|
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi |
|
Unnur Líf Ingadóttir Imsland og Snjólaug Elín Árnadóttir mættu í 1. máli og yfirgáfu fund eftir það. Linda Óskarsdóttir sat fundinn í 2. og 3. máli. Ásta Björk Guðnadóttir sat fundinn í 1.-3. máli. Jarl Sigurgeirsson sat fundinn í 1. og 3. máli. Kolbrún Rúnarsdóttir, 1. varamaður D lista sat fundinn í 1. og 3. máli og Hildur Sólveig Sigurðardóttir,varaformaður fræðsluráðs í 2. og 4.-7. máli. Einnig sátu fundinn Kolbrún Matthíasdóttir fulltrúi kennara grunnskóla, Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri GRV, Guðrún Þorsteinsdóttir aðstoðaskólastjóri Víkurinnar, Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi. |
|
|
Almenn erindi |
1. 201910096 - Þróunarsjóður leik- og grunnskóla |
Unnur Líf Ingadóttir Imsland og Snjólaug Elín Árnadóttir kynntu verkefnið 50 ára gosafmæli en það hlaut styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla 2022 |
Niðurstaða Ráðið þakkar Unni Líf og Snjólaugu Elínu fyrir kynninguna á þessu flotta verkefni. |
|
|
|
2. 202106031 - Snemmtæk íhlutun-mál og læsi |
Linda Óskarsdóttir og Guðrún S. Þorsteinsdóttir kynntu handbók sem unnin var í Víkinni í tengslum við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun-mál og læsi. Þá kynntu Ásta Björk Guðnadóttir og Halldóra Björk Halldórsdóttir handbók Kirkjugerðis sem einnig var unnin í tengslum við sama þróunarverkefni. |
Niðurstaða Ráðið þakkar kynningarnar á handbókunum sem eiga án efa eftir að styðja vel við það faglega starf sem er í leikskólunum. |
|
|
|
3. 200806062 - Tónlistarskólinn |
Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, fór yfir starf skólans síðastliðinn vetur og skólahaldið eins og það verður í vetur. |
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna. |
|
|
|
4. 201910096 - Þróunarsjóður leik- og grunnskóla |
Ráðið tók ákvörðun á 372. fundi (mál 4) að Tónlistarskólinn ætti að falla undir reglur Þróunarsjóðsins við næstu úthlutun og þyrfti að uppfæra reglur sjóðins í samræmi við það. Uppfærðar reglur voru lagðar fram. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir uppfærðar reglur um Þróunarsjóðinn sem verður þá framvegis Þróunarsjóður leik-, gunn- og tónlistarskóla |
|
|
|
5. 201911003 - Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla |
Lagt var til að tímamörk er varða Hvatningarverðlaun fræðsluráðs verði sömu og hjá Þróunarsjóði. Auglýst verði þá eftir tilnefningum til verðlaunanna í febrúar. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir umrædda breytingu. |
|
|
|
6. 202309121 - Grunnskóli Vestmannaeyja |
Skapast hefur tækifæri til að yfirfara og meta skipuritið hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Lagt er til að skipaður verði starfshópur til að vinna að því og í honum verði, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fræðslufulltrúi sem verður jafnframt formaður stýrihópsins, formaður og varaformaður fræðsluráðs og aðfenginn sérfræðingur. Stýrihópurinn mun kalla til sín starfsfólk skólanna og hagsmunaaðila eins og þurfa þykir. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir að stofna umræddan starfshóp og felur honum að yfirfara og meta skipurit skólans. Ráðið óskar eftir því að starfshópurinn skili fyrstu niðurstöðum eigi síðar en 6. október. |
|
|
|
7. 202309120 - Gjaldskrá leikskóla |
Fræðsluráð fól skólaskrifstofu á 374. fundi (mál 1) að endurskoða gjaldtöku í leikskóla miðað við aldursviðmið og mismunandi kostnað aldurshópa. Skólaskrifstofan hefur unnið að þessu en metur málið þannig að fara þurfi í heildarendurskoðun á gjaldskránni og reglum er hana varðar. |
Niðurstaða Ráðið tekur undir þetta og felur skólaskrifstofu að endurskoða gjaldskrá og reglur í heild. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03 |