Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 265

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
31.08.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Vignir Arnar Svafarsson 2. varamaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Eydís Ósk Sigurðardóttir mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar sat fundinn undir 1.máli.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201906051 - Skipurit Vestmannaeyjahafnar
Hafnarstjóri fór yfir skipurit Vestmannaeyjahafnar og breytingu á verk- og ábyrgðarsviði starfsmanna.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Uf-svið.pdf
2. 202007203 - 6 mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar
Fyrir liggur 6 mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 240 milljónir og rekstrarniðurstaða jákvæð um 21 milljón. Áætlun ársins 2021 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu tæpar 213 milljónir og jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 21 milljón. Lífeyrissjóðsskuldbindingar vega þyngst í gjöldum umfram það sem áætlun gerðu ráð fyrir.
fyrstu sex2021.pdf
3. 202103174 - Aluzink fórnarskaut á Skipalyftukant
Fyrir liggja niðurstöður verðkönnunar vegna uppsetningar á fórnarskautum á Skipalyftukant.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi
Sjótækni 7.736.500 kr.
Köfunarþjónustan 9.041.793 kr.
Köfunarþjónusta Sigurðar 7.316.000 kr.
Gelp 3.454.640 kr.
Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við Gelp ehf.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fela Vegagerðinni að semja við GELP ehf. um framgang verksins.
4. 201910160 - Skipalyftukantur, endurnýjun 2019-2020
Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni þar sem niðurstöður liggja fyrir í útboði á endurnýjn á þekju og lögnum.
Eftirfarandi tilboð bárust.
Heimdallur ehf. 79.670.200 kr.
Stálborg ehf. 55.218.650 kr.
HS vélaverk ehf 48.894.560 kr.
Áætlaður verktakakostnaður 49.248.530 kr.
Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fela Vegagerðinni að ganga frá samningum við lægstbjóðanda.
Bréf_Hafnarstjorar Skipalyfturkantur þekja.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
5. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna framkvæmda við Heiðarveg 14

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu.
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-12.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.45 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove