Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
18.11.2021 og hófst hann kl. 12:30
Fundinn sátu: Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Ólafur Þór Snorrason starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202111006 - Búhamar 37. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Sigurður G Þórarinsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Búhamri 37 í samræmi innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 117,9m², bílgeymsla 36,6m²
Teikning: Guðmundur G. Guðnason

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
BÚHAMAR 37- AÐALTEIKNINGAR 28.10.2021.pdf
2. 202111002 - Strandvegur 109. Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Sigurður Einarsson fh. Festi hf. sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum á veitingaskálanum í Fiðarhöfn í samræmi við innsend gögn.
Teikning: Sigurður Einarsson

Niðurstaða
Erindi samþykkt
Veitingaskálinn Friðarhöfn - NÝ INNGANGSHURÐ 28.10.2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50 

Til baka Prenta