Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 424

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
07.07.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Bryndís Gísladóttir 1. varamaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Kristín Bernharðsdóttir 2. varamaður,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202507023 - Breyting á Aðalskipulagi vegna nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja
Hafinn er undirbúningur vegna nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja sem fyrirhugað er að verði lögð sumarið 2026. Lagt er til að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna verkefnisins.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
2. 202502135 - Strandvegur 44 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Tekið fyrir að lokinni auglýsingu, tillaga að breyttu deiliskipulagi Hafnarsvæðis H-1 og Miðbæjarsvæðis M-1 norðan Strandvegar við Strandveg 44.

Athugasemdir bárust frá Steina og Olla byggingarverktökum ehf.

Niðurstaða
Lögð er fram greinargerð með viðbrögðum vegna athugasemdabréfs þar sem fram koma viðbrögð ráðsins vegna athugasemda.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna með lóðarhafa að uppfærslu á deiliskipulagsgögnum.
Strandvegur 44 breyting á deiliskipulagi á skipulagssvæði H-1 og M-1 - athugasemdir frá Steina og Olla byggingaverktökum ehf lóðarhafa Tangagötu 10.pdf
Fylgiskjal nr. 1- Minnisblað um skuggavarp á fjölbýlishús að Tangagötu 10 frá fyrirhugaðri byggingu á lóð Strandvegar 44_.pdf
Strandvegur 44 - Skuggavarp 1. ágúst.pdf
A1718-003-U01 Áætlað skuggavarp minnisblað Alta.pdf
Greinargerð vegna umsagnar við tillögu að breyttu deiliskipulagi við Strandveg 44 d.pdf
3. 202502024 - Alþýðuhúsið Skólavegur 21b - fyrirspurn um byggingu íbúðarhúsnæðis
Fyrirspurn hefur borist frá Þresti Bjarnhéðni Johnsen varðandi uppbyggingu á lóð við Skólaveg 21B þar sem Alþýðuhúsið stendur og við Skólaveg 21C. Óskað er eftir byggingu á 3-4 hæða fjölbýlishúsi með 6-8 íbúðum, ásamt bílakjallara sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Óskað er eftir ásýndarmyndum þar sem húsið er sýnt með víðara sjónarhorni í samhengi við svæðið í heild frá öllum hliðum og að miðað verði við 3 hæða hús.

Einnig er óskað eftir uppdrætti þar sem sýnt er fyrirkomulag bílakjallara.
Alþýðuhúsið - 3.hæðir - Ásýndarmyndir.pdf
Alþýðuhúsið - 3.hæðir - Skuggavarp.pdf
Alþýðuhúsið - Tillaga af breytingu - Eldri - 4.hæðir.pdf
Alþýðuhúsið uppdráttur. breyting.vinnuskjal.pdf
Alit MI dags 20 mars 2025.pdf
Tölvupóstur frá MI 6. maí 2025.pdf
4. 202507036 - Vesturvegur 25 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Lúðvík Bergvinsson sækir um breytingu á Deiliskipulagi Miðbæjar 2. áfangi við Vesturveg 25 sbr. meðfylgjandi gögn. Breytingarnar fela í sér að byggingarreitur á lóðinni stækkar um 1,2 m til suður og gert er ráð fyrir svölum á 2. og 3. hæð suðurhliðar. Gert er ráð fyrir þrem íbúðum í stað tveggja, einu auka bílastæði og geymslum á lóð.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Skuggavarp Vesturvegur 25.pdf
Vesturvegur 25-Deiliskipulag-20250704.pdf
5. 202011024 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Lögð fram til kynningar fyrir auglýsingu tillaga að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs Vestmannaeyjum 2025-2036 er tilbúin til yfirferðar hjá Umhverfis- og skipulagsráði áður en hún fer í 6 vikna kynningu fyrir almenning.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að Svæðisáæltun um meðhöndlun úrgangs fyrir Vestmannaeyjabæ.
6. 202504065 - Búhamar 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á 423 fundi sínum erindi um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Búhamar 1 sem lá fyrir að lokinni grenndarkynningu.
Undirskriftarlisti hefur borist ráðinu frá nágrönnum þar sem ákvörðun ráðsins er mótmælt. Bréfritarar telja að viðbyggingin muni takmarka sjónlínur við gatnamótin og þannig draga úr umferðaröryggi.

Niðurstaða
Samkvæmt mati sem lá fyrir á fundi ráðsins við ákvörðun eru stöðvunarvegalengdir við gatnamótin í samræmi við leiðbeiningar frá Vegagerðinni. Gætt hefur verið að sjónlínum við gatnamótin með því að setja ákvæði í byggingarleyfi varðandi að háir garðveggir skuli ekki leyfðir og að geymsla lausamuna við austurhlið viðbyggingarinnar sé óheimil.
Undirskriftarlisti frá nágrönnum.pdf
7. 202506052 - Brimhólabraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Sigurður Björn Oddgeirsson sækir um byggingaleyfi fyrir 31 fermetra bílskúr og ásamt 26,5 fermetra stúdíóíbúð við Brimhólabraut 2 skv. meðfylgjandi teikningum. Erindinu er vísað af 66. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
2025-brimholabr.2_aðaluppdr_A3.pdf
8. 202507008 - Goðahraun 32 - Umsókn um stækkun á lóð
Guðný Halldórsdóttir og Gústaf Adolf Gústafsson sækja um stækkun á lóð við Goðahraun 32 um 2 m til suðurs þar sem fyrirhugað er að reisa bílskúr á lóðinni.

Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.
ósk um lóðastækkun.pdf
9. 202507035 - Hrauntún 10 - umsókn um stækkun bílageymslu
Guðrún Kristmannsdóttir og Halldór Hallgrímsson sækja um stækkun á innkeyrslu við Hrauntún 10 sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að lóðarhafi breikki núverandi innkeyrslu í allt að 7,5 m. Starfsmönnum sviðs falið að ræða við lóðarhafa um framkvæmd.
Breytingar á gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal vera í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið. Allur kostnaður í tengslum við innkeyrslur og bílastæði er á kostnað lóðarhafa.
Hrauntún 10 - Umsókn um stækkun á innkeyrslu.pdf
10. 202507019 - Foldahraun 32 - Umsókn um stækkun á innkeyrslu
Sigmar Einar Garðarsson sækir um stækkun á innkeyrslu við Foldahraun 32 og taka vegg 3 m að ljósastaur og steypa þar sem gras er á lóðinni.

Niðurstaða
Ráðið veitir heimild fyrir 7,5 m innkeyrslu að garðvegg. Starfsmönnum sviðs falið að ræða við lóðarhafa um framkvæmd.
Breytingar á gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal vera í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið. Allur kostnaður í tengslum við innkeyrslur og bílastæði er á kostnað lóðarhafa.
Umsókn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf
Foldahraun 32 - stækkun á bílageymslu.pdf
11. 202507006 - Brekastígur 35 - Fyrirspurn um skúr
Guðlaugur Friðþórsson sækir um að byggja 8,2 m2 tómstundarhús á lóð sinni. Óskað er eftir að fá að byggja í lómaörkum, samþykki eiganda við Brekastíg 37 liggur fyrir.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Fyrirspurn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf
BREKAST 35 smíðaskúr staðsetn..pdf
BREKAST 35 smíðaskúr.pdf
Samkomulag 35-37.pdf
12. 202306040 - Umhverfisátak - Gámar án stöðuleyfis og númerslausir bílar
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar efnir til hreinsunarátaks með gáma og númerslausa bíla. Á næstu vikum verða merktir númerslausir bílar og gefinn frestur áður en bílarnir verða fjarlægðir. Einnig verða send út bréf vegna gáma sem ekki hafa gilt stöðuleyfi.

Niðurstaða
Ráðið felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, að framfylgja ferli varðandi brottnám númerislausra bíla og stöðuleyfis lausra gáma.
13. 202506073 - Lundaveiði 2025
Fyrir liggja umsagnir Náttúrustofu Suðurlands og Bjargveiðifélags Vestmannaeyja vegna lundaveiði 2025.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum. Veiði verður heimil dagana 25. júlí - 15. ágúst 2025. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí - 15. ágúst. Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nýttir til þess að viðhalda þeirri menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt. Lundaveiðimenn hafa sýnt ábyrgð í veiðum s.l. ár og veiðifélögin eru áfram hvött til að standa vörð um sitt nytjasvæði og upplýsi sína félagsmenn um að ganga fram af hófsemi við veiðarnar.
Náttúrufræðistofnun Suðurlands - Umsögn vegna lundaveiði 2025.pdf
Stofnmat á Íslenska lundastofninum - Samantekt helstu niðurstaða.pdf
Bjargveiðifélag Vestmannaeyja - Umsögn um lundaveiði sumarið 2025.pdf
Fundargerðir
14. 202507001F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 14
Lagt fram.

Niðurstaða
Lagt fram.
14.1. 202507009 - Goðahraun 5 - Umsókn um lóð
Sigurður Þór Þórðarson og Guðdís Jónatansdóttir sækja um lóð við Goðahraun 5.
Erindi samþykkt. Umsækjandi skal skila inn teikningum fyrir 3. janúar 2025.
15. 202506016F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 66

Niðurstaða
Lagt fram.
15.1. 202108028 - Flatir 16. Umsókn um byggingarleyfi.
Helgi Bragason leggur inn nýja aðaluppdrætti fyrir Flatir 16, breytingarnar felast í því að búið er að bæta við millilofti.

STÆRÐIR fyrir Flatir 16, Vestmannaeyjum:
Mhl.01,
Flatarmál húss er 337,7 m²
Birt flatarmál húss er 337,7 m²
Rúmmál húss er 2.129,8 m³.

Teikningar: Samúel Smári Hreggviðsson
Erindi samþykkt.
15.2. 202506111 - Viðlagafjara matshl. 08 og 09 - Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Bragi Magnússon fh. Laxey hf. sækir um byggingarleyfi fyrir laxeldiskerjum og þjónustuhúsi, matshluti 08 og 09, í samræmi við framlögð gögn.

Stærðir matshluti 08:
Botn 762,7 m³
1. hæð 3.813,4 m² og 43.241,8 m³
2. hæð 1.027.2 m² og 5.109,6 m³
Samtals 4.840.6 m² og 49.114,1 m³

Stærðir matshluti 09:
Botn 762,7 m³
1. hæð 3.813,4 m² og 43.241,8 m³
2. hæð 1.027.2 m² og 5.109,6 m³
Samtals 4.840.6 m² og 49.114,1 m³

Teikning: Bragi Magnússon
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
15.3. 202506114 - Viðlagafjara - matshl. 10 - Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Bragi Magnússon fh. Laxey hf. sækir um byggingarleyfi fyrir kerjahúsi, matshluti 10, í samræmi við framlögð gögn.

Stærðir:
Botn: 627,3 m³
1. hæð 3.136,3 m² og 32.355,6 m³
Samtals 3.136,3 m² og 32.982,9 m³

Teikning: Bragi Magnússon
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
15.4. 202505052 - Illugagata 69 - Umsókn um byggingarleyfi - bílskúr
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu umhverfis- og skipulagsráðs. Heiðrún Lára Jóhannsdóttir Illugagötu 69 leggur inn nýja aðaluppdrætti af bílgeymslu og breytingu á núverandi bílgeymslu í herbergi og geymslu í samræmi við framlögð gögn. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum innan lóðar.
Stærðir:
Bílgeymsla 56,5m².
Teikning: Sigurður Smári Benónýsson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
15.5. 202504065 - Búhamar 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu umhverfis- og skipulagsráðs. Skuggabyggð ehf sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi, Búhamar 1, í samræmi við innsend gögn.

Stærðir: Viðbygging 47,3 m²
Teikning: Ellert Hreinsson
Sam­þykkt. Gæta þarf vel að umferðaröryggi á horni við Búhamar 1, ekki er heimilt að hækka garðveggi og ekki heimilt að leggja ökutækjum á lóð framan við viðbyggingu vegna nálægðar við gatnamót.

Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
15.6. 202506052 - Brimhólabraut 2 - byggingarleyfi
Sigurður Björn Oddgeirsson eigandi að Brimhólabraut 2 sækir byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og studíóíbúð.
Stærðir:
Bílgeymsla: 31m2
Stúdíóíbúð: 26,5m2
Teikning: Sigurður Smári Benónýsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun í gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:41 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove