Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð Vestmannaeyja - 376

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
20.09.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Aníta Jóhannsdóttir formaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Ellert Scheving Pálsson aðalmaður,
Halla Björk Hallgrímsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Jarl Sigurgeirsson starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi
Unnur Líf Ingadóttir Imsland og Snjólaug Elín Árnadóttir mættu í 1. máli og yfirgáfu fund eftir það.
Linda Óskarsdóttir sat fundinn í 2. og 3. máli.
Ásta Björk Guðnadóttir sat fundinn í 1.-3. máli.
Jarl Sigurgeirsson sat fundinn í 1. og 3. máli.
Kolbrún Rúnarsdóttir, 1. varamaður D lista sat fundinn í 1. og 3. máli og Hildur Sólveig Sigurðardóttir,varaformaður fræðsluráðs í 2. og 4.-7. máli. Einnig sátu fundinn Kolbrún Matthíasdóttir fulltrúi kennara grunnskóla, Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri GRV, Guðrún Þorsteinsdóttir aðstoðaskólastjóri Víkurinnar, Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201910096 - Þróunarsjóður leik- og grunnskóla
Unnur Líf Ingadóttir Imsland og Snjólaug Elín Árnadóttir kynntu verkefnið 50 ára gosafmæli en það hlaut styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla 2022

Niðurstaða
Ráðið þakkar Unni Líf og Snjólaugu Elínu fyrir kynninguna á þessu flotta verkefni.
2. 202106031 - Snemmtæk íhlutun-mál og læsi
Linda Óskarsdóttir og Guðrún S. Þorsteinsdóttir kynntu handbók sem unnin var í Víkinni í tengslum við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun-mál og læsi. Þá kynntu Ásta Björk Guðnadóttir og Halldóra Björk Halldórsdóttir handbók Kirkjugerðis sem einnig var unnin í tengslum við sama þróunarverkefni.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynningarnar á handbókunum sem eiga án efa eftir að styðja vel við það faglega starf sem er í leikskólunum.
3. 200806062 - Tónlistarskólinn
Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, fór yfir starf skólans síðastliðinn vetur og skólahaldið eins og það verður í vetur.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
4. 201910096 - Þróunarsjóður leik- og grunnskóla
Ráðið tók ákvörðun á 372. fundi (mál 4) að Tónlistarskólinn ætti að falla undir reglur Þróunarsjóðsins við næstu úthlutun og þyrfti að uppfæra reglur sjóðins í samræmi við það. Uppfærðar reglur voru lagðar fram.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir uppfærðar reglur um Þróunarsjóðinn sem verður þá framvegis Þróunarsjóður leik-, gunn- og tónlistarskóla
5. 201911003 - Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla
Lagt var til að tímamörk er varða Hvatningarverðlaun fræðsluráðs verði sömu og hjá Þróunarsjóði. Auglýst verði þá eftir tilnefningum til verðlaunanna í febrúar.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir umrædda breytingu.
6. 202309121 - Grunnskóli Vestmannaeyja
Skapast hefur tækifæri til að yfirfara og meta skipuritið hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Lagt er til að skipaður verði starfshópur til að vinna að því og í honum verði, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fræðslufulltrúi sem verður jafnframt formaður stýrihópsins, formaður og varaformaður fræðsluráðs og aðfenginn sérfræðingur. Stýrihópurinn mun kalla til sín starfsfólk skólanna og hagsmunaaðila eins og þurfa þykir.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að stofna umræddan starfshóp og felur honum að yfirfara og meta skipurit skólans. Ráðið óskar eftir því að starfshópurinn skili fyrstu niðurstöðum eigi síðar en 6. október.
7. 202309120 - Gjaldskrá leikskóla
Fræðsluráð fól skólaskrifstofu á 374. fundi (mál 1) að endurskoða gjaldtöku í leikskóla miðað við aldursviðmið og mismunandi kostnað aldurshópa. Skólaskrifstofan hefur unnið að þessu en metur málið þannig að fara þurfi í heildarendurskoðun á gjaldskránni og reglum er hana varðar.

Niðurstaða
Ráðið tekur undir þetta og felur skólaskrifstofu að endurskoða gjaldskrá og reglur í heild.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove