Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð Vestmannaeyja - 360

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
15.06.2022 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Aníta Jóhannsdóttir formaður,
Ellert Scheving Pálsson aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir 1. varamaður,
Halla Björk Hallgrímsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi
Ásta Björk Guðnadóttir mætti sem áheyrnarfulltrúi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201504054 - Skimanir. Skimun í leik- og grunnskólum Vestmannaeyja. Athuganir. Rannsóknir.
Helga Sigrún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi, kynnti niðurstöður úr Talnalykli-stærðfræðskimun sem lögð er fyrir nemendur í 3. og 6. bekk ár hvert.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Niðurstöður úr Talnalykli 2021-2022.pdf
2. 202005069 - Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann
Helga Sigrún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi og aðstoðarmaður rannsókna við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, kynnti nýjustu niðurstöður úr lestrarprófi sem lagt var fyrir nemendur í 1. bekk í tengslum við verkefnið Kveikjum neistann.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir mikilli ánægju með nýjustu niðurstöður eftir fyrsta árið í verkefninu Kveikjum neistann.
Kveikjum neistann_niðurstöður úr lestrarprófi.pdf
3. 201807065 - Kynning á hlutverki og verkefnum fræðsluráðs
Framkvæmdarstjóri sviðs fór yfir helstu hlutverk og verkefni fræðsluráðs.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Hlutverk fræðsluráðs og áheyrnafulltrúa júlí 2022 (002).pdf
4. 201801096 - Leikskólagjöld-Endurskoðun á leikskólagjöldum á 5 ára deild
Umræður um breytingu á gjaldtöku á fimm ára deild frá og með hausti 2022. Hugmyndir ræddar um fjölda gjaldfrjálsra tíma, gjaldfrjálst fæði, útfærslur og kostnað.

Niðurstaða
Fræðsluráð felur fræðslufulltrúa í samráði við framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að undirbúa minnisblað sem byggist á umræðum fundarins. Minnisblaðið verði með útfærslum á breyttri gjaldtöku sem verður kynnt á næsta fundi ráðsins.
5. 201604034 - Heimgreiðslur
Umræður um að taka upp heimgreiðslur á ný fyrir foreldra/forráðamenn barna á aldrinum 12-16 mánaða. Heimgreiðslurnar standi þeim til boða ef leikskólapláss er ekki í boði eða þeir kjósa að seinka inntöku barns á leikskóla þegar barn er á því aldursbili. Rætt var um fyrirkomulag og upphæð greiðslu.

Niðurstaða
Fræðsluráð felur fræðslufulltrúa í samráði við framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að undirbúa minnisblað um útfærslur á heimgreiðslum og regluverki þar í kring og áætla einnig fjölda sem nýtir sér úrræðið. Minnisblaðið verður kynnt á næsta fundi ráðsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:59 

Til baka Prenta