Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður bæjarráðs stýrði fundi í fjarveru formanns.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Erindi frá Vegagerðinni tekið til umfjöllunar. Óskað er eftir upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ vegna heildarendurskoðunar á flugi á Íslandi sem Vegagerðin annast fyrir hönd innviðaráðuneytisins.
Niðurstaða Farið yfir drög að svarbréfi til Vegagerðarinnar og bæjarstjóra falið að fullvinna þau í samræmi við umræður á fundinum.
2. 202506017 - Tímabundið samkomulag um rekstur heilsuræktar
Útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var kært og er í ferli hjá kærunefnd útboðsmála og óljóst hvenær niðurstaða kemst í það mál. Vegna þeirra aðstæðna lá fyrir bæjarráði tímabundinn fjögurra mánaða samningur við Laugar um rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Horft er til þess að þjónusturof heilsuræktar verði sem minnst, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir ástand sem skapast getur í samfélaginu ef aðgengi að umræddri þjónustu verður ekki til staðar í lengri tíma. Vestmannaeyjabær óskaði þ.a.l. eftir samstarfi við Laugar þar sem fram kom í tilboði fyrirtækisins, í uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja, að það gæti komið með ný tæki og sett upp aðstöðuna með litlum sem engum fyrirvara. Samningurinn er utan útboðs og samningskaup því án undangenginnar útboðsauglýsingar í skilningi 39. gr. laga um opinber innkaup.
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Bæjarráð telur mikilvægt að þjónusturof verði sem minnst enda ótækt að svo mikil þjónustuskerðing verði í svo stóru samfélagi enda um lýðheilsumál að ræða.