Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 276

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
15.06.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erlingur Guðbjörnsson formaður,
Sæunn Magnúsdóttir varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Rannveig Ísfjörð aðalmaður,
Ragnheiður Sveinþórsdóttir 1. varamaður,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dóra Björk Gunnarsdóttir sat fundinn í 1.máli


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202206056 - Skildingavegur 4 kaup á húsnæði
Fyrir liggur kaupsamningur í húseignina Skildingavegur 4 fmr.218-4526. Kaupverð er 30 milljónir króna og er samningur gerður með fyrirvara um samþykki framkvæmda- og hafnarráðs og bæjarráðs.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði auka fjárveiting upp á 2,5 milljónir á árinu 2022 sem mætt verði með eigin fé Vestmannaeyjahafnar.
Ráðið lýsir yfir ánægju með að húseignir að Skildingavegi 4 komist í eigu hafnarinnar og unnt sé að skipuleggja framtíðar athafnasvæði í kringum Herjólf.
2. 200912076 - Verklegar framkvæmdir Vestmannaeyjabæjar.
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu framkvæmdir sem í gangi eru hjá Vestmannaeyjabæ en umhverfisverkefni eru alltaf umfangsmikil yfir sumarið. Einnig er í gangi almenn viðhaldsvinna í stofnunum sveitarfélagsins auk Vigtartorgs og Ráðhúss
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta