|
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi |
|
Valur Smári Heimisson sat fundinn í stað Margrétar Rósar varaformanns ráðsins. Bryndís Gísladóttir sat fundinn í stað Bjarteyjar Hermannsdóttur.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir vék af fundi í 1. máli. |
|
|
Almenn erindi |
1. 202306115 - Umsókn um breytt deiliskipulag í Viðlagafjöru |
Tekið fyrir að loknum auglýsingartíma tillaga að breyttu deiliskipulagi Viðlagafjöru auglýst skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust. |
Niðurstaða Skipulagsráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. |
Viðlagafjara-Deiliskipulag-01-01.pdf |
|
|
|
2. 201905074 - Strandvegur 51. Umsókn um breytingar á skipulagi. |
Tekið fyrir að loknum auglýsingartíma tillaga að breyttu deiliskipulagi við Strandveg 51 auglýst skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.
Ein athugasemd barst vegna málsins. |
Niðurstaða Skipulagsráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa varðandi að uppfæra teikningar sem sýna glugga í lóðamörkum sem er óheimilt skv. byggingarreglugerð 112/2012.
Ráðið samþykkir jafnframt greinagerð að svörum við innkomnum athugasemdum. |
0035_Strandvegur51_tolvun_deilisst-_uppfært.pdf |
Umhverfis og skipulagsráð Umsögn nágranna Hallgrímur Rögnvaldsson.pdf |
Svarbréf til bréfritara vegna skipulagsbreytinga við Strandveg 51.pdf |
|
|
|
3. 202309002 - Fyrirspurn til Skipulagsráðs eða Skipulagsfulltrúa |
Arndís María Kjartansdóttir fyrir hönd lóðarhafa við Goðahraun 1 sækir um uppskiptingu á lóð sbr. meðfylgjandi gögnum. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir erindið og felur starfsfólki sviðsins framgang málsins. |
Skipting lóðar og afsal lóðarleiguréttinda.pdf |
Fyrirspurn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf |
|
|
|
4. 202309010 - Fyrirspurn lóðarhafa í Ofanleiti vegna áætlana við Ofanleitisveg 26 |
Fyrirspurn hefur borist frá Guðrúnu Glódísi Gunnarsdóttur og Valgeiri Kolbeinssyni vegna fyrirhugaðra áforma lóðarhafa við Ofanelitisveg 26 varðandi breytta nýtingu á lóð og samræmi við skipulag. |
Niðurstaða Ráðið þakkar lóðarhöfum fyrir innsendar fyrirspurnir og felur skipulagsfulltrúa að senda svarbréf fyrir hönd ráðsins til lóðarhafa. |
Fyrirspurn varðandi breytta nýtingu lóðar við Ofanleitisveg 26.pdf |
Svar US-ráð vegna fyrirspurnar um framkvæmdir við Ofanleitisveg 26.pdf |
|
|
|
5. 202308143 - Vesturvegur 11B. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging |
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Lind Hrafnsdóttur, sótt er um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi og bílgeymslu Vesturvegi 11B. Einnig er sótt um leyfi til að breyta um notkun á bílgeymslu í íbúð, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 36. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. |
Niðurstaða Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. |
023_Vesturvegur 11_C-101 (002).pdf |
|
|
|
6. 202308097 - Kirkjuvegur 21. Umsókn um byggingarleyfi - sólskáli |
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Þrídröngum ehf, sótt er um leyfi fyrir sólskála Kirkjuvegi 21, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 36. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. |
Niðurstaða Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Húsnæði við Kirkjuveg 21 er byggt árið 1919 og er erindinu því einnig vísað til umsagnar Minjastofnunar Íslands. |
Kirkjuvegur 21 sólskáli uppdráttur 1.pdf |
Kirkjuvegur 21 sólskáli uppdráttur 2.pdf |
Kirkjuvegur 21 sólskáli uppdráttur 3.pdf |
|
|
|
7. 202308128 - Strandvegur 49. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám |
Hallgrímur S. Rögnvaldsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Strandveg 49. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa. |
|
|
|
8. 202309008 - Vestmannabraut 52. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám |
Kristján Gunnarsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Vestmannabraut 52. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa. |
|
|
|
9. 202309007 - Umsókn um uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti |
Lára Skæringsdóttir fyrir hönd Rótarklúbbs Vestmannaeyja sækir u uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti. Skífunni er ætla að efla þekkingu á nærumhverfi og styrkja upplifun ferðmanna. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir erindið og felur starfsfólki sviðsins að hafa samráð með framkvæmdaraðila. |
Útsýnisskífa á Heimaklett fyrirhugað útlit.pdf |
Umsókn Rótari - Útsýnisskífa.pdf |
|
|
|
10. 202309009 - Strandhreinsun Íslands |
Umhverfisstofnun hefur sett af stað verkefninu Strandhreinsun Ísland og stofnuð hefur verið vefsíða þar sem einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök geta skráð sig og tekið í fóstur reglulega hreinsun tiltekinna strandsvæða. Vestmannaeyjabær er þegar skráður fyrir hluta af strandsvæði Heimaeyjar og hvetur íbúa til að kynna sér vefsíðuna.
https://strandhreinsun.gis.is/mapview/?application=strandhreinsun |
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna og hvetur íbúa og félagasamtök að taka þátt í verkefninu. |
|
|
|
|
Fundargerð |
11. 202308003F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 36 |
Niðurstaða Lagt fram. |
11.1. 202308001 - Viðlagafjara 1. Umsókn um byggingarleyfi - Vinnubúðir
Samþykkt. Leyfi fyrir vinnubúðum er veitt til þriggja ára.
|
11.2. 202211003 - Heiðarvegur 12. Umsókn um byggingarleyfi
Samþykkt
|
11.3. 202308097 - Kirkjuvegur 21. Umsókn um byggingarleyfi - sólskáli
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun til gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2010.
|
11.4. 202308143 - Vesturvegur 11B. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun til gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2010.
|
11.5. 202308134 - Áshamar 15. Umsókn um byggingarleyfi
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun til gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2010.
|
11.6. 202308151 - Áshamar 57,59,61,63. Umsókn um byggingarleyfi - svalalokanir
Samþykkt
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:38 |
Fyrir liggur samþykki Skipulagsráðs.