Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 201701068 - Barnaverndarþjónusta - almennt
Deildarstjóri velferðarmála fór yfir stöðu barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja fyrir árið 2024. Tilkynningar hafa aldrei verið eins margar og það ár eða 306 tilkynningar sem bárust barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja árið 2024. Flestar tilkynningar voru um vanrækslu gagnvart barni eða um 157, 93 tilkynningar bárust um áhættuhegðun barns og 56 um ofbeldi gagnvart barni. Málum barna með fjölþættan vanda er að aukast og þyngjast, mikilvægt er að ríkið komi til móts við úrræði er varðar þann málaflokk. Verið er að vinna að nýrri framkvæmdaáætlun barnavernarþjónustu, búa til og efla úrræði í heimabyggð, samþætta þjónustu og efla forvarnir og fræðslu enn frekar í samstarfi við aðrar stofnanir er vinna með börnum.