|
Almenn erindi |
1. 202308041 - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 |
Bæjarstjóri kynnti stöðu fjárhagsáætlunarvinnu eftir fyrstu umræðu bæjarstjórnar og upplýsti um þær breytingar sem verið er að vinna að milli umræðna. |
Niðurstaða Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. |
|
|
|
2. 201212068 - Umræða um samgöngumál |
Bæjarráð fór yfir stöðuna varðandi dýpkun og stöðu á Landeyjahöfn.
Flugsamgöngur Bæjarráð ræddi stöðu erindis sem er hjá innviðaráðuneytinu og varðar áætlunarflug til Eyja.
|
Niðurstaða Bæjarráð lýsir vonbrigðum með að dýpkun Landeyjahafnar sé enn og aftur ekki sinnt eins og sífellt er lofað. Sú staða sem upp kom í lok október, og varir enn, sýnir enn og aftur mikilvægi þess að á haustin sé dýpkunarskip til staðar með skömmum fyrirvara til þess að halda höfninni opinni. Í ljósi þess að ekki hefur verið hægt að halda úti áætlun í Landeyjarhöfn í haust, er enn mikilvægara að áætlunarflugi verði komið á til Vestmannaeyja. Nú eru liðnar 4 vikur frá því að bæjarstjóri sendi f.h. bæjarráðs erindi til innviðaráðuneytisins varðandi ríkisstuðning við áætlunarflug til Vestmannaeyja. Engin formleg svör hafa enn borist frá ráðuneytinu. Bæjarráð gagnrýnir að ekki sé komið á áætlunarflug til Vestmannaeyja. Ekki hefur vantað jákvæðni frá þingmönnum og ráðherrum gagnvart áætlunarflugi til Vestmannaeyja í samtölum, nú er komið að því að efna loforðin.
|
|
|
|
3. 202001147 - Byggingarnefnd Hamarsskóla |
Lögð var fram fundargerð byggingarnefndar Hamarsskóla. |
Byggingarnefnd Hamarsskóla fundur 2 - 20231106.pdf |
|
|
|
4. 201604034 - Heimgreiðslur |
Fyrir bæjarráði lágu endurskoðaðar og uppfærðar reglur um heimgreiðslur Vestmannaeyjabæjar til foreldra/forráðamanna barna frá 12 mánaða aldri. Reglurnar voru teknar fyrir í fræðsluráði Vestmannaeyja 6. nóvember sl. og vísað til bæjarráðs til frekari afgreiðslu vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Skólaskrifstofa áætlar að kostnaður vegna heimgreiðslna verði um 15 milljónir. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir fjárheimildum í fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna breytinga á forsendum heimgreiðslna sem eru í ný samþykktum reglum fræðsluráðs frá 6. nóvember sl.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Harðarson, D-lista, sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun frá Eyþóri Harðarsyni, D-lista: Á tímum þegar bæjarfélagið getur ekki útvegað börnum leikskólapláss, þá styður undirritaður þá hugmynd að greiða foreldrum ákveðna upphæð fyrir að vera lengur heima með börn sín eftir fæðingarorlof. Með því minnkar þörfin á leikskólaplássum og bæjarfélagið sparar sér fjárfestingu og starfsmannakostnað. Með tekjutengingunni sem hér er lögð til grundvallar, þá vinnur hún gegn markmiðum sínum, þ.e. líklega verða færri foreldrar sem nýta sér þetta úrræði til að leysa úr biðlistum leikskólans. Að auki er óþarflega stórt stökk tekið með því að fara úr 110.000 kr í 220.000 kr./mánuð og hefði það mátt gerast í smærri skrefum. Eyþór Harðarson (sign.)
Bókun frá Njáli Ragnarssyni, E-lista og Páli Magnússyni, H-lista: Undirritaðir benda á að áætlaður kostnaður við nýtt fyrirkomulag er sambærilegur við það sem hann var á þessu ári. Njáll Ragnarsson (sign.) Páll Magnússon (sign.)
|
|
|
|
5. 202005104 - Bréf eftirlitsnefndar til sveitarstjórna |
Bæjarráð tók fyrir bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga frá 13. október sl. Bréfið er ábending um neikvæða niðurstöðu A- hluta sveitarfélagsins í ársreikningi 2022. Í framhaldi áttu bæjarstjóri og fjármálastjóri fund með starfsmanni nefndarinnar og óskuðu eftir skýringum enda stenst Vestmannaeyjabær allar lögbundnar kröfur um fjármál sveitarfélaga. |
Niðurstaða Þar sem Vestmannaeyjabær stenst allar lögbundnar kröfur um fjármál sveitarfélaga telur bæjarráð það sæta undrun að eftirlitsnefndin hafi sent þetta bréf án þess að kynna sér stöðuna, eins og raunar er staðfest í svarbréfi nefndarinnar. Einnig kemur fram í svarpósti nefndarinnar að ekki eru almennar áhyggjur af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og ekki verður um að ræða neina eftirfylgni í framhaldi af bréfinu af hálfu nefndarinnar. Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar var með jákvæðri niðurstöðu árið 2022 og sömuleiðis skal bent á að A- hluti Vestmannaeyjabæjar verður skuldlaus við fjármálastofnanir á þessu ári. Ástæður neikvæðrar afkomu A- hluta á síðasta ári eru ekki rekstrarlegs eðlis heldur er um að ræða neikvæða ávöxtun á peningalegum eignum sveitarfélagsins.
Bókun frá Eyþóri Harðarsyni, D-lista: Undirritaður vill undir þessum lið ítreka fyrri bókanir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umræðum um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022 frá fundi 1593 og 1594 í Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Eyþór Harðarson (sign.)
|
Vestmannaeyjabær.pdf |
Tölvupóstur.pdf |
Svarpóstur frá ráðuneyti.pdf |
|
|
|
6. 202009010 - Stytting vinnuvikunnar í kjaramálum |
Lagðar voru fyrir bæjarráð niðurstöður úr kosningu um fyrirkomulag vinnutímastyttingar stjórnenda og starfsfólks í Kirkjugerði og Víkinni. Niðurstöður eru þær að það starfsfólk sem er í FSL, Stavey og Drífanda vill taka 13 mínútna lágmarksstyttingu og óskar eftir að taka hana út í uppsöfnuðum heilum dögum skv. samkomulagi við stjórnanda.
|
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir umræddar óskir um að lágmarksstyttingu verði safnað upp í heila daga sem verða allt að sex dagar á ári. Styttingin verði þá tekin út í samráði við stjórnanda enda leiði það hvorki til kostnaðarauka né þjónustuskerðingar.
|
|
|
|
7. 202309132 - Tilboð í endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ |
Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir verðtilboði í endurskoðun og uppgjör bæjarins til þriggja ára, þ.e. 2023-2025. Samkvæmt innkaupareglum Vestmannaeyjabæjar ber að auglýsa eftir verðtilboðum í þjónustuna þegar áætlaður kostnaður er á bilinu frá 1 milljón til 15 milljóna króna. Auglýst var eftir tilboðum frá þeim aðilum sem eru með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum en það eru Deloitte og KPMG. Tilboð bárust frá báðum aðilum og eftir mat á þeim var niðurstaðan að leggja til við bæjarráð að taka tilboði KPMG í endurskoðunina. |
Niðurstaða Bæjarráð tók tilboði KPMG um endurskoðun og uppgjör Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2023 til og með 2025. Að teknu tilliti til verðtilboðs, reynslu fyrirtækisins ef endurskoðun sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæjar sérstaklega, faglegrar almennrar endurskoðunar og stjórnsýsluskoðunar, er það mat bæjarráðs að tilboð KPMG sé hagkvæmara fyrir Vestmannaeyjabæ að þessu sinni. |
|
|
|
8. 202309073 - Niðurstöður starfshóps umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra um eflingu samfélagsins í Vestmannaeyjum |
Lögð var fyrir bæjarráð skýrsla sem kynnt var fyrir hagaðilum og bæjarfulltrúum 9. október sl. Bæjarstjóri fór sérstaklega yfir verkefnið 100% FISH sem er hluti af niðurstöðu skýrslunnar. |
Niðurstaða Bæjarráð þakkar yfirferðina og felur bæjarstjóra að vinna áfram að þeim tillögum sem koma fram í skýrslunni. |
URN_EflingSamfelagsVestmannaeyjar_Prent.pdf |
|
|
|
9. 202010006 - Átta mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar |
Lögð voru fyrir bæjarráð drög að átta mánaða rekstraryfirliti fyrir Vestmannaeyjabæ. Samkvæmt rekstraryfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu átta mánuði ársins um 11,9% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 13,1% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu átta mánuði ársins er jákvæð.
Bæjarstjóri ítrekaði mikilvægi þess að gætt sé aðhalds og varúðar í rekstri bæjarins. Í vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 er tekið tillit til þessara sjónarmiða.
|
Niðurstaða Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. |
|
|
|
10. 202203028 - Móttaka flóttafólks |
Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá framvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs vegna óskar frá VMST um áframhald á samningi vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir tillögu sem fram kemur í minnisblaði um að framlengja ekki samninginn að svo stöddu og tekur undir þær áhyggjur sem fram koma varðandi húsnæðisþáttinn. |
Minnisblað til bæjarráðs vegna óskar áframhald á samningi um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.pdf |
|
|
|
Eyþór Harðarson vék af fundi í 11. máli.
|
11. 202107124 - Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi |
Erindi frá Ísfélagi hf., dags. 6. nóvember sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Múlabergi SI22, með vísan til 3. mgr. 12 gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að skipið sé selt án aflahlutdeilda, aflamarks og án allrar viðmiðunar um aflareynslu og annarra réttinda. |
Niðurstaða Þar sem skipið er selt án aflahlutdeilda og annarra réttinda telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum. |
|
|
|
12. 202201094 - Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum |
Fundargerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 65 frá 5. október sl. var lögð fyrir bæjarráð til upplýsinga. |
Fundargerð SSKS 5. okt 2023.pdf |
|
|
|
13. 201904018 - Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga |
Lagðar voru fyrir bæjarráð til upplýsinga fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 73 og 74 |
stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 73_undirritað.pdf |
stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 74_undirritað.pdf |
|
|
|
14. 201907118 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS |
Lagðar voru fyrir bæjarráð til upplýsinga annars vegar fundargerðir SÍS nr. 935 og 936 og hins vegar fundargerðir SASS nr. 601 og 602 |
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 935.pdf |
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 936.pdf |
601.-fundur-stj.-SASS.pdf |
602.-fundur-stj.-SASS.pdf |
|
|
|
15. 200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð |
Trúnaðarmál eru færð í sérstaka fundargerð trúnaðarmála. |
|
|
|