Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 402

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
13.05.2024 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202405035 - Umsókn um upplýsingaskilti við Herjólfsdal
Íris Hermannsdóttir fyrir hönd Eyjatour 1 slf. sækir um leyfi fyrir uppsetningu á skilti á gatnamótin við Herjólfsdal. Skiltið er upplýsingaskilti fyrir víkingasafn í Herjólfsbæ.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Staðsetning á skilti skal ákveðin í samráði við starfsmenn Vestmannaeyjabæjar.
Herjólfsbær umsókn um skilti.pdf
2. 202405023 - Skólavegur 1-3. Umsókn um lóðarbreytingar
Þóroddur Stefnásson fyrir hönd Sjónvers ehf. sækir um breytingu á lóðamörkum milli Skólavegs 1 og 3. Sótt er um að færa lóðarmörk milli lóðanna um 10m til suðurs, sbr. innsend gögn lóðarhafa.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytt lóðamörk og felur starfsfólki sviðsins að gera nýja lóðarleigusamninga.
skólavegur-lóðabreytingar.pdf
Breyting á lóð skólaveg.pdf
3. 202405037 - Hrauntún 12. Umsókn um stækkun lóðar.
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Hrauntúni 12. Rannveig Ísfjörð sækir um 5m stækkun lóðar til vesturs, í samræmi við framlögð gögn.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytt lóðamörk og felur starfsfólki sviðsins að gera nýjan lóðarleigusamning.
Umsókn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf
Hrauntún-12-stækkun.pdf
Fundargerðir
4. 202405001F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 48
Lagt fram.

Niðurstaða
Lagt fram.
4.1. 202403060 - Búhamar 80. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs. Ásgeir Heimir Ingimarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, Búhamri 80, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: íbúð 165m², bílgeymsla 34,3m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. maí 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
4.2. 202405003 - Sólhlíð 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurjón Pálsson fh. Ríkiseigna, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu norðan við Sjúkrahús, Sólhlíð 20, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: viðbygging 45m²
Teikning: Sigurjón Pálsson
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. maí 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
4.3. 202401074 - Vestmannabraut 23. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Vestmannabraut 23. Bryar Mohammed Wsoo sækir um leyfi fyrir breytir notkun húsnæðis, úr veitingahúsi í þrjú íbúðarrými, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 0101 - 56,7m², 0102 - 26,1m², 0103 - 49,6m²
Teikning: Bragi Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. maí 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:21 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove