Bæjarráð Vestmannaeyja - 3200 |
Haldinn í fundarsal Ráðhúss, 11.09.2023 og hófst hann kl. 12:00 |
|
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, |
|
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs |
|
Páll Erland, forstjóri og Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs HS-veitna komu sem gestir á fund bæjarráðs. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 201909059 - HS - veitur |
Breytingar á gjaldskrá HS-veitna
Páll Erland, forstjóri HS-veitna og Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs, komu á fund bæjarráðs, til þess að gera grein fyrir og ræða þær hækkanir sem orðið hafa á gjaldskrá HS-veitna og kynnar voru nýlega.
|
Niðurstaða Bæjarráð kom formlega á framfæri óánægju með þær hækkanir sem nú hafa tekið gildi. Þá ítrekar ráðið að öllum hækkunum sé stillt í hóf. |
|
|
|
2. 202308041 - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 |
Ræddar voru forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og tímalína vinnu við áætlunargerðina. Framundan eru vinnufundir í fagráðum og bæjarstjórn. Jafnframt er gert ráð fyrir að auglýsa og vinna úr umsóknum um "Viltu hafa áhrif?" á haustmánuðum og að framkvæmdastjórar skili áætlunum um rekstur og viðhald til fjármálastjóra. Gert er ráð fyrir að bæjarráð afgreiði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn 24. október nk. Vinna stendur yfir við undirbúning áætlunarinnar.
Í forsendum fjárhagsáætlunar er lagt upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt á milli ára eða 14,68% og að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði í samræmi við áætlun sjóðsins, sem ætti að liggja fyrir í september og endanlega fyrir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
Vestmannaeyjabær hefur verið að skoða áhrif lækkunar á álagningaprósentum á tekjur bæjarsjóðs af fasteignagjöldum. Bæjarráð mun taka afstöðu til álagningarprósentu fasteignagjalda fyrir árið 2024 á næsta fundi. Unnið er að upplýsingaöflun fyrir forsendum álagningarhlutfalls.
Horft er til þess að aðrar tekjur málaflokka, svo sem vegna gjaldskráa bæjarins, hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs, nema ákvörðun verður tekin um annað í vinnu við áætlunina.
Stuðst verður við sérstaka launaáætlun við undirbúning fjárhagsáætlunarinnar, sem tekur mið af mannaflaþörf á stofnunum bæjarins og útreikningi á áhrifum kjarasamninga. Með því eykst nákvæmni við áætlun launa. Gert er ráð fyrir að aðrir rekstrarliðir hækki almennt um 4,5%. Í því felst töluverð hagræðing á kostnaðarhlið fjárhagsáætlunar, þar sem verðlagsþróun hefur verið umtalsvert hærri.
|
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar og að halda áfram undirbúningi skv. þeirri tímalínu sem kynnt var bæjarráði. |
|
|
|
3. 202308137 - Húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar - búningsklefar |
Framkvæmdastjóri umhverfis og framkvæmdasviðs kynnti á vinnufundi tillögu um útlit, hönnun og kostnað við gerð búningsklefa í Íþróttamiðstöðinni. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að tillögunni sem verður í framhaldinu kynnt í fjölskyldu- og tómstundaráði. Endanleg útfærsla og kostnaðaráætlun mun koma inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027. |
|
|
|
4. 202302025 - Umsóknir í leikskóla og staða inntökumála |
Áframhald á umræðu í fræðsluráði sbr. fund 374 og bæjarráði sbr. fund nr. 3198, um eftirspurn eftir leikskólarými. Fræðsluráð telur þörf á fjölgun leikskólarýma til að mæta vaxandi eftirspurn skv. íbúaþróun. Bæjarráð fól framkvæmdastjóra að fullvinna kostnaðaráætlun við húsnæðið og framkvæmdina og leggja fyrir bæjarráð. Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs var tekið fyrir af bæjarráði. Þar er m.a. að finna áætlaðan árlegan rekstrarkostnað af nýrri deild, stofnkostnað vegna kaupa á innanstokksmunum og tækjum og framkvæmdakostnað, ef miðað er við húsnæði í formi gámaeininga og frágang á þeim. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir tillögur að fyrirkomulagi er útlistað er í minnisblaði og felur framkvæmdastjórum fjölskyldu- og fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins. Viðauki vegna fjármögnunar verkefnisins liggur fyrir í næsta dagskrárlið. |
Minnisblað til bæjarráðs vegna nýrra leikskóla.pdf |
|
|
|
5. 202302187 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 |
Lagður var fyrir bæjarráð 3. viðauki við fjárhagsáætlun 2023. Um er að ræða viðauka vegna kaupa á einingum, innbúi og kostnað við uppsetningu kennslustofa á Kirkjugerði. Um er að ræða 45 m.kr. fjárfestingu. Fjárheimildir vegna framkvæmdanna verða með tilfærslu milli liða og rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir viðaukann. |
|
|
|
6. 202001147 - Byggingarnefnd Hamarsskóla |
Bygginganefnd um Hamarsskóla fundaði með skólastjórnendum, Grunnskóla Vestmannaeyja og Tónlistarskólans þann 7. september sl. þar sem skólastjórnendur lýstu ánægju með fyrirhugaða viðbyggingu Hamarsskóla og drög að teikningum sem fyrir liggja. |
Niðurstaða Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að auglýsa eftir tilboðum í útboðsgögn fyrir verkhönnun á Hamarsskóla. |
|
|
|
7. 201707008 - Málefni Herjólfsbæjar í Herjólfsdal |
Tekin var fyrir ósk Eyjatours 1 slf., um að ákvæði um afnot ÍBV af bænum yfir Þjóðhátíð verður fellt brott. ÍBV gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytinguna. |
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir viðauka þessa efnis við samninginn. |
Viðauki við samningum um rekstur Herjólfsbæjar.pdf |
Tölvupóstur frá Eyjatours um beiðni um framlengingu samnings um Herjólfsbæ ofl- lokaeintak.pdf |
|
|
|
8. 202308140 - Goslokanefnd 2024 |
Tekin var fyrir skipan Goslokanefndar fyrir árið 2024.
|
Niðurstaða Bæjarráð vill koma á framfæri þakklæti til fráfarandi goslokanefndar fyrir skipulagningu og umsjón með goslokahátíð Vestmannaeyja árið 2023.
Bæjarráð samþykkir að skipa í Gosloknefnd fyrir árið 2024. Sigurhönnu Friðþórsdóttur, Ernu Georgsdóttur, Magnús Bragason, Birgi Níelsen og Dóru Björk Gunnarsdóttur. Með nefndinni starfar Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. |
|
|
|
9. 202309046 - Auðlindin okkar - skýrsla starfshópa um sjávarútvegsmál |
Bæjarráð ræddi nýútgefnar niðurstöður (skýrslu) starfshópa, sem skipaðir voru af Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í maí 2022. Fjöldi sérfræðinga tóku þátt í vinnunni og þann 29. ágúst sl., voru meginniðurstöður starfshópanna kynntar. Skýrslan inniheldur 30 tillögur, sem upphaf að frekari umræðu og vinnu um málefnið.
Samhliða vinnu starfshópanna voru unnin drög að stefnu um sjávarútveg, sem m.a. byggja á matvælastefnu til ársins 2040. Sú stefna inniheldur framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs til 2040.
Skýrslan hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda, þar sem gefinn verður kostur á að veita umsagnir um málið. Frestur er veittur til 26. september nk. Í framhaldi stendur til að vinna frumvarp til nýrra heildarlaga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar.
|
Niðurstaða Bæjarráð telur mikilvægt að vel takist til og að horft verði til framfara og aukinnar verðmætasköpunar frá sjávarútvegi, þar sem aflamarkskerfið verður nú sem fyrr grundvöllur sjálfbærrar nýtingar auðlindarinnar. Samfélagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að samkeppnishæfni sjávarútvegs sé treyst og löggjöf styðji við framfarir í greininni. Þá telur bæjarráð brýnt að hafrannsóknir verði efldar til muna, enda eru þær forsenda þess að verðmæti verði til úr sjávarauðlindinni. Nærtækt er að líta til ónógra loðnurannsókna, sem reynst hafa Vestmanneyingum og samfélaginu öllu dýrkeyptar. Brýnt er að mati bæjarráðs að gera á þessu bót. |
|
|
|
10. 200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð |
Trúnaðarmál eru færð í sérstaka fundargerð trúnaðarmála. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:10 |
|