Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 421

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
02.06.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Bryndís Gísladóttir 1. varamaður,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs, Rannveig Ísfjörð starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi
Jarl Sigurgeirsson var fjarverandi.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir vék af fundi í máli 4.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202410018 - Athafnasvæði AT-1 - Tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna heimildar fyrir íbúðum á efri hæðum við Strandveg 89-97
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 á landnotkunarreit Athafnaasvæðis AT-1 vegna heimildar fyrir íbúðum á efri hæðum við Strandveg 89-97.

Málið var auglýst á tímabilinu 15. apríl - 27. maí 2025 skv. 31. gr Skipulagslaga nr. 123/2010. Tvær umsagnir bárust vegna málsins frá umsagnaraðilum sem gera ekki athugasemdir vegna málsins.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna heimildar til íbúða á efri hæðum við Strandveg 89-97.

Erindi vísað til bæjarstjórnar.
A1690-002-U03 Strandvegur 89-97 ASK breyting auglýst tillaga.pdf
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands - Strandvegur 89-97 athafnasvæði AT-1 vegna íbúða á efri hæðum.pdf
Veggagerðin - Strandvegur 89-97 breyting á skilmálum athafnasvæðis AT-1 vegna íbúða á efri hæðum nr.1371_2024.pdf
2. 202403105 - Miðgerði - Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Austurbæjar
Erindi tekið fyrir að lokinni auglýsingu, tillaga að breyttu deiliskipulagi við Miðgerði.

Málið var auglýst á tímabilinu 21. mars til 5. maí 2025 skv. 41. gr Skipulagslaga nr. 123/2010. Alls bárust fjórar umsagnir við tillöguna á auglýsingartíma, tvær frá umsagnaraðilum og tvær frá nágrönnum.

Umsögn Minjastofnunar Íslands barst einnig að lokinni kynningu á vinnslustigi og er lögð fram með málsgögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu Deiliskipulagi Austurbæjar við Miðgerði.

Lögð er fram greinargerð með viðbrögðum vegna athugasemda.

Erindi vísað til bæjarstjórnar.
A1691-002-U06 Miðgerði deiliskipulagsbreyting 1 af 2.pdf
A1691-002-U06 Miðgerði deiliskipulagsbreyting 2 af 2.pdf
Litlagerði 1-3 og Gerðisbraut 2.pdf
Umsögn Karen Sigurgeirsdóttir og Eiríkur Þorsteinsson.pdf
Miðgerði lóðir fyrir íbúðarhúsnæði - deiliskipulag, nr. 1373_2024.pdf
Miðgerði lóðir fyrir íbúðarhúsnæði, nr. 13732024 - Umsögn um deiliskipulagsbreytingu.pdf
Umsögn MÍ - Miðgerði í Vestmannaeyjum_ Lokaumsögn.pdf
Greinargerð - svör við athugasemdum 02_06 b.pdf
A1691-002-U07 Miðgerði deiliskipulagsbreyting e.auglýsingu 1 af 2.pdf
A1691-002-U07 Miðgerði, deiliskipulagsbreyting e.auglýsingu 2 af 2.pdf
3. 202011024 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Lagt fram til samþykkis um auglýsingu drög að svæðisáætlun úrgangsmála fyrir Vestmannaeyjabæ skv. 6. gr. laga nr. 55/2003.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir drög að svæðisáætlun og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að fullklára gögnin fyrir næsta fund ráðsins.
4. 202505172 - Stækkun starfsmannabúða við Helgafellsvöll
Bragi Magnússon fyrir hönd Laxeyjar hf. sækir um stækkun vinnubúða við Helgafellsvöll. Stækkunin felur í sér 20 herbergi til viðbótar í einni einingu, sbr. meðfyglandi uppdrætti.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið en leggur áherslu á snyrtilega umgjörð í kringum starfsmannabúðirnar. Ráðið felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins og gera nýtt samkomulag við umsækjanda. Lagt er til að tímamörk samkomulagsins verði til ársloka 2027.

Bent er á að framkvæmdin er byggingaleyfisskyld og frekari afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.
Afstöðumynd-Vinnubúðir stækkun um 20 herbergi-2025.pdf
5. 202501134 - Búhamar 14. Umsókn um byggingarleyfi
Mál tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu.

Ein umsögn barst vegna grenndarkynningarinnar frá lóðarhöfum við Búhamar 12 þess efnis að lóðarhafar væru ósáttir við afstöðu hússins þar sem stofa Búhamar 14 myndi snúa gegn herbergisgluggum við Búhamar 12. Lagt er til að húsinu verði speglað þannig að bílskúr snúi að Búhamar 12.

Lóðarhafi við Búhamar 14 fellst á að spegla húsinu og leggur til að húsum númer 16 og 18 verði speglað með sama hætti.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að húsunum við Búhamar 14, 16 og 18 sé speglað og að byggingarleyfi sé gefið út miðað við þær breytingar.
Grenndarkynning Búhamar 14 - athugasemd.pdf
25-0326 Búhamar 14.pdf
6. 202209112 - Miðstræti 30. Umsókn um byggingarleyfi
Borist hefur erindi frá Grétu Hrund Grétarsdóttur um leyfi fyrir að byggt verði ofan á núverandi hús (þaki lyft) við Miðstræti, samanber innsend gögn. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Málinu var vísað af 63. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Alit MI dags 30 maí 2025.pdf
1224- midstraeti-30- v-glugga-106.pdf
Miðstræti 30 Aðaluppdrættir.pdf
Miðstræti 30 Aðaluppdrættir 2.pdf
7. 202504073 - Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Vestmannaeyja - Sérákvæði fyrir LED skilti
Lögð er fram uppfærð samþykkt um skilti í lögsögu Vestmannaeyjabæjar þar sem bætt hefur verið við kafla með sérákvæðum um LED skilti.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingar á samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Vestmannaeyja með breytingum er varða sérákvæði fyrir LED skilti.

Erindi vísað til bæjarstjórnar.
Samþykkt um skilti í lögsögu Vestmannaeyja - bæjarstjórn.pdf
8. 202505171 - Kleifar - kapalsnælda 2025
Landsnet hf. sækir um að stækka geymslureit og að byggja skýli til að geyma kapalsnældu sem nýttir verða við lagningu Vestmannaeyjalínu 4 og 5, sbr. meðfylgjandi gögn.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir stækkun á geymslureit og felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
07236-E15.079 (1).pdf
07236-C40.101.pdf
9. 202505089 - Umferðarhópur - 2025
Umferðarhópur fundaði þann 15. maí 2025. Þrjú mál voru á dagskrá sem hafði verið vísað til ráðsins frá Umhverfis- og skipulagsráði:
1. Einstefna Bárustígs og Skólavegs milli Tangagötu og Strandvegs
2. Umferð við Vigtartorg ? Tilraunaverkefni einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju
3. Umferðaröryggi á sumartíma.

Hópnum líst vel á einstefnu milli Tangagötu og Strandvegs við Bárustíg og Skólaveg. Hópurinn leggur einnig til að einstefna verði um Hilmisgötu frá bílastæði við Arnardragna að Vestmannabraut til að auka umferðaröryggi á svæðinu. Hópurinn mælir þó ekki með einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju og mælir með að rútustæði verði við timburgangstétt vestan við FES og við Tangagötu norðan Ægistgötu 2. og þaðan sem er austar á Tangagötu.

Til að bæta umferðaröryggi leggur hópurinn einnig til að þrengja við gangbrautir staðsettar við Vallargötu 4A, sunnan við Landakirkju á Kirkjuvegi, við Skólaveg 45 og milli Bessahrauns 22 og 24. Að lokum leggur hópurinn til að kláraður verður göngustígur frá Illugagötu að Íþróttamiðstöð yfir bílastæðin með gangbraut.

Fundargerð umhverfishóps má finna í meðfylgjandi skjali.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og samþykkir tillögur umferðarhóps.

Framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs er falinn framgangur málsins.
Fundargerð_Umferðarhópur_2025_nr1.pdf
Fundargerð
10. 202505008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 64

Niðurstaða
Lagt fram.
10.1. 202505108 - Goðahraun 30 - Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Goðahrauni 30. Tómas Marshall sækir um leyfi til að byggja einbýlishús, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 160,1m², 769,4m³.
Teikning: Hallgrímur Þór Sigurðsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun í gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
10.2. 202209112 - Miðstræti 30. Umsókn um byggingarleyfi
Erindi tekið fyrir að fenginni umsögn Minjastofnunar Íslands.
Gréta Hrund Grétarsdóttir Miðstræti 30 sækir um leyfi fyrir því að byggt verði ofan á núverandi hús (þaki lyft), samanber innsend gögn.

Teikning: Páll Hjaltdal Zóphóníasson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun í gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:07 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove