Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð Vestmannaeyja - 399

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
14.10.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Aníta Jóhannsdóttir formaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður,
Ellert Scheving Pálsson aðalmaður,
Halla Björk Hallgrímsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir , Eyja Bryngeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Sigrún Þórsdóttir embættismaður, Einar Gunnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Björg Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra á leikskóla sat fundinn.

Ráðsmenn samþykkja að taka inn á dagskrá fundarins með afbrigðum 4. málið.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201310060 - Starfsáætlanir leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar.
Starfsáætlun GRV - Hamarsskóla, frístundar og Víkurinnar lögð fram og kynnt.

Niðurstaða
Skólastjóri GRV-Hamarskóla lagði fram og kynnti starfsáætlun GRV, frístundar og Víkurinnar fyrir skólaárið 2025-2026. Fræðsluráð þakkar kynninguna og staðfestir áætlunina.
2. 202309120 - Gjaldskrá leikskóla
Framhald af máli nr. 5 frá 385 fundi ráðsins þar sem m.a. kemur fram að skipaður verði starfshópur til að vinna að breytingum á gjaldskrá leikskóla og að vinnudegi barna.

Niðurstaða
Ráðið ræddi fyrirliggjandi drög af nýrri gjaldskrá. Áður en gengið er frá endalegum drögum til samþykktar ráðsins, skal leitast eftir því að hagsmunaaðilar fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri sem fyrst en stefnt er að því að unnið verði eftir nýrri gjaldskrá frá og með 1. janúar 2026.
3. 202503106 - Hagræðingartillögur á fræðslusviði
Á 3236 fundi Bæjarráðs Vestmannaeyja var stofnaður sérstakur faghópur til að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um mögulegar hagræðingar á sviði fræðslumála, m.a. í samráði við skólastjórnendur skólanna. Faghópur hefur skilað drög að tillögum til bæjarráðs sem vísaði málinu til umsagnar í fræðsluráði eins og faghópurinn lagði til.

Niðurstaða
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti þær tillögur sem faghópurinn hefur lagt fram. Tillögunum fylgja breytingar sem mikilvægt er að fylgja eftir með skýrri og tímasettri framkvæmdaráætlun. Ráðið telur æskilegt að skólaskrifstofa leiði vinnuna við gerð slíkrar áætlunar í samvinnu við skólastjórnendur og kynni hana fyrir fræðsluráði þegar hún liggur fyrir.
Fræðsluráð tekur jafnframt undir með faghópnum um að önnur svið sveitarfélagsins fari í sambærilega greiningarvinnu með það að markmiði að ná fram frekari hagræðingu án þess að skerða þjónustu.
4. 202510063 - Farsældarráð á Suðurlandi
Undirbúningur um stofnun farsældarráðs á Suðurlandi er í vinnslu og stefnt að því að aðilar að samstarfinu skrifi undir samstarfsyfirlýsingu um farsældarráð á ársþingi SASS þann 23. október nk. Til kynningar eru drög að samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundinn samráðsvettvang ásamt drögum að skipuriti fyrir svæðisbundið farsældarráð á Suðurlandi.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:22 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove