
Bæjarstjórn tekur undir umsögn og bókun bæjarráðs frá 26. maí sl. og gerir athugasemdir við þann stutta tíma sem gefinn er til samráðs og samtals við sveitarfélögin og þau áhrif sem frumvarpið, verði það samþykkt, mun það hafa á rekstur og starfsemi sjávarútvegssveitarfélaga.
Ekki liggur fyrir mat frá stjórnvöldum á fjárhagslegum og samfélagslegum áhrifum sem frumvarpið mun leiða af sér en líklegt er að breytingin skerði samkeppnisstöðu sjávarútvegsfyrirtækja í Eyjum. Þetta gæti haft veruleg áhrif á atvinnulíf og fjárfestingu í bænum og auk þess valdið skerðingu á tekjustofnum sveitarfélagsins sem veikir stöðu þess.
Bæjarstjórn skorar á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða tillögur sínar um hækkun veiðigjalda og byggja á vandaðri greiningu á raunverulegum áhrifum á sveitarfélögin. Slíkar breytingar þarf að vinna í samráði við sveitarfélög og atvinnulíf og taka í þrepum.
Páll Magnússon (sign.) Íris Róbertsdóttir (sign.) Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.) Njáll Ragnarsson (sign.) Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign.) Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign.) Gísli Stefánsson (sign.) Eyþór Harðarson (sign.) Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.) |
Vestmannaeyjabær_veiðigjöld_26.5.2025.pdf |
SSÚS samantekt 20250527.pdf |
Umsögn SSÚS.pdf |
|
|
|
2. 201006074 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar. |
Samkvæmt 1. tl. A-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn þrjá aðalfulltrúa og jafnmarga til vara í bæjarráð ár hvert. Fyrir liggur tillaga um óbreytt bæjarráð:
Aðalfulltrúar Njáll Ragnarsson, formaður Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður Eyþór Harðarson Varafulltrúar Helga Jóhanna Harðardóttir Páll Magnússon Hildur Sólveig Sigurðardóttir |
Niðurstaða Við umræðu um málið tók til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir, Gísli Stefánsson, Njáll Ragnarsson og Eyþór Harðarson
Bókun bæjarfulltrúa D lista
Á síðustu 5 árum hefur orðið raunveruleg skerðing á lýðræði við stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar. Merki þess sjást svart á hvítu ef borinn er saman fjöldi funda og fjöldi mála sem ráð sveitarfélagsins taka fyrir. Á árunum 2019 og 2024 var milli 22% og 34% fækkun mála sem eru að meðaltali tekin fyrir á hverjum fundi fræðslu-, fjölskyldu- og tómstunda-, umhverfis- og skipulags-, og framkvæmda- og hafnarráðs á sama tíma og fundum ráðanna hefur einnig farið fækkandi. Þannig hefur heildarfjöldi mála þessara ráða farið verulega fækkandi ef borin eru saman árin 2019 og 2024 eða úr um 450 málum í um 250 mál. Í ljósi vaxandi íbúafjölda, hás framkvæmdastigs og vaxandi krafa af hálfu ríkisins við stjórn og umsýslu sveitarfélagsins eru umsvif stjórnsýslunnar síst minni í dag en árið 2019.
Á sama tímabili hefur málafjöldi bæjarráðs farið vaxandi. Í bæjarráði sitja færri kjörnir fulltrúar en í almennum ráðum sveitarfélagsins og því ljóst að færri aðilar koma að ákvarðanatöku um stjórn sveitarfélagsins. Aukning málafjölda bæjarráðs skýrir þó ekki alfarið þá miklu fækkun sem orðið hefur á málafjölda annarra ráða og því umhugsunarefni hvað skýrir þessa breytingu og hvar fjöldi ákvarðana eru teknar.
Þessi staðreynd ætti að vera æðstu embættismönnum sveitarfélagsins og meirihluta bæjarstjórnar alvarlegt umhugsunarefni og viljum við hvetja meirihluta bæjarstjórnar til að spyrna föstum fótum við þessari varhugaverðu og andlýðræðislegu þróun og vinna gegn samþjöppun valds á fárra hendur.
Gísli Stefánsson (sign.) Eyþór Harðarson (sign.) Hildur Sólveig Sigurðardóttur (sign.) Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)
FUNDARHLÉ GERT FRÁ 14:29-14:39
Bókun bæjarfulltrúa E og H lista
Meirihlutinn vísar því á bug að þær breytingar sem gerðar voru á samþykktum sveitarfélagsins árið 2020 hafi falið í sér skerðingu á lýðræði við stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar eins og minnihlutinn heldur fram í bókun sinni, enda samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða þessar breytingar á sínum tíma. Með þeim breytingum hefur starfsmönnum sveitarfélagsins verið falin fullnaðarafgreiðsla mála sem heyra m.a. undir umhverfis- og skipulagsráð og fjölskyldu- og tómstundaráð. Á tímabilinu voru til viðbótar innleidd farsældarlög sem drógu verulega úr málafjölda fjölskyldu- og tómstundaráðs. Svo viljum við benda minnihlutanum á það að það ráð sem er með sterkast umboð frá íbúum í Vestmannaeyjum er bæjarráð þar sem allir fulltrúar eru kjörnir bæjarfulltrúar.
Páll Magnússon (sign.) Íris Róbertsdóttir (sign.) Njáll Ragnarsson (sign.) Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.) Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign.)
Bókun bæjarfulltrúa D lista
Þrátt fyrir þessar stjórnsýslubreytingar skýrir það ekki að fækkun heildarmálafjölda er um 200 mál, fundum allra ráða hefur fækkað og meðaltalsmálafjöldi allra ráða eru færri að undanskildu bæjarráði þar sem málum hefur fjölgað að meðaltali. Það er afar eðlilegt að kjörnir fulltrúar skoði þessar upplýsingar með gagnrýnum hætti og tryggi að ekki sé vegið að lýðræði eða eðlilegum stjórnsýsluháttum.
Gísli Stefánsson (sign.) Eyþór Harðarson (sign.) Hildur Sólveig Sigurðardóttur (sign.) Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)
Tillaga um aðal- og varamenn í bæjarráð samkvæmt 1. tl. A-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
3. 202504013F - Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 316 |
Liðir 3.1-3.2 liggja fyrir til upplýsinga. |
|
|
|
4. 202505002F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3236 |
Liðir 4.1-4.15 liggja fyrir til upplýsinga. |
|
|
|
5. 202505005F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 420 |
Liður 5.1, Deiliskipulag við Rauðagerði, kynning á tillögu á vinnslustigi liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 5.2, Ofanleiti skipulagsáætlanir athafnasvæði AT-4, auglýsingar á aðal- og deiluskipulagi liggja fyrir staðfestingar.
Liður 5.3, Áshamar 75-77 - Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Áshamars 1-75, liggur fyrir til staðfestingar.
Liðir 5.4-5.13 liggja fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Liður 5.1 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Liður 5.2 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Liður 5.3 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
LIÐIR ÚR FUNDARGERÐ UMHVERFIS- OG SKIPULAGSRÁÐS |
5.1. 202308109 - Deiliskipulag við Rauðagerði
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að kynna tillögu að nýju Deiliskipulagi við Rauðagerði á vinnslustigi.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
5.2. 202407040 - Ofanleiti skipulagsáætlanir athafnasvæði AT-4
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagsáform vegna tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna breyttra marka landnotkunarreita við landnotkunarreit Athafnasvæði AT-4, tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reitinn, ásamt tillögu að breyttu deiliskipulagi Frísundarsvæðis F-1.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
5.3. 202502017 - Áshamar 75-77 - Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Áshamars 1-75
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að staðfesta tillögu að breyttu deiliskipulagi Áshamars 1-75 fyrir lóðir við Áshamar 75-77.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
|
|
|
6. 202505006F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 321 |
Liður 6.1 liggur fyrir til upplýsinga.
|
|
|
|
7. 202505007F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3237 |
Liður 7.1 liggur fyrir til upplýsinga. |
|
|
|
8. 202505009F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 421 |
Liður 8.1, Athafnasvæði AT-1 - Tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna heimildar fyrir íbúðum á efri hæðum við Strandveg 89-97, liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 8.2, Miðgerði - Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Austurbæjar, liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 8.7, Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Vestmannaeyja - Sérákvæði fyrir LED skilti, liggur fyrir til staðfestningar.
Liðir 8.3-8.6 og 8.8-8.10 liggja fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Liður 8.1 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Liður 8.2 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Liður 8.7 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
LIÐIR ÚR FUNDARGERÐ UMHVERFIS- OG SKIPULAGSRÁÐS |
8.1. 202410018 - Athafnasvæði AT-1 - Tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna heimildar fyrir íbúðum á efri hæðum við Strandveg 89-97
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna heimildar til íbúða á efri hæðum við Strandveg 89-97.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
8.2. 202403105 - Miðgerði - Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Austurbæjar
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu Deiliskipulagi Austurbæjar við Miðgerði.
Lögð er fram greinargerð með viðbrögðum vegna athugasemda.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
8.7. 202504073 - Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Vestmannaeyja - Sérákvæði fyrir LED skilti
Ráðið samþykkir breytingar á samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Vestmannaeyja með breytingum er varða sérákvæði fyrir LED skilti.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
|
|
|
9. 202506004F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3238 |
Liður 9.2, Tímabundið samkomulag um rekstur heilsuræktar, liggur fyrir til umrææðu.
Liður 9.1 liggur fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Við umræðu um lið 9.2 tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir, Gísli Stefánsson, Eyþór Harðarson og Njáll Ragnarsson
Bókun bæjarfulltrúa D lista
Undirrituð telja að undirbúningur vegna útboðs á rekstri heilsuræktarinnar hefði þurft að hefjast talsvert fyrr í ljósi framvindunnar en dæmi eru um að útboð og rekstur þessa tækjasalar hafi áður valdið kærum og því ætti sú staða sem er uppi í dag ekki að koma á óvart. Best hefði farið á því ef hlutlaus aðili hefði séð um rekstur tækjasalar þar til kærumál væru útkljáð, en engu að síður er gott að skammtímasamningur hafi náðst við Laugar í þessari erfiðu stöðu en áhugasamir geta þá nýtt sér þá þjónustu og ekki þarf að koma til lengra þjónusturof. Samningamál vegna tækjasalar íþróttamiðstöðvar hafa í gegnum tíðina farið í gegnum Fjölskyldu- og tómstundaráð, síðast í janúar 2021 en ekki bæjarráð líkt og nú er gert.
Gísli Stefánsson (sign.) Eyþór Harðarson (sign.) Hildur Sólveig Sigurðardóttur (sign.) Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)
Bókun bæjarfulltrúa E og H lista
Uppbygging mannvirkja við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyjabæjar undir heilsurækt er fjárfesting í fastafjármunum og því eðlilegur ferill málsins að bæjarráð annist meðferð þess. Í framhaldinu, eftir að verður búið að vinna samning þá mun það fara inn til fagráðsins til kynningar.
Meirihluti E og H lista fagnar því að ekki hafi orðið mikið rof á þjónustu við líkamsræktarsalinn í Vestmannaeyjum og nú séu komin ný tæki fyrir bæjarbúa til að nota.
Páll Magnússon (sign.) Íris Róbertsdóttir (sign.) Njáll Ragnarsson (sign.) Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.) Jóna Sígríður Guðmundsdóttir (sign.)
LIÐUR ÚR FUNDARGERÐ BÆJARRÁÐS
|
9.2. 202506017 - Tímabundið samkomulag um rekstur heilsuræktar
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Bæjarráð telur mikilvægt að þjónusturof verði sem minnst enda ótækt að svo mikil þjónustuskerðing verði í svo stóru samfélagi enda um lýðheilsumál að ræða.
|
|
|
|
10. 202506001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 322 |
Liður 10.1, Samgönguáætlun 2026-2030, liggur fyrir til umræðu.
Liðir 10.2-10.4 liggja fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Við umræðu um lið 10.1 tóku til máls: Eyþór Harðarson og Íris Róbertsdóttir
LIÐUR ÚR FUNDARGERÐ FRAMKVÆMDA- OG HAFNARRÁÐS |
10.1. 202506005 - Samgönguáætlun 2026-2030
Ráðið samþykkir að setja ofangreind verkefni inn í vinnu við gerð samgönguáætlunar 2026-2030.
|
|
|
|
11. 202506002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 317 |
Liður 11.1 liggur fyrir til upplýsinga. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:32 |
|