Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 294

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
05.09.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður,
Hrefna Jónsdóttir aðalmaður,
Sonja Andrésdóttir 1. varamaður,
Gísli Stefánsson varaformaður,
Óskar Jósúason aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Fundinn sátu einnig Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
2. 202202064 - Stuðningsþjónusta (almennt efni)
Yfirlit yfir stöðu stuðningsþjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Niðurstaða
Alls 130 þjónustuþegar þiggja mismunandi samsetningu þjónustu hjá stuðningsþjónustunni. Þjónustuþættir eru innlit, þrif, innkaup og heimsendur matur. Mest er um þrif og heimsendan mat. Alls vinna 10 manns í stuðningsþjónustunni í 6,5 stöðugildum. Þjónustan er veitt að mestu á dagtíma en kvöld- og helgarþjónusta hefur aukist nokkuð. Þjónustan hefur aukist nokkuð milli ára og með hækkandi lífaldri og fjölgun fólks í aldurshópnum 67 mun þörfin fyrir henni halda áfram að aukast. Ráðið þakka kynninguna.
3. 200804058 - Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar
Samantekt á Vinnuskólanum sumarið 2023

Niðurstaða
Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar var starfræktur á hefðbundinn máta í sumar en þó með þeirri nýbreytni að unglingum í 7. bekk var einnig boðin vinna ásamt 8. - 10. bekkingum. Í sumar voru ráðnir inn fimm flokkstjórar. Verkefnin voru fjölbreytt. Alls sóttu 127 unglingar starf í vinnuskólanum í ár en einungis 105 mættu til starfa, 50 stúlkur og og 55 drengir. Alls 38 börn úr 7. bekk nýttu sér vinnuskólann eða um 72% barna úr árgangnum. Ráðið þakkar kynninguna.
4. 201504033 - Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð
Umræður um Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð og framtíðarskipulag starfseminnar þar.

Niðurstaða
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs ræddi stöðu Heimaeyjar - vinnu- og hæfingarstöðvar og mikilvægi þess að fara í endurskoðun á starfseminni þar. Í Heimaey er veitt mikilvæg þjónusta í formi verndaðrar vinnu, hæfingar og dagþjónustu fyrir fatlað fólk ásamt þjónustu við örorkuþega. Aukin þörf er á að stækka aðstöðu dagþjónustu, hæfingar og virkniþjálfunar auk þjónustu við fötluð börn á grunn- og framhaldsskóla aldri í formi lengdrar viðveru eftir skóla eða í sumarúrræði. Efla þarf samþættingu á þjónustu við fatlað fólk. Einnig er þörf á því að styrkja stuðninginn við atvinnumál fatlaðs fólks og öryrkja í samvinnu við VMST. Ráðið tekur undir þau sjónarmið sem farið var yfir á fundinum og felur framkvæmdastjóra að kalla saman starfshóp sem leggur fyrir ráðið hugmyndir að framtíðarskipulagi á starfsemi Heimaeyjar og nauðsynlegum breytingum þeim tengdum. Í starfshópnum sitja auk framkvæmdastjóra sviðs, Þóranna Halldórsdóttir forstöðumaður Heimaeyjar, Björg Bragadóttir umsjónarþroskaþjálfi og Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove