Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 351

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
22.11.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Elís Jónsson varaformaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Andrea Guðjóns Jónasdóttir 1. varamaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202111067 - Menntastefna til 2030
Fræðslufulltrúi kynnti fyrstu aðgerðaáætlun nýrrar menntastefnu til 2030. Þetta er fyrsta áætlun af þremur en í henni eru níu aðgerðir í forgangi 2021-2024:
Heildstæð skólaþjónusta byggð á þrepaskiptum stuðningi sem styður við nám og farsæld barna og ungmenna.
Skólaþróun um land allt.
Markviss stuðningur við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Fjölgun kennara með leyfisbréf.
Hæfni fagstétta í skólastarfi.
Gagnrýnin hugsun, sköpun og skilningur.
Mótun hæfnistefnu Íslands í virku samráði.
Raddir ungs fólks-virkt nemendalýðræði á öllum skólastigum.
Vönduð náms- og kennslugögn fyrir allt menntakerfið.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Menntastefna_2030_fyrsta adgerdaráætlun.pdf
2. 201807086 - Gjaldskrá leikskóla og frístundar
Þriðja árið í röð hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkt að hækka ekki gjaldskrár fyrir þjónustu Vestmannaeyjabæjar við börn. Gjaldskrár leikskóla og frístundavers haldast því óbreyttar milli ára. Miðað við önnur sveitarfélög erum við þ.a.l. á góðum stað og sem dæmi eru gjöld frístundavers með þeim lægstu á landinu.

Niðurstaða
Ráðið fagnar þessari ákvörðun bæjarstjórnar sem er mikilvægur liður í stuðningi við barnafjölskyldur.
3. 202003036 - Viðbrögð vegna veiruógnunar
Vel er gætt að sóttvörnum í skólum og frístundaveri og starfsmenn bera grímur í sameiginlegum rýmum ef ekki er hægt að gæta að 1m reglunni.
Fáein smit hafa komið upp meðal nemenda og starfsmanna á undanförnum vikum en það hefur ekki haft teljandi áhrif á skólastarfið þar sem meirihluti smitaðra hefur verið í sóttkví. Þar sem ekki hefur verið um sóttkví að ræða hafa einstaka hópar þurft að fara í sóttkví.

Niðurstaða
Ráðið þakkar yfirferðina á stöðunni í skólum og frístundaveri. Jafnframt hvetur ráðið alla til að fara áfram varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum. Hluti af því er að vera vakandi fyrir einkennum og fara í sýnatöku þegar einkenna verður vart. Einnig er mikilvægt að láta vita ef upp kemur smit eða grunur um smit. Munum að við erum öll almannavarnir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta