|
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir 1. varamaður, Gísli Stefánsson varaformaður, Óskar Jósúason aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs. |
|
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs |
|
Fundinn sátu einnig Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi |
|
|
Almenn erindi |
1. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. |
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók. |
Niðurstaða Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020. |
|
|
|
2. 202202064 - Stuðningsþjónusta (almennt efni) |
Yfirlit yfir stöðu stuðningsþjónustu Vestmannaeyjabæjar. |
Niðurstaða Alls 130 þjónustuþegar þiggja mismunandi samsetningu þjónustu hjá stuðningsþjónustunni. Þjónustuþættir eru innlit, þrif, innkaup og heimsendur matur. Mest er um þrif og heimsendan mat. Alls vinna 10 manns í stuðningsþjónustunni í 6,5 stöðugildum. Þjónustan er veitt að mestu á dagtíma en kvöld- og helgarþjónusta hefur aukist nokkuð. Þjónustan hefur aukist nokkuð milli ára og með hækkandi lífaldri og fjölgun fólks í aldurshópnum 67 mun þörfin fyrir henni halda áfram að aukast. Ráðið þakka kynninguna. |
|
|
|
3. 200804058 - Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar |
Samantekt á Vinnuskólanum sumarið 2023 |
Niðurstaða Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar var starfræktur á hefðbundinn máta í sumar en þó með þeirri nýbreytni að unglingum í 7. bekk var einnig boðin vinna ásamt 8. - 10. bekkingum. Í sumar voru ráðnir inn fimm flokkstjórar. Verkefnin voru fjölbreytt. Alls sóttu 127 unglingar starf í vinnuskólanum í ár en einungis 105 mættu til starfa, 50 stúlkur og og 55 drengir. Alls 38 börn úr 7. bekk nýttu sér vinnuskólann eða um 72% barna úr árgangnum. Ráðið þakkar kynninguna. |
|
|
|
4. 201504033 - Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð |
Umræður um Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð og framtíðarskipulag starfseminnar þar. |
Niðurstaða Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs ræddi stöðu Heimaeyjar - vinnu- og hæfingarstöðvar og mikilvægi þess að fara í endurskoðun á starfseminni þar. Í Heimaey er veitt mikilvæg þjónusta í formi verndaðrar vinnu, hæfingar og dagþjónustu fyrir fatlað fólk ásamt þjónustu við örorkuþega. Aukin þörf er á að stækka aðstöðu dagþjónustu, hæfingar og virkniþjálfunar auk þjónustu við fötluð börn á grunn- og framhaldsskóla aldri í formi lengdrar viðveru eftir skóla eða í sumarúrræði. Efla þarf samþættingu á þjónustu við fatlað fólk. Einnig er þörf á því að styrkja stuðninginn við atvinnumál fatlaðs fólks og öryrkja í samvinnu við VMST. Ráðið tekur undir þau sjónarmið sem farið var yfir á fundinum og felur framkvæmdastjóra að kalla saman starfshóp sem leggur fyrir ráðið hugmyndir að framtíðarskipulagi á starfsemi Heimaeyjar og nauðsynlegum breytingum þeim tengdum. Í starfshópnum sitja auk framkvæmdastjóra sviðs, Þóranna Halldórsdóttir forstöðumaður Heimaeyjar, Björg Bragadóttir umsjónarþroskaþjálfi og Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 |