|
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs |
|
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður bæjarráðs, stýrði fundi í fjarveru Njáls Ragnarsonar, formanns. |
|
|
Almenn erindi |
1. 202412014 - Almannavarnarlögn NSL-4 |
Vestmannaeyjabær og innviðaráðuneytið hafa gert með sér samning með það að markmiði að tryggja að hægt sé að staðfesta pöntun á nýrri almannavarnarlögn á yfirstandi ári ásamt því að koma í veg fyrir að hættuástand myndist í Vestmannaeyjum og tryggja aðgengi að neysluvatni. Innviðaráðuneytið hefur þegar greitt Vestmannaeyjabæ 100 m.kr. fjárframlag sem er hluti af 200 m.kr. staðfestingargreiðslu. Í framhaldi mun Vestmannaeyjabær greiða staðfestingargjaldið til framleiðanda NSL-4 til að tryggja afhendingu lagnarinnar í ágúst 2026. Er styrkurinn hluti af þeim 800 milljónum sem ríkið leggur fram eins og fram kemur í viljayfirlýsingu milli Vestmannaeyjabæjar og ríkisins vegna almannavarnarlagnar. Unnið er að lokasamningi um kaup á lögninni.
|
Niðurstaða Bæjarráð mun funda þegar endanlegur samningur um kaup á almannavarnarlögninni liggur fyrir. |
Styrktarsamningur - Vatnslögn til Vestmannaeyja.pdf |
|
|
|
2. 202412015 - Þjónustubíll endurnýjun - 2024 |
Farið yfir beiðni frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem er óskað eftir heimild bæjarráðs til að kaupa nýja þjónustubifreið á þessu ári. Áætlað var að kaupa bíl 2026. Staðan á núverandi bifreið er verri en talið var og ljóst að hann er kominn á tíma. Bilanatíðni er töluverð sem hefur áhrif á þjónustuna og varabíllinn er ekki lengur nothæfur sem slíkur. Óskar framkvæmdastjóri eftir viðauka vegna kaupanna. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir samhljóða kaup á nýrri þjónustubifreið á þessu ári og að keypt verði sú bifreið sem framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mælir með skv. beiðni. |
|
|
|
3. 202403036 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 |
Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram. Um er að ræða 17 m.kr. tilfærsluviðauka vegna kaupa á nýrri þjónustubifreið. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka 9. |
|
|
|
4. 201705071 - Húsnæðisáætlun |
Drög að Húsnæðisáætlun 2025 lögð fram til samþykktar en bæjarstjórn samþykkti á 1611.fundi þann 27. nóvember sl. að fela bæjarráði að samþykkja áætlunina. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir samhljóða áætlunina og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda hana til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. |
|
|
|
5. 201909059 - HS - veitur |
Umfjöllun um bréf frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál er varðar kæru Vestmannaeyjabæjar til nefndarinnar vegna höfnunar umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytis á afhendingu gagna. Umrædd gögn lágu til grundvallar hækkana á heitu vatni í september 2023 og janúar 2024. Ráðuneytið benti á í svarbréfi að ákvörðun um synjun væri kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin vísaði málinu hins vegar frá þar sem Vestmannaeyjabær gat ekki sem stjórvald kært til nefndarinnar á grundvelli upplýsingalaga. |
Niðurstaða Það er sérstakt að umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið, sem á að leiðbeina um kæruleið í máli sem þessu, skuli ekki gefa réttar leiðbeiningar eftir því sem fram kemur í svarbréfi nefndarinnar. Leitað verður annarra leiða til að óska eftir aðgangi að umræddum gögnum.
|
12232024_1166921028.pdf |
|
|
|
6. 202411081 - Hitalagnir undir Hásteinsvöll |
Framhald af 10. máli af 3226. fundi bæjarráðs þann 27. nóvember sl. ÍBV-íþróttafélag óskaði eftir aukafjárveitingu, 20 m.kr., til að fjármagna hitalagnir undir gervigrasið sem lagt verður á Hásteinsvöll fyrir næsta sumar. Bæjarráð ákvað að fresta formlegri ákvörðun til næsta fundar bæjarráðs í því skyni að funda með fulltrúum ÍBV til að fara yfir gögn um framkvæmdina. Sá fundur var haldinn þann 4. desember sl. og á þeim fundi fóru forsvarsmenn félagsins yfir sín gögn. Fulltrúar í bæjarráði fóru yfir kostnað við lagningu og rekstur hitalagna undir gervigrasið. Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði er heildarkostnaður við hitalagnir sem tengjast inn á kerfi HS Veitna áætlaður 85 m.kr. og að auki er árlegur rekstrarkostnaður áætlaður 60 m.kr. Heildarkostnaður við hitalagnir sem yrðu tengdar varmadælu er áætlaður 265 m.kr. og árlegur rekstrarkostnaður um 30 m.kr. |
Niðurstaða Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Í ljósi mikils kostnaðar við hitalagnir og rekstur á þeim telur bæjarráð ekki ástæðu til að breyta þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið varðandi gervigras á Hásteinsvöll án hitalagna. Markmiðið með framkvæmdinni er að lengja tímabilið og auka nýtingu vallarins hvern dag svo fleiri iðkendur geti æft og keppt á honum stóran hluta ársins. Samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði verður ekki annað séð en að það markmið náist. Gervigras og flóðlýsing á Hásteinsvöll mun stórbæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Vestmannaeyjum. Á árunum 2024-2026 er gert ráð fyrir 280 m.kr. m.v. verðlag þessa árs í framkvæmdina. |
Erindi frá ÍBV.pdf |
Hásteinsvöllur_Gervigras_Minnisblað_2024.pdf |
Viðauki 1.pdf |
Viðauki 2.pdf |
|
Gestur í gegnum fjarfundarbúnað: Njáll Ragnarsson
|
|
|
7. 202406109 - Efnisvinnsla Vestmannaeyja |
Umfjöllun um drög að viljayfirlýsingu milli Vestmannaeyjabæjar og aðila í Vestmannaeyjum sem eru starfandi við efnisvinnslu. Viljayfirlýsingin varðar samvinnu, samskipti, samningagerð og undirbúningsvinnu við fjárfestingu á mölunarsamstæðu og rekstur á efnisvinnslu í Vestmannaeyjum. |
Niðurstaða Bæjarráð felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að uppfæra viljayfirlýsinguna í samræmi við umræður á fundinum. |
|
|
|
8. 202411116 - Leigusamningur vegna reksturs kvikmyndahúss |
Drög að tímabundnum leigusamningi við Leikfélag Vestmannaeyja vegna reksturs kvikmyndahúss í Kviku lögð fram. Allt kapp er lagt á að hefja kvikmyndasýningar að nýju en unnið er að því að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað svo það sé hægt.
|
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir samhljóða drögin svo hægt sé að hefja kvikmyndasýningar sem fyrst. Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs er falið að auglýsa eftir áhugasömum rekstraraðilum áður en tímabundinn samningur við Leikfélag Vestmannaeyja rennur út. |
|
|
|
9. 202405027 - Heimasíða og stafræn innleiðing |
Sædís Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri skjala- og upplýsingamála og Hallgrímur Njálsson, deildarstjóri tölvudeildar kynntu grunn að nýrri heimasíðu sem verður tekin í notkun innan skamms. Þá fóru þau yfir stöðuna á stafrænni innleiðingu sveitarfélagsins. |
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna. |
|
Gestir: Sædís Sigurbjörnsdóttir Hallgrímur Njálsson
|
|
|
10. 202101038 - Dagskrá bæjarráðs |
Drög að fundadagskrá bæjarráðs frá janúar til september 2025 lögð fram til staðfestingar. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir drögin. |
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:55 |