Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 403

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
03.06.2024 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202401070 - Stækkun á hafnarsvæði, Brimneskantur og viðlegukantur undir Kleifum - Breyting á aðalskipulagi
Lagt fram að lokinni auglýsingu skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna nýrra landnotkunareita fyrir hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar.

Alls bárust 39 umsagnir vegna málsins; 7 frá opinberum umsagnaraðilum, 10 frá fyrirtækjum og félögum og 22 frá íbúum. Landsnet bendir á að verði að byggingu stórskipakants við Brimnes þurfi að huga að rekstri rafstrengja sem þar eru og munu koma. Færsla á háspennustrengjum sé dýr og flókin aðgerð og staðsetning stórskipahafnar svo nálægt landtöku strengjanna geti ógnað rekstraröryggi.
Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun benda á að um sé að ræða óafturkræf neikvæð áhrif á nútímahraun sem nýtur verndar og rask á svæði sem tilheyrir náttúruminjaskrá.
Meðal viðfangsefna umsagna íbúa var ánægja með og ítrekun á mikilvægi framkvæmda við höfnina og ábendingar um útfærslu. Einnig komu fram áhyggjur af röskun við Löngu og áhrif á ásýnd innsiglingar og upplifun ferðamanna við komu til Vestmannaeyja vegna iðnaðarsvæðis við Brimneskant.
Á 303 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs er óskað eftir að við áframhaldandi gerð skipulagsáætlana sé aðalskipulagi við Löngu haldið óbreyttu fyrir utan styttingu Hörgaeyrargarðs.

Niðurstaða
Ráðið þakkar bréfriturum og íbúum sem hafa látið sig málið varða. Ráðið tekur undir tillögu frá 303 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs um að halda núverandi aðalskipulagi við Löngu óbreyttu að undanskilinni styttingu Hörgaeyrargarðs.
Lagt er til að unnin verði tillaga á vinnslustigi að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 sem geri ráð fyrir stækkun Hafnarsvæðis H-2 til austurs.
Ráðið felur starfsfólki sviðsins framgang málsins.
A1627-012-U04 Skipulagslýsing - f. ASK br. v. breyt. í Vestmannaeyjahöfn.pdf
Umsögn Siglingarstofnun.pdf
Umsögn_NÍ_Brimneskantur.pdf
Veðurstofa Íslands Umsögn - Vestmannaeyjarhöfn.pdf
Vestmannaeyjahöfn stækkun og breytingar - Skipulagsstofnun.pdf
Landsnet - Bréfút_umsögn-AskbrVestmannaeyjarbær.pdf
Samgöngustofa - Halldór Zoega.pdf
Umsögn UST - Nýjir hafnarreitir.pdf
Stefan V. Gudmundsson.pdf
Sigríður Ágústa Guðnadóttir og Ágúst Emil.pdf
Sigurjón Ingi - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Sigurjón Ingi Ingólfsson - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Sandra Rós Þrastardóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Sigmar Þröstur - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Margrét Lilja Magnúsdóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Muggur Pálsson - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Ólafur Guðnason - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Klara Tryggvadóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Lilja Kristín Árnadóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Jón Ari sigurjónsson - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Jón Helgi Gíslason - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Katrín Gísladóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Haraldur Pálsson - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Helga Aberg - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Jóhann Guðmundsson - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Guðný Halldórsdóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Hafdís Ástþórsdóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Hafþór Halldórsson - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Gísli Matthías - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Guðný Bogadóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Bjartey Hermannsdóttir - Umsögn skipulagslýsing.pdf
Smirilline VES Aðalskipulag - Bref til Hafnarstjórnar.pdf
Óskar Smirilline tölvupóstur.pdf
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja - Stækkun og breytingar á Vestmannaeyjahöfn 25_02_2024.pdf
Þóra Gísladóttir tölvupóstur fyrir Sealife.pdf
Samskip Umsögn vegna skipulagslýsingar vegna nýrra hafnarreita.pdf
SEA LIFE TRUST Beluga Whale Sanctuary Objection letter.pdf
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja.pdf
Laxey Vegna fyrirhugaðra aðalskipulagsbreytinga á hafnarsvæðinu1.pdf
Olíudreifing Umsögn vegna skipulagslýsingar nýrra hafnarreita.pdf
Eimskip.pdf
2. 202405170 - Umsókn um gerð deiliskipulags á Landbúnaðarsvæði L-4 við Ofanleiti
Fyrirliggur umsókn frá Halldóri Hjörleifssyni og Ernu Þórsdóttir vegna gerð deiliskipulags og stækkun á lóð í Ofanleiti. Hugmyndir lóðarhafa gera m.a. ráð fyrir þrem einbýlishúsalóðum, lóð fyrir sumarhús og uppbyggingu gistiaðstöðu á svæðinu með stærri gistihúsum og tjaldsvæði.

Niðurstaða
Deiliskipulag Landbúnaðarsvæðis L-4 og Athafnasvæðis AT-4 verður unnið samhliða. Umsókn lóðarhafa er vísað inn í þá vinnu.
Ofanleiti erindi um gerð deiliskipulags L-3 og stækkun lóðar.pdf
Teikning af mögulegu skipulagi svæðis.pdf
Ákvæði aðalskipulags og svæðið.pdf
3. 202405171 - Umsókn um stækkun lóðar - Kirkjuvegur 21
Hlynur Már Jónsson fyrir hönd Þrídranga ehf. sækir um stækkun á lóð við Kirkjuveg 21 til austurs þar sem er bílastæði, sbr. meðfylgjandi bréfi.

Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.
Umsókn um lóðarleigusamning Kirkjuvegur 21.pdf
4. 202401124 - Dverghamar 27-29. Umsókn um byggingarleyfi
Borist hefur umsókn frá lóðarhafa Dverghamri 27-29. Gísli Ingi Gunnarsson fh. Fundur Fasteignafélag ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 49. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Uppdrættir Dverghamar 27-29.pdf
Uppdrættir Dverghamar 27-29 2.pdf
5. 202405036 - Brimhólar. Umsókn um byggingarleyfi
Borist hefur umsókn frá eigendum Brimhóla. Heimir Hauksson sækir um leyfi fyrir að byggja 58,3m² viðbyggingu við íbúðarhús, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 49. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðaluppdættir Brimhólar viðbygging.pdf
6. 202405107 - Efnisnám í sjó við Landeyjahöfn - Umhverfismat umsögn
Erindi lagt fram til kynningar. Vestmannaeyjabær hefur lagt fram umsögn við umhverfismatsskýrslu vegna efnisnáms við Landeyjarhöfn. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir vegna óvissu og áhættu sem áhrif framkvæmdanna gætu haft á hryggningarstöða fiskstofna, innviði til Vestmannaeyja og Landeyarhöfn.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Umhverfismatsskýrsla - Efnisvinnsla_Lokaeintak.pdf
Efnisvinnsla á sjó við Landeyjahöfn_Umsögn_Vestmannaeyjabær.pdf
7. 202405169 - Styrkur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir uppbygginu gönguleiða á Heimakletti
Haustið 2023 sótti Vestmannaeyjabær um styrki fyrir uppbyggingu gönguleiða til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fyrirliggur ákvörðun sjóðsins um styrk vegna uppbyggingu og lagfæringar gönguleiðar á Heimaklett um 11.180.000 kr.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur starfsólki sviðsins framgang málsins.
Ákvörðun um styrk Heimaklettur 2. maí 2024.pdf
Lagfæring leiðar á Heimaklett.pdf
8. 202405168 - Lundaveiði 2024
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2024.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að kalla eftir áliti Bjargveiðifélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiði 2024.
Fundargerð
9. 202405007F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 49

Niðurstaða
Lagt fram.
9.1. 202401124 - Dverghamar 27-29. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Dverghamri 27-29. Gísli Ingi Gunnarsson fh. Fundur Fasteignafélag ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: íbúð 0101 - 279m², íbúð 0102 - 279m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
9.2. 202405036 - Brimhólar. Umsókn um byggingarleyfi
Heimir Hauksson sækir um leyfi fyrir að byggja 58,3m² viðbyggingu við íbúðarhúsið Brimhóla, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Bragi Magnússon
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
9.3. 202404063 - Illugagata 62. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs. Sigmar Gíslason, Illugagötu 62 sækir um leyfi fyrir viðbyggingu, svalir á vesturhlið, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Páll Hjaltdal Zóphóníasson
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 30. maí 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
9.4. 202405122 - Hilmisgata 1. Umsókn um byggingarleyfi - niðurrif
Tekið fyrir erindi eigenda fasteignar 218-3903, Hilmisgötu 1. Guðmundur Már Ástþórsson sækir um leyfi fyrir að rífa viðbyggingu á jaðhæð til austurs. Húseigendur lýsa því yfir að byggja nýja viðbyggingu á sama grunni, skv. skilmálum deiliskipulags.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 30. maí 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove