Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 200910001 - Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á skipulagsmálum á Haugasvæðinu
Niðurstaða Ráðið þakkar yfirferðina.
2. 202506130 - Innviðauppbygging
Jóhann Halldórsson hefur hafið sína vinnu við greinargerð um innviðauppbyggingu á hafnarsvæðinu. Hefur hann lagst yfir gögn sem geta nýst og einnig tekið viðtöl við fjölmarga hagsmunaaðila. Vinnuna miðar ágætlega en mikilvægt er að vanda til verka og horfa á tækifærin frá mörgum sjónarhornum.
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna.
3. 202404001 - Gjábakki
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdunum við Gjábakka. Frá síðasta fundi ráðsins og til 27. ágúst er búið að: -Keyra um 2.100 m3 af flokki II fyllingarefni. -Keyra um 1.100 m3 af flokki I fyllingarefni. -Skera 20 m af eldra þili. -Brjóta 25 m af kanti.
Niðurstaða Ráðið þakkar yfirferðina og fagnar því að verkið er á áætlun.
4. 202211064 - Hásteinsvöllur
Fyrir liggur verkfundargerð nr. 3 dags. 2. september 2025