Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3158

Haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,
28.07.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna S. Guðmundsdóttir varaformaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202107103 - Viðburðir árið 2023 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Eldgosinu á Heimaey og 60 ár frá Surtseyjargosinu
Þann 22. júní sl., áttu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja fund, þar sem m.a. kom til umræðu gagnkvæmur áhugi á að skipuleggja viðburði í tilefni þeirra tímamóta að árið 2023 verða 50 og 60 ár liðin frá eldgosunum á Heimaey og í Surtsey.

Niðurstaða
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við forsætisráðherra á þeim nótum sem kynnt var í bæjarráði.
2. 202003036 - Viðbrögð vegna veiruógnunar
Bæjarstjóri fór yfir stöðu Covid í Vestmannaeyjum og hertar samkomutakmarkanir stjórnvalda sem tóku gildi á sunnudaginn var.

Aðgerðastjórn Vestmannaeyja fundar reglulega um stöðuna og sendir frá sér tilkynningar í kjölfar funda um stöðu faraldursins í Vestmannaeyjum.

Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu óformlegan fund með fulltrúum ÍBV íþóttafélags í vikunni vegna stöðunnar sem upp er komin. Ljóst er að hertar samkomutakmarkanir leiða til þess að ekki verður hægt að halda Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina eða aðra fjölmenna viðburði næstu þrjár vikurnar. Fylgst verður með framhaldinu þegar staðan verður endurmetin um miðjan ágústmánuð.

Niðurstaða
Ákvörðun stjórnvalda um hertar samkomutakmarkanir innanlands eru vonbrigði, því ekki er nema mánuður síðan að öllum takmörkunum var aflétt. Hins vegar er ljóst að nýtt afbrigði dreifir sér hratt um samfélagið, sem ber að taka alvarlega.

Bæjarráð hvetur fólk til að huga að persónubundnum smitvörnum og kynna sér þær takmarkanir sem eru í gildi.

Ánægjulegt er að Þjóðhátíðin hafi ekki verið blásin af og eru vonir bundnar við að hægt verði að halda hátíðina síðar í sumar, eða snemma í haust.
3. 202107124 - Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Bergi ehf. dags. 20. júlí sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Bergi VE-44, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda, aflamarks og án allrar viðmiðunar um aflareynslu og annarra réttinda.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar Bergi ehf. fyrir upplýsingarnar um fyrirhugaða sölu skipsins og áréttingu um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar með vísan til laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Þar sem skipið verður selt án aflahlutdeilda telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:35 

Til baka Prenta