Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 275

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
11.05.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Vignir Arnar Svafarsson 2. varamaður,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202205035 - Dýpkun 2022
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir dýkun að andvirði 30 milljónir. Við frekari dýptarmælingar kom í ljós að dýpka þarf stærra svæði en ráðgert var. Hafnarstjóri telur einnig þörf á að dýpka í innsiglingarennunni til að auðvelda móttöku stórra skipa. Könnun á kostnaði gerir ráð fyrir 45 milljónum í verkið.

Niðurstaða
Ráðið óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting á árinu 2022 að upphæð 15 milljónir til að mæta auknum kostnaði við dýpkun á árinu 2022. Fjárhæðin skal fjármögnuð með eigin fé Vestmannaeyjahafnar.
2. 202004067 - Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar
Hafnarstjóri fór yfir skýrslu Vegagerðarinnar um áhrif styttingu Hörgaeyrargarðs og öldufar innan hafnar.
Þrjár útfærslur voru skoðaðar til að hægt sé að taka á móti 180m löngum og 30m breiðum skipum innan hafnar. Til að uppfylla þau skilyrði þarf gera eitt af neðangreindu.
-Stytta garðinn um minnst 50 metra og dýpka niður í 9 metra
-Stytta garðinn um 70 metra og dýpka niður í 9 metra
-Fjarlægja garðinn alveg.
Í fyrri útfærslunum tveimur er gert ráð fyrir að stærri skip snúi í Klettsvík og bakki inn í höfnina. Í útfærslunni þar sem garðurinn er allur fjarlægður er hægt að búa til 260m snúningsrými þar sem garðurinn er í dag.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fela hafnarstjóra framgang málsins og kostnaðarmeta þessa þrjá valmöguleika með það að markmiði að koma verkinu inn í endurskoðun á Samgönguáætlun 2020-2024.
Stytting_Horgaeyrargards_lokaskyrsla.pdf
3. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna nýbyggingar og endurbóta að Heiðarvegi 14.
Fram kom að heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er 516 milljónir, þar af var verktakakostnaður 463 milljónir. Fara þurfti í verulegar endurbætur á eldra húsi Þjónustumiðstöðvar sem inniheldur starfsmannaaðstöðu og skrifstofur en ljóst er að halda þarf áfram með endurbætur á því húsnæði.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu.
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-20.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
4. 202110059 - Kirkjuvegur 50, Ráðhús endurbygging
Fyrir liggur framvindurskýrsla vegna endurbóta að Kirkjuvegi 50, gamla Ráðhúsið.
Reiknað er með að hægt verði að flytja inn á miðhæð og efstu hæð í sumar og kjallari verði tilbúin með haustinu.
Áfallinn kostnaður 2020-2022 er 335 milljónir en hluti þess kostnaðar er vegna framkvæmda á garði og umhverfis. Búið að er kaupa mest allt efni sem þarf til verksins innan- og utanhúss.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu.
Kirkjuvegur 50 framvinduskýrsla 7.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta