|
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Bryndís Gísladóttir 1. varamaður, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs. |
|
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi |
|
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður vék af fundi í máli nr. 1. |
|
|
Almenn erindi |
1. 202508028 - Umsókn um stækkun iðnaðarsvæðis og lóðar í Viðlagafjöru |
Daði Pálsson fyrir hönd Laxeyjar ehf. óskar eftir heimild til að hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem feli í sér að landnotkunarreit efnistökusvæðis E-1, 5,1 hektari, falli undir landnotkunarreit Iðnaðarsvæðis I-3 og að lóð fyrirtækisins nái yfir efnistökusvæði E-1. Fyrirtækið vinnur nú að umhverfismati vegna aukins umfangs framleiðslugetu úr 11.500 tonnum í 42.000 tonn á ári ásamt áformum að reisa seiðaeldisstöð í Viðlagafjöru. Skipulagsbreytingarnar verði unnar á kostnað Laxeyjar ehf. í samstarfi við Vestmannaeyjabæ.
Erindið var fyrst lagt fyrir ráðið á fundi númer 425 og er nú tekið fyrir á ný eftir kynningu fyrir ráðsmönnum. |
Niðurstaða Ráðið fagnar þeirri uppbyggingu sem þegar hefur orðið hjá Laxey og þeim jákvæðu áhrifum sem Laxey hefur haft á samfélagið okkar. Lýsir ráðið sig jákvætt gagnvart frekari stækkunarmöguleikum á athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru og lýsir sig reiðubúið til að vinna með Laxey að áframhaldandi lóðastækkunum og breytingum í takt við uppbyggingu og vöxt Laxeyjar.
Ráðið er hlynnt því að fela Laxey gerð deiliskipulags tillögu í ríku samstarfi við skipulagsfulltrúa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi samhliða. Ráðið leggur áherslu á að ónýtt svæði verði sameinað óbyggðu svæði ÓB-3. |
2025-Afstöðumynd-Viðlagafjara stækkun á E1.pdf |
ágúst-25-Bref-skipulagsráð.pdf |
|
|
|
2. 202508150 - Efnisvinnslusvæði við Haugasvæði - Umhverfismat og skipulag |
Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasvið leggur fram erindi um að hafin verði vinna við umhverfismat skv. lögum um Umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og skipulagsbreytingar vegna nýs efnisvinnslusvæði á Haugasvæðinu. Síðastliðinn vetur fóru fram jarðvegsrannsóknir á svæðinu sem benda til að þar sé sterkt efni sem m.a. sé hægt að nota í sjóvarnargarða. Gert er ráð fyrir að svæðið verði um 4 ha eða 40.000 m2 að flatarmáli og að fáanlegt efnismagn verði um 1,5 milljónir rúmmetra. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir að hefja gerð umhverfismats vegna efnisvinnslusvæðis á Haugasvæði og gerð skipulagsáætlana fyrir nýjan efnisvinnslureit. |
Afstöðumynd efnisvinnslusvæði við Haugasvæði.pdf |
|
|
|
3. 202407040 - Ofanleiti skipulagsáætlanir athafnasvæði AT-4 |
Lagt fram að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu, tillaga að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna stækkunar landnotkunarreits Athafnasvæðis AT-4 við Ofanleiti. Tillagan hefur verið uppfærð í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar og m.a. hefur kafla verið bætt við greinargerð um forsendur skipulagsbreytingarinnar og sérákvæði verið uppfærð. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir uppfærða tillögu að greinargerð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Ofanleiti. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi. |
A1663-004-U06 Tillaga að breytingu ASK við Ofanleitisveg - eftir athugsun Skipulagsst.pdf |
A1663-004-U05 Tillaga að breytingu ASK við Ofanleitisveg.pdf |
Skipulagsstofnun yfirferð ASK fyrir auglýsingu Ofanleiti, athafnasvæði.pdf |
|
|
|
4. 202508149 - Miðstræti 7 og 11a, Vestmannabraut 20 og 28B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi |
Lögð er fram tillaga að breyttu Deiliskipulagi Miðbæjar. Breytingin nær til lóða við Miðstræti 7 og 11a og Vestmannabraut 20 og 28B, þar sem lóðarhafar hafa óskað eftir smávægilegur breytingum til að auka sveigjanleika, gefa færi á auknu byggingarmagni og rýmka um fyrir ákveðnum hönnunaratriðum í byggingum. Tillagan er lögð fram í samræmi við fyrirspurn Þórðar Svanssonar fyrir hönd Trélist ehf.
|
Niðurstaða Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. |
A1211-026-U01 Deiliskipulag Miðbæjar, tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Miðstræti 7 og 11a og Vestmannabraut 20 og 28a.pdf |
A1211-026-U01 Deiliskipulagsbreyting - miðbæjarsvæði-Breyting A2.pdf |
|
|
|
5. 202507036 - Vesturvegur 25 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi |
Erindi tekið fyrir að lokinni grenndarkynninu, tillaga að breyttu deiliskipulagi Miðbæjar Vestmannaeyja við Vesturveg 25. Helstu breytingar sem tillagan ferlur í sér eru að byggingarreitur stækkar um 1,2 m til suðurs og á suðurhlið koma svalir. Auk þess stækkar byggingarreitur þriðju hæðar stækkar til vesturs og gert er ráð fyrir geymslum í garði. Gert er ráð fyrir þremur íbúðum í stað tveggja og þremur bílastæðum á lóð.
Ein athugasemd barst vegna málsins. |
Niðurstaða Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa um minnkun umfangs þriðju hæðar og breytingu á svölum til suðurs. Ráðið leggur til að brunahönnuður verði fengin til að taka út staðsetningu glugga og byggingarefni á suðurhlið Vesturvegs 25 vegna nálægðar húsa og glugga á húshlið. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdabréfi. Bílastæði sem notað hefur verið við Vesturveg 25B er að hluta til á lóð við Vesturveg 25 og mun því ekki vera hægt að taka tillit til athugasemda. Aðgengi að íbúð í kjallara verður þó óhindrað. |
Vesturvegur 25 - Athugasemd Vestmannabraut 25B.pdf |
Vesturvegur 25 - Breyting á deiliskipulagi 20250828.pdf |
Vesturvegur 25-Deiliskipulag-20250704.pdf |
Vesturvegur 25 - Gildandi skipulag 2018.pdf |
|
|
|
6. 202508095 - Goðahraun 13 - Umsókn um stækkun lóðar |
Ívar Unnsteinsson sækir um stækkun á lóð við Goðahraun 13 um 2 metra til suðurs. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir erindið. |
Umsókn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf |
|
|
|
7. 202508151 - Vestmannabraut 51B1 - Umsókn um lóðarstækkun |
Lúðvík Ragnarsson fyrir hönd Valdimars Guðnasonar óskar eftir stækkun lóðar við Vestmannabraut 51B1 þar sem áður stóð geymsla. Tillaga að breyttu deiliskipulagi er í vinnslu fyrir reitinn sem gerir ráð fyrir litlu íbúðarhúsnæði og umsóknin gerir ráð fyrir lóðarstækkun um 1,2 m í kringum reitinn auk horns fyrir sorpgeymslu sbr. innsend gögn. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir að gert verði ráð fyrir 1,2 m lóðarstækkun í deiliskipulagsbreytingu sem unnið er að fyrir reitinn, en gerir þann fyrirvara á lóðarstækkun að deiliskipulagið fái framgang og verði samþykkt. |
Umsókn um lóðarstækkun.pdf |
Fyrirspurn lóð Vestmannabraut 51b.pdf |
|
|
|
8. 202508158 - Umsókn um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gin tunnur við Eldfell |
Arnar Jón Agnarsson fyrir hönd Mosigin.ehf sækir um framlenginu á stöðuleyfi fyrir uppsetningu á gin tunnum við Eldfell. Tunnurnar voru settar upp í byrjun sumars við göngustíg á vesturhlið fjallsins. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir að lengja heimild fyrir uppsetningu á gin-tunnum við Eldfell til og með 30.09.2026. |
|
|
|
|
Fundargerð |
9. 202508005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67 |
Niðurstaða Lagt fram |
9.1. 202507124 - Umsókn um byggingarleyfi OneLandRobot
Erindi samþykkt.
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 |
Stærðir: Íbúð 110,7m².Bílgeymsla 38,0m².
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson