Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 429

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
03.11.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202510140 - Breyting á aðalskipulagi - NSL4 Neysluvatnslögn til Eyja
Lögð fram til kynningar á vinnslustigi, breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna lagningu neysluvatnslagnar NSL4 til Vestmannaeyja og staðsetningu núverandi lagnar NSL3.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að kynna tillögu að breytingum á aðalskipulagi vegna NSL 4 á vinnslustigi.

Erindi vísað til bæjarstjórnar.
A1672-004 Ný vatnslögn til Vestmannaeyja.pdf
2. 202306008 - Deiliskipulag Malarvöllur og Langalág
Hönnun aðaluppdrátta fyrir fjölbýlishúsareiti innan deiliskipulagssvæðis íbúðarbyggðar í löngulág er komin vel á veg.
Guðni Valberg flytur kynningu fyrir hönd Trípólí um drög að fyrirkomulagi hönnunar á fjölbýlum og raðhúsum á svæðinu, þ.m.t. vind og birtugreiningu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur Guðna Valberg áframhaldandi vinnu við hönnun hverfisins.
3. 202011024 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Lögð er fram til staðfestingar að lokinni auglýsingu Svæðisáæltun vegna meðferðar úrgangs í Vestmannaeyjum í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.

Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 var auglýst á tímabilinu 21. ágúst - 6. október 2025. Engar umsagnir bárust vegna málsins.


Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa svæðisáætlun fyrir meðferð úrgangs í Vestmannaeyjum.

Erindi vísað til bæjarstjórnar.
Svæðisáætlun Vestmannaeyjar til samþykktar 29 okt 2025.pdf
4. 202510131 - Umsókn um tímabundna uppsetningu steypustöðvar
Sigurður Smári Benónýsson fyrir hönd Steypeyjar ehf. sækir um tímabundið leyfi fyrir staðsetningu steypustöðvar við norðaustur enda landnotkunarreits AT-2 á Eldfellshrauni, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd.
Um er að ræða færanlega steypustöð ásamt þremur 65 m3 sementssílóum, 13m á hæð sem standa við hlið steypustöðvar. Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða með möguleika á framlengingu, eða þar til hægt verður að sækja um lóð á nýju iðnaðarsvæði á nýjahrauni, svæði AT-2.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir tímabundið leyfi til 12 mánaða.
20251023-steypust.-at2.pdf
SSI-SK-11594.pdf
Undirritað_samkomulag.pdf
Umsókn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf
5. 202508149 - Miðstræti 7 og 11a, Vestmannabraut 20 og 28B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Tillaga að breyttu skipulagi Miðbæjar Vestmannaeyja, vegna breyttra skilmála á lóðum við Miðstræti 7 og 11a, Vestmannabraut 20 og 28b var grenndarkynnt á tímabilinu 10. september til 8. október 2025.

Ein umsögn barst vegna málsins frá Slökkviliði Vestmannaeyjabæjar.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að staðfesta skipulagsbreytingu vegna Miðbæjar Vestmannaeyja vegna breyttra skilmála á lóðum við Miðstræti 7 og 11a, Vestmannabraut 20 og 28b.

Erindi vísað til bæjarstjórnar.
Umsögn Miðstræti Slökkvilið Vestmannaeyja.pdf
A1211-026-U01 Deiliskipulag Miðbæjar, tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Miðstræti 7 og 11a og Vestmannabraut 20 og 28a.pdf
A1211-026-U01 Deiliskipulagsbreyting - miðbæjarsvæði-Breyting A2.pdf
Fundargerð
6. 202510010F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70
6.1. 202510086 - Helgafellsvöllur - Umsókn um byggingarleyfi
Bragi Magnússon fh. Laxey ehf. sækir um leyfi fyrir starfsmannabúðum austan við Helgafellsvöll, í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur samþykki Umhverfis- og skipulagsráðs.
Samþykkt. Leyfi fyrir starfsmannabúðum er veitt til þriggja ára.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:13 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove