Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1585

Haldinn í Einarsstofu safnahúsi,
05.07.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Páll Magnússon forseti,
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir 1. varaforseti,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Njáll Ragnarsson aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir aðalmaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður,
Angantýr Einarsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201810114 - Umræða um heilbrigðismál
Mönnun grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir stöðu mönnunar í grunnheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Fram kom að staðan sé alvarleg á landsbyggðinni, þar sem illa hefur gengið að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks á heilsugæslum. Sama staða hefur verið og blasir við á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri sagði mikilvægt að halda uppi nauðsynlegri grunnheilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum, líkt og annars staðar, og til þess þarf að manna stöðu lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks allan sólarhringinn.

Hlutverk samráðshóps um sjúkraflug

Bæjarstjóri fór yfir hlutverk samráðshóps um sjúkraflug, með aukinn aðkomu þyrlna að sjúkraflugi, sem heilbrigðisráðherra skipaði nýverið. Samráðshópurinn hefur m.a. það verkefni að; a) samræma verklag í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma og tryggja rétt viðbragð; b) bæta og samræma skráningu allra viðbragðsaðila; móta framtíðarfyrirkomulag samráðs aðila; c) sérstaklega verði skoðað hvort stytta megi biðtíma eftir sjúkraflugi þar sem hann er hvað lengstur og eru Vestmannaeyjar þar ofarlega á blaði; d) greina helstu veikleika varðandi öryggi sjúklinga á landsbyggðinni og hvernig takast má á við þessa veikleika með breyttu skipulagi sjúkraflugs; e) skoða hvort flugvél Landshelgisgæslunnar (LHG) geti nýst við eflingu sjúkraflugs og; f) meta forsendur og kröfu til sjúkraflugs og skoða faglegan ávinning af aukinni aðkomu LHG að sjúkraflugi borið saman við tillögu um tilraunaverkefni um sjálfstæða sjúkraþyrlu og útboð þar um. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn skili heilbrigðisráðherra minnisblaði um framvindu og niðurstöðu hópsins í lok árs 2022.

Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Páll Magnússon og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Sameiginleg bókun bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja áréttar að jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Heilsugæslan á landsbyggðinni er undirmönnuð og aðgengi íbúa að grunnheilbrigðisþjónustu er skert. Það þarf að búa þannig um hnútana að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni geti mannað stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þær geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað. Þá liggur fyrir að flestar flóknar aðgerðir eru í dag einungis framkvæmanlegar á Landspítalanum. Það þarf að auka öryggi sjúklinga á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu og ákveða þarf staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni til framtíðar. Þannig tryggjum við að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með fullnægjandi hætti.

Páll Magnússon (sign.)
Eyþór Harðarson (sign.)
Njáll Ragnarsson (sign.)
Jóna Sigríðður Guðmundsdóttir (sign.)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign.)
Íris Róbertsdóttir (sign.)
Gísli Stefánsson (sign.)
Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)
2. 201006074 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar.
Á 1584. fundi bæjarstjórnar var kosið í ráð, nefndir og stjórnir á vegum Vestmannaeyjabæjar. Tveir aðalmenn og tveir til vara voru skipaðir í Öldungaráð. Í lögum um félagsþjónustu er hins vegar kveðið á um að sveitarfélög skipi þrjá aðalfulltrúa og þrjá til vara. Til viðbótar koma síðan í Öldungaráð þrír fulltrúar sem tilnefndir eru af Félagi eldri borgara og einn tilnefndur af HSU Heilsugæslu í Vestmannaeyjum.

Fyrir bæjarstjórn nú liggur tillaga um eftirfarandi skipan öldungaráðs:

Aðalmenn
Thelma Rós Tómasdóttir
Helga Jóhanna Harðardóttir
Gísli Stefánsson

Varamenn
Jón Pétursson
Silja Rós Guðjónsdóttir
Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Niðurstaða
Við umræðu um málið tók til máls: Páll Magnússon.

Tillagan er samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Fundargerðir til staðfestingar
3. 202205007F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 366
Liðir 1-11 liggja fyrir til upplýsinga.
4. 202205012F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3174
Liðir 1-6 liggja fyrir til upplýsinga.
5. 202206001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 276
Liðir 1-2 liggja fyrir til upplýsinga.
6. 202206003F - Fræðsluráð Vestmannaeyja - 360
Liðir 1-5 liggja fyrir til upplýsinga.
7. 202206005F - Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 279
Liðir 1-4 liggja fyrir til upplýsinga.
8. 202206006F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 367
Liðir 1-6 liggja fyrir til upplýsinga.
9. 202206004F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3175
Liður 3, Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, liggur fyrir til staðfestingar.

Liðir 1-2 og 4-10 liggja fyrir til upplýsinga.

Niðurstaða
Liður 3 var staðfestur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Forseti bæjarstjórnar greindi frá því að þetta væri síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarhlé. Næsti fundur verður haldinn 15. september nk. Samkvæmt 10. mgr. 28.gr samþykktar um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar nr. 991/2020, fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:21 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove