Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 352

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
15.12.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Elís Jónsson varaformaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Leifur Jóhannesson 2. varaforseti,
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201910096 - Þróunarsjóður leik- og grunnskóla
Kynning á verkefni sem hlaut styrk úr sjóðnum árið 2020. Unnur Líf Ingadóttir Imsland og Snjólaug Elín Árnadóttir kynntu verkefnið Út fyrir bókina.

Niðurstaða
Ráðið þakkar þeim Snjólaugu Elínu og Unni Líf fyrir kynninguna á þessu frábæra og metnaðarfulla verkefni.
2. 201903115 - Leikskólar-innra mat
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr innra mati Víkurinnar fyrir skólaárið 2020-2021.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Ársskýrsla Víkin 2020-2021.pdf
3. 202103037 - Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi.
Niðurstaða kosningar milli tveggja lokunartímabila sumarið 2022. Foreldrar/forráðamenn gátu kosið milli tímabilanna 7. júlí-5. ágúst og 14. júlí-12. ágúst. Mikill meirihluti valdi seinna tímabilið eða 71,85% þeirra sem kusu.

Niðurstaða
Sumarlokun leikskólanna verður 14. júlí-12. ágúst skv. niðurstöðu kosningar. Fræðslufulltrúa er falið að setja það inn á samræmt skóladagatal leik- og grunnskóla.
4. 201103090 - Innritunar- og innheimtureglur leikskóla Vestmannaeyjabæjar
Fræðslufulltrúi lagði til eftirfarandi breytingar á innritunarreglum leikskóla:
Leikskólastjórar geti úthlutað leikskólaplássum utan inntökutímabila í samráði við skólaskrifstofu.
Vistunarboð geti verið send út með þriggja mánaða fyrirvara.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir umræddar tillögur og felur fræðslufulltrúa að uppfæra reglur í samræmi við þær.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta