Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 268

Haldinn í fundarsal Rauðagerðis,
30.09.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður,
Hrefna Jónsdóttir varaformaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Esther Bergsdóttir aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Heba Rún Þórðardóttir sat fundinn í 3. máli.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

Niðurstaða
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
3. 200703013 - Félagsmiðstöðin Strandvegi 50
Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar kynnir starfsemi vetrarins.

Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma.
Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum mánuði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ýmsir klúbbar verða í boði í vetur eins og Dungeons og Dragons, Félóklúbburinn og listaklúbbur sem unnin er í samstarfi við Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna. Ráðið telur mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar bjóði upp á fjölbreytta dagskrá fyrir ungmenni í Vestmannaeyjum. Sérstaklega á tímum sem þessum þar sem ekki hefur verið mikið félagsstarf í boði fyrir ungmenni sl. mánuði vegna hertra samkomutakmarka vegna Covid 19.
4. 202105241 - Málefni dagdvalar
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu dagdvalar aldraðra. Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir aldrað fólk sem býr í heimahúsum og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda færni einstaklinga til að geta búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Dagdvölin er opin frá kl. 9 -16 alla virka daga og er staðsett í vesturenda Hraunbúða. Vestmannaeyjabær hefur heimild frá ríkinu fyrir rekstur á 10 almennum dagdvalarrýmum. Þau rými eru meira en fullnýtt. Allt að 13 - 14 manns nýta sér dagdvölina á morgnana en eftir hádegi getur hópurinn orðið allt að 16 - 18. Á biðlista eru 8 manns og ljóst að þörfin á þjónustu dagdvalar mun aukast á næstu árum. Vestmannaeyjabær er því að veita mun fleiri úrræði en greitt er fyrir af hálfu ríkisins. Sótt hefur verið um heimild fyrir fleiri rýmum og nýlega fékkst leyfi fyrir 5 sérhæfðum dagdvalarrýmum. Þau eru þó háð ákveðnum skilyrðum s.s. varðandi aðstöðu og þjónustu. Framkvæmdastjóri fór yfir hugmyndir að breytingum m.a. á núverandi aðstöðu dagdvalar til að koma til móts við skilyrðin sem sett eru, sem og til að bæta almennt aðstöðu dagdvalar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og fagnar því að loksins hafi fengist samþykki fyrir fleiri dagdvalarrýmum. Ráðið felur framkvæmdastjóra að taka umræddar hugmyndir að breytingu á aðstöðu dagdvalar inn í vinnu fjáhagsáætlunar 2022.
5. 202010038 - Verkefnið SIGURHÆÐIR
Yfirfélagsráðgjafi leggur til að Vestmannaeyjabær taki þátt í og verði samstarfsaðili Soroptimistaklúbbs Suðurlands að verkefninu Sigurhæðir. Markmið verkefnisins er að bjóða sunnlenskum stúlkum og konum öruggan vettvang og aðstoð fagfólks til að vinna úr áföllum sem eiga rætur í kynbundnu ofbeldi, hvort sem það er tilfinningalegt, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt og vinna með því að valdeflingu þeirra. Sveitarfélög á Suðurlandi s.s. Árborg, sveitarfélög í Árnesþingi og Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og sveitarfélagið Hornarfjörður auk Lögreglan á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Kvennaráðgjöfin, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélag Íslands eiga aðild að Sigurhæðum. Að auki er ríkulegt samstarf við Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Bjarkarhlíð. Sigurhæðir sem staðsett er á Selfossi er fyrsta samhæfða þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í sunnlensku nærsamfélagi. Mikilvægt er að fyrir liggi viljayfirlýsing um samstarf frá Vestmannaeyjabæ og að úrræði Sigurhæða verði auglýst og kynnt. Úrræðið sem er endurgjaldslaust mun því standa Vestmannaeyjingum til boða.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að verða samstarfsaðili Soroptimistaklúbbs Suðurlands í verkefninu Sigurhæðir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta