Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 355

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
22.11.2021 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, Framkvæmdastj. sviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202111029 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir tjald við Strandveg 49
Hallgrímur Rögnvaldsson sækir um stöðuleyfi fyrir fjölnota tjald vestan við húsnæði á Strandveg 49 sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum og ræða við umsækjanda.
Fjölnota tjald við Strandgötu 49.pdf
Tjald við Strandveg 49 teikning.pdf
Tjald við Strandveg 49 teikning 2.pdf
2. 202111070 - Ofanleitisvegur 10 Umsókn um lóð
Rúnar Helgi Bogason sækir um lóð að Ofanleitisvegi 10 skv. innsendum gögnum

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Frestur til að skila teikningum er til 22.maí 2022.
3. 202111065 - Nýjabæjarbraut 2 Umsókn um lóð
Ríkharður Tómas Stefánsson sækir um lóð að Nýjabæjarbraut 2 skv innsendum gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Frestur til að skila teikningum er til 22.maí 2022.
4. 202106023 - Hvítingavegur Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Miðbæjar vegna nýrra lóða við Hvítingaveg.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi miðbæjar sbr. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
A1519-010-U02 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvítingavegur og Skólavegur.pdf
5. 202108014 - Skipulag Baðlón við Skansinn
Farið yfir feril skipulagsbreytinga vegna baðlóns við Skansinn

Niðurstaða
Ráðið þakkar upplýsingarnar og felur starfsmönnum sviðsins framgang málsins.
6. 202111006 - Búhamar 37. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Sigurður G Þórarinsson sækir um leyfi til byggingar á einbýlishúsi að Búhamri 37 skv. innsendum gögnum.

Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt.
BÚHAMAR 37- AÐALTEIKNINGAR 28.10.2021.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
7. 202111006F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
7.1. 202111006 - Búhamar 37. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Sigurður G Þórarinsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Búhamri 37 í samræmi innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 117,9m², bílgeymsla 36,6m²
Teikning: Guðmundur G. Guðnason
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
7.2. 202111002 - Strandvegur 109. Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Sigurður Einarsson fh. Festi hf. sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum á veitingaskálanum í Fiðarhöfn í samræmi við innsend gögn.
Teikning: Sigurður Einarsson
Erindi samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55 

Til baka Prenta