Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 388

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
04.09.2023 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Valur Smári Heimisson 2. varamaður,
Bryndís Gísladóttir 1. varamaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi
Valur Smári Heimisson sat fundinn í stað Margrétar Rósar varaformanns ráðsins.
Bryndís Gísladóttir sat fundinn í stað Bjarteyjar Hermannsdóttur.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir vék af fundi í 1. máli.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202306115 - Umsókn um breytt deiliskipulag í Viðlagafjöru
Tekið fyrir að loknum auglýsingartíma tillaga að breyttu deiliskipulagi Viðlagafjöru auglýst skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.

Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Viðlagafjara-Deiliskipulag-01-01.pdf
2. 201905074 - Strandvegur 51. Umsókn um breytingar á skipulagi.
Tekið fyrir að loknum auglýsingartíma tillaga að breyttu deiliskipulagi við Strandveg 51 auglýst skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.

Ein athugasemd barst vegna málsins.

Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa varðandi að uppfæra teikningar sem sýna glugga í lóðamörkum sem er óheimilt skv. byggingarreglugerð 112/2012.

Ráðið samþykkir jafnframt greinagerð að svörum við innkomnum athugasemdum.
0035_Strandvegur51_tolvun_deilisst-_uppfært.pdf
Umhverfis og skipulagsráð Umsögn nágranna Hallgrímur Rögnvaldsson.pdf
Svarbréf til bréfritara vegna skipulagsbreytinga við Strandveg 51.pdf
3. 202309002 - Fyrirspurn til Skipulagsráðs eða Skipulagsfulltrúa
Arndís María Kjartansdóttir fyrir hönd lóðarhafa við Goðahraun 1 sækir um uppskiptingu á lóð sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur starfsfólki sviðsins framgang málsins.
Skipting lóðar og afsal lóðarleiguréttinda.pdf
Fyrirspurn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf
4. 202309010 - Fyrirspurn lóðarhafa í Ofanleiti vegna áætlana við Ofanleitisveg 26
Fyrirspurn hefur borist frá Guðrúnu Glódísi Gunnarsdóttur og Valgeiri Kolbeinssyni vegna fyrirhugaðra áforma lóðarhafa við Ofanelitisveg 26 varðandi breytta nýtingu á lóð og samræmi við skipulag.

Niðurstaða
Ráðið þakkar lóðarhöfum fyrir innsendar fyrirspurnir og felur skipulagsfulltrúa að senda svarbréf fyrir hönd ráðsins til lóðarhafa.
Fyrirspurn varðandi breytta nýtingu lóðar við Ofanleitisveg 26.pdf
Svar US-ráð vegna fyrirspurnar um framkvæmdir við Ofanleitisveg 26.pdf
5. 202308143 - Vesturvegur 11B. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Lind Hrafnsdóttur, sótt er um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi og bílgeymslu Vesturvegi 11B. Einnig er sótt um leyfi til að breyta um notkun á bílgeymslu í íbúð, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 36. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.
023_Vesturvegur 11_C-101 (002).pdf
6. 202308097 - Kirkjuvegur 21. Umsókn um byggingarleyfi - sólskáli
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Þrídröngum ehf, sótt er um leyfi fyrir sólskála Kirkjuvegi 21, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 36. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Húsnæði við Kirkjuveg 21 er byggt árið 1919 og er erindinu því einnig vísað til umsagnar Minjastofnunar Íslands.
Kirkjuvegur 21 sólskáli uppdráttur 1.pdf
Kirkjuvegur 21 sólskáli uppdráttur 2.pdf
Kirkjuvegur 21 sólskáli uppdráttur 3.pdf
7. 202308128 - Strandvegur 49. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Hallgrímur S. Rögnvaldsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Strandveg 49.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
8. 202309008 - Vestmannabraut 52. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Kristján Gunnarsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Vestmannabraut 52.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
9. 202309007 - Umsókn um uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti
Lára Skæringsdóttir fyrir hönd Rótarklúbbs Vestmannaeyja sækir u uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti. Skífunni er ætla að efla þekkingu á nærumhverfi og styrkja upplifun ferðmanna.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur starfsfólki sviðsins að hafa samráð með framkvæmdaraðila.
Útsýnisskífa á Heimaklett fyrirhugað útlit.pdf
Umsókn Rótari - Útsýnisskífa.pdf
10. 202309009 - Strandhreinsun Íslands
Umhverfisstofnun hefur sett af stað verkefninu Strandhreinsun Ísland og stofnuð hefur verið vefsíða þar sem einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök geta skráð sig og tekið í fóstur reglulega hreinsun tiltekinna strandsvæða. Vestmannaeyjabær er þegar skráður fyrir hluta af strandsvæði Heimaeyjar og hvetur íbúa til að kynna sér vefsíðuna.

https://strandhreinsun.gis.is/mapview/?application=strandhreinsun

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og hvetur íbúa og félagasamtök að taka þátt í verkefninu.
Fundargerð
11. 202308003F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 36

Niðurstaða
Lagt fram.
11.1. 202308001 - Viðlagafjara 1. Umsókn um byggingarleyfi - Vinnubúðir
Bragi Magnússon fyrir hönd Icelandic Land Farmed Salmon ehf. sækir um leyfi fyrir vinnubúðum norðaustan við Viðlagafjöru 1, í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur samþykki Skipulagsráðs.
Samþykkt. Leyfi fyrir vinnubúðum er veitt til þriggja ára.
11.2. 202211003 - Heiðarvegur 12. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurjón Pálsson f.h. Steini og Olli ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta af fjölbýlishúsi Heiðarvegi 12, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: geymslur í kjallara 51,5m², geymslur og sameign á jarðhæð 366,6m², íbúðir og sameign á 2 hæð 374,1m², íbúðir og sameign á 3 hæð 387,1m², samtals 1179,3m²
Teikning: Sigurjón Pálsson
Samþykkt
11.3. 202308097 - Kirkjuvegur 21. Umsókn um byggingarleyfi - sólskáli
Þrídrangar ehf. Kirkjuvegi 21 sækja um leyfi fyrir sólskála á steypta plötu 2h., í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: sólskáli 36,1m²
Teikning: Sigurjón Pálsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun til gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2010.
11.4. 202308143 - Vesturvegur 11B. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging
Lind Hrafnsdóttir sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi og bílgeymslu Vesturvegi 11B. Einnig er sótt um leyfi til að breyta notkun á bílgeymslu í íbúð, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Viðbygging við bílgeymslu 15m²
Viðbygging við íbúð 15m², sólhús 9,8m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun til gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2010.
11.5. 202308134 - Áshamar 15. Umsókn um byggingarleyfi
Stefán Sævar Guðjónsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og sólhúsi við endaraðhús Áshamri 5-15, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Bílgeymsla 52,1m², sólstofa 24,4m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun til gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2010.
11.6. 202308151 - Áshamar 57,59,61,63. Umsókn um byggingarleyfi - svalalokanir
Ægir Pálsson f.h. húsfélags Áshamari 57-63 sækir um leyfi fyrir svalalokunum á svalir í fjölbýlishúsi, í samræmi við innsend gögn.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:38 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove