Haldinn í fundarsal Ráðhúss, 18.09.2023 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Bjartey Hermannsdóttir aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 202309085 - Ofanleitisvegur 26. Aðalskipulagsbreyting og deiliskpulag fyrirspurn
Erindi barst frá Braga Magnússyni fyrir hönd Friðarbóls ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og deiliskipulagsuppdrætti fyrir lóð við Ofanleitisveg 26, sbr. meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða Ráðið samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa framgang málsins í samráði við lóðarhafa.
2. 202309086 - Áshamar 15. Lóðastækkun og sólskáli til norðurs
Ríkharður Tómas Stefánsson fyrir hönd Stefáns Sævars Guðjónssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála á norðurhlið Áshamars 15 og stækkun lóðar 1 m til norðurs, sbr. meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða Ráðið samþykkir stækkun lóðar í norður og felur skipulagsfulltrúa að skilgreina uppfærð lóðarmörk og gera nýjan lóðaleigusamning. Jafnframt felur ráðið skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umsókn um byggingu sólskála til norðurs.
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2023 voru afhent 15. september s.l. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu.
Umhverfisviðurkenningar árið 2023 eru: Fegursti garðurinn: Vestmannabraut 12-20 Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 49 Endurbætur til fyrirmyndar: Bárustígur 8 Snyrtilegasta fyrirtækið: Brothers Brewery Framtak á sviði umhverfismála: Marinó Sigursteinsson
Niðurstaða Umhverfis- og skipulagsráð óskar þeim sem viðurkenningu hlutu til hamingju og vill einnig þakka starfsmönnum þjónustumiðstöðvar, íbúum og fyrirtækjum í bænum fyrir góða umhirðu í bænum.