Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 410

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
28.10.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202108014 - Skipulag Baðlón við Skansinn
Lögð er fram tillaga á vinnslustigi vegna breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna baðlóns og hótels við höfða austan við Skansinn. Einnig er lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem felur í sér skipulag fyrir Skansinn, og hótel og baðlón á Skanshöfða auk umhverfismatsskýrslu áætlana.

Skipulagslýsing fyrir verkefnið var auglýst haustið 2021. Alls bárust 8 umsagnir. Gerð tillögu á vinnuslustigi hefur falið í sér tæknilegar útfærslur auk þess sem hugmyndir hafa þróast og tekið breytingum við nánari gerð skipulagsáætlana og hefur gerð tillögunnar því tekið nokkurn tíma.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að kynna á vinnslustigi skipulagáætlanir fyrir Skans og Skanshöfða vegna þróunar hótels og baðlóns.

Máli vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
A1539-020-U03 Aðalskipulagsbreyting fyrir Skanshöfðann til kynningar á vinnslustigi .pdf
A1651-005-U06 Deiliskipulag Skansins og Skanshöfða - Uppdráttur til kynningar á vinnslustigi.pdf
A1651-027-U03 Deiliskipulag Skansins og Skanshöfða - Greinargerð til kynningar á vinnslustigi .pdf
A1651-018-U05 Umhverfismatsskýrsla Skansinn, hótel og baðlón - Tillaga til kynningar á vinnslustigi.pdf
Veðurstofa Íslands - Umsögn Baðlón skipulagslýsing.pdf
Náttúrufræðistofnun Íslands.pdf
Skipulagsstofnun - Umsögn Baðlón skipulagslýsing.pdf
Umhverfisstofnun - Umsögn Baðlón skipulagslýsing.pdf
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands - Umsögn Baðlón skipulagslýsing.pdf
HS veitur Umsögn við deiliskipulagslýsingu Baðlón og hótel við Skannsinn.pdf
Minjastofnun Íslands -Umsögn Baðlón skipulagslýsing.pdf
Hafró - Umsögn Baðlón skipulagslýsing.pdf
A1539-002-U01 Baðlón-skipulagslýsing (1).pdf
2. 202210106 - Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka - skipulagsbreytingar
Skipulagsáætlanir vegna listaverks, hannað af Ólafi Elíassyni, vegna 50 ára frá lok Heimaeyjagossins voru auglýst á tímabilinu 14. mars til 24. apríl 2023. Skipulagsáætlanirnar voru þó ekki teknar fyrir til samþykktar þar sem eftir átti að ganga frá formlegum samningum um verkið.
Þann 7. maí sl. staðfesti bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykktir bæjarráðs um fyrirliggjandi samning við stúdío Ólafs Elíassonar og viljayfirlýsingu við Menningar og viðskiptaráðuneytið um byggingu listaverksins.

Lögð er fram tillaga á vinnslustigi að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 ásamt umhverfismati áætlunar, greinargerð og uppdrætti vegna nýrrar deiliskipulagstillögu og umhverfismat áætlana. Heildarstefna skipulagsáætlananna er sú sama en gögnin hafa þó tekið einhverjum breytingum vegna breytinga á hönnun listaverksins á útsýnisstað og vegna nýrrar landsskipulagsstefnu.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Eldfell og
nærliggjandi svæði vegna uppbyggingar listaverks um eldgos á Heimaey.

Máli vísað til bæjarstjórnar.
A1618-003-U06 Listaverk Ólafs Elíassonar aðalskipulagsbreyting - tillaga á vinnslustigi október 2024 c.pdf
A1618-014-U01 Deiliskipulag Eldfells - tillaga á vinnslustigi október 2024 b.pdf
A1618-008-D05 Deiliskipulagsuppdráttur tillaga á vinnsustigi.pdf
3. 202310044 - Malarvöllur og Langalág íbúðarbyggð og leikskóli skipulagsáætlanir (ÍB-5)
Skipulagsfulltrúi leggur fyrir til umræðu skipulagsáætlanir við Malarvöll varðandi ákvæði skipulagsskilmála er varða hönnun og ásýnd.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð skilmála skipulagsáætlana sem stuðla að aðlaðandi ásýnd byggðarinnar skv. hönnunartillögu.
4. 202410075 - Áshamar 75-77 fyrirkomulag lóðar og vegslóði
Skipulagsfulltrúi leggur fram minnisblað og drög skipulagsbreytinga í Áshamri 1-75. Deiliskipulag nr. 413 frá 2019.
Vegna uppbyggingar á reit við Áshamar 77 lokast vegslóði sem í dag liggur að Hamarskóla og að inngangi við Áshamar 75. Í minnisblaði kemur fram mikilvægi þess að áfram verði mögleg aðkoma ökutækja að byggingunum á framkvæmdatíma og til lengri tíma litið. Einnig kemur fram umfjöllun varðandi óskir um breytingar á byggingarreit, bílakjallara og fjölgun íbúða umfram ákvæði gildandi deiliskipulags.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa og starfsmönnum skipulagssviðs að taka saman greinargerð vegna framangreindrar endurskoðunar á deiliskipulagi og breytingar á aðkomu. Ráðið leggur áherslu á að kynna þá kosti sem völ er á og nauðsyn þeirra breytinga sem þörf þykir á s.s. vegna breyttrar aðkomu. Leitað verði eftir umsögn þar til bærra aðila vegna breytinganna. Greinargerðin verði síðan kynnt fyrir ráðinu þegar að hún liggur fyrir.
5. 202410076 - Búhamar 14-20 - Umsókn um framlengingu byggingarrétts
Kristján Gunnar Ríkharðsson fyrir hönd 13. brautar ehf. sækir um framlengingu byggingarfrests fyrir lóðir við Búhamar 14, 16, 18 og 20.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að veita lóðarhafa lokafrest til að hefja framkvæmdir til 31. janúar 2025 að öðrum kosti falla lóðirnar aftur til Vestmannaeyjabæjar.
Tölvupóstur umókn um framlengingu byggingarleyfis.pdf
6. 202410012 - Vestmannabraut 30. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurjón Pálson fyrir hönd lóðarhafa við Vestmannabraut 30 sækir um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og notkun verslunarrýmis á jarðhæð hússins, í samræmi við innsendar teikningar er sótt um leyfi fyrir kaffihúsi og afnotum af gangstétt fyrir útiveitingar.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytta notkun jarðhæðar en frestar afgreiðslu erindis er varðar útiveitingar og felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka saman minnisblað um stöðu útiveitinga á miðsvæði.
Fyrirspurn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf
Uppdráttur kaffihús og útiaðstaða Vestmannabraut 30.pdf
7. 202410078 - Skipulagsdagurinn 2024 og fundur með Skipulagsstofnun
Skipulagsdagurinn 2024 var haldinn þann 17. október 2024 og daginn eftir fundaði Skipulagsstofnun með Skipulagsfulltrúum til að ræða þróunarverkefni er varða áframhaldandi þjónustu málaferla í Skipulagsgátt og innleiðingu stafræns deiliskipulag.

Skipulagsfulltrúi fer yfir helstu efniságrip fundanna.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Skipulagsdagurinn 2024 og Skipulagsfulltrúar hitta Skipulagsfulltrúa.pdf
Fundargerð
8. 202410005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 53

Niðurstaða
Lagt fram.
8.1. 202307080 - Viðlagafjara 1. Umsókn um byggingarleyfi - fiskeldishús m.hl.05
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Bragi Magnússon fh. Laxey ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi og eldistönkum, matshluti 05, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 3982,3m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
8.2. 202408053 - Goðahraun 34. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs. Sigríður Lára Garðarsdóttir og Ísak Rafnsson sækja um leyfi til að byggja einbýlishús úr CLT timbureiningum, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 192 m², 708 m³.
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove