Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 279

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
22.06.2022 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Hrefna Jónsdóttir aðalmaður,
Gísli Stefánsson varaformaður,
Hildur Rún Róbertsdóttir formaður,
Óskar Jósúason aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Valur Már Valmundsson mætti á fundinn sem varamaður Helgu Jóhönnu Harðardóttur


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201807003 - Kynning á hlutverki og verkefnum fjölskyldu- og tómstundaráðs
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir hlutverk og verkefni fjölskyldu- og tómstundaráðs og helstu lög og reglugerðir er varðar verkefni ráðsins.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna
2. 202201096 - Sískráning barnaverndarmála 2022
Sískráning til Barna og fjölskyldustofu fyrir maí 2022.

Niðurstaða
Í maí bárust 23 tilkynningar vegna 22 barna, mál 13 barna var til frekari meðferðar.
3. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

Niðurstaða
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
4. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til baka Prenta