Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1584

Haldinn í Einarsstofu safnahúsi,
09.06.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Páll Magnússon forseti,
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir 1. varaforseti,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Njáll Ragnarsson aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201806102 - Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, stjórnaði fundi í upphafi skv. 2. mgr. 4. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 991/2020.

Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Páll Magnússon.

a. Páll Magnússon var kosinn forseti bæjarstjórnar með níu samhljóða atkvæðum. Tók hann við stjórn fundarins og þakkaði það traust sem sér hafði verið sýnt.

b. Helga Jóhanna Harðardóttir var kosin varaforseti bæjarstjórnar með níu samhljóða atkvæðum.

c. Skrifarar bæjarstjórnar voru kosnir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir, til vara Njáll Ragnarsson og Gísli Stefánsson samþykkt með níu samhljóða atkvæðum.
2. 201006074 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar.

Niðurstaða
Við umræðu um málið tók til máls: Páll Magnússon.

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar færði til bókar bréf frá kjörstjórn, sem sent var öllum kjörnum bæjarfulltrúum og varabæjarfulltrúum, þar sem gerð er formlega grein fyrir úrslitum sveitarstjórnarkosninganna 14. maí sl.

A) kosning í ráð, nefndir og stjórnir til eins árs:

1. Bæjarráð: 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:
Njáll Ragnarsson, formaður
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Varaformaður
Eyþór Harðarson

Varamenn:
Páll Magnússon
Helga Jóhanna Harðardóttir
Hildur Sólveig Sigurðardóttir


B.kosning í ráð, nefndir og stjórnir til fjögurra ára:

1. Fjölskyldu- og tómstundaráð:

Aðalmenn:
Hildur Rún Róbertsdóttir (formaður)
Helga Jóhanna Harðardóttir
Hrefna Jónsdóttir
Gísli Stefánsson (varaformaður)
Óskar Jósúason

Varamenn:
Valur Már Valmundarson
Sonja Andrésdóttir
Díana Íva Gunnarsdóttir
Arnar Gauti Egilsson
Aníta Óðinsdóttir

2. Fræðsluráð:

Aðalmenn:
Aníta Jóhannsdóttir (formaður)
Ellert Scheving Pálsson
Hafdís Ástþórsdóttir
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (varaformaður)
Halla Björk Hallgrímsdóttir

Varamenn:
Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir
Guðný Halldórsdóttir
Arna Huld Sigurðardóttir
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir
Jón Þór Guðjónsson

3. Umhverfis-og skipulagsráð:

Aðalmenn:
Jóna Sigríður Guðmunsddóttir (formaður)
Jónatan Guðni Jónsson
Bjartey Hermannsdóttir
Margrét Rós Ingólfsdóttir (varaformaður)
Jarl Sigurgeirsson

Varamenn:
Bryndís Gísladóttir
Kristín Bernharsdóttir
Drífa Þöll Arnardóttir
Theódóra Ágústsdóttir
Valur Smári Heimisson

4. Framkvæmda-og hafnarráð:

Aðalmenn:
Erlingur Guðbjörnsson (formaður)
Arnar Richardsson
Rannveig Ísfjörð
Sæunn Magnúsdóttir (varaformaður)
Hannes Kristinn Sigurðsson

Varamenn:
Sveinn Rúnar Valgeirsson
Kristín Hartmannsdottir
Sigurður Símonarsson
Ragnheiður Sveinþórsdóttir
Ríkharður Zoega Stefánsson

5. Kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar og alþingiskosningar:

i) Yfirkjörstjórn: 3 aðalmenn og 3 til vara

Aðalmenn:
Jóhann Pétursson
Ólafur Elísson
Þór Ísfeld Vilhjálmsson

Varamenn:
Björn Elíasson
Dóra Björk Gunnarsdóttir
Ingólfur Jóhannesson

ii) Kjördeildir: 3 aðalmenn í hvora kjördeild og 3 til vara.

1. Kjördeild:

Aðalmenn:
Rósa Hrönn Ögmundsdóttir
Sigrún Alda Ómarsdóttir
Guðni Sigurðsson

Varamenn:
Erla Signý Sigurðardóttir
Ásgeir Elíasson
Rósa Sveinsdóttir

2. Kjördeild:

Aðalmenn:
Sigurður Ingi Ingason
Fjóla Margrét Róbertsdóttir
Helga Sigrún Þórsdóttir

Varamenn:
Soffía Valdimarsdóttir
Guðný Hrefna Einarsdóttir
Víðir Þorvarðarson

C. Tilnefningar í stjórnir og samstarfsnefndir til fjögurra ára:

1. Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 7 aðalmenn og 7 til vara:

Aðalmenn:
Páll Magnússon
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Njáll Ragnarsson
Helga Jóhanna Harðardóttir
Eyþór Harðarsson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Gísli Stefánsson

Varamenn:
Örn Friðriksson
Aníta Jóhannsdóttir
Hildur Rún Róbertsdóttir
Erlingur Guðbjörnsson
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Rut Haraldsdóttir
Sæunn Magnúsdóttir

2. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga: 3 aðalmenn og 3 til vara:

Aðalmenn:
Páll Magnússon
Helga Jóhanna Harðardóttir
Eyþór Harðarsson

Varamenn:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Njáll Ragnarsson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

3. Almannavarnarnefnd, sbr. 3079. fund bæjarráðs og 1537. fund bæjarstjórnar:

Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, skylduseta skv. lögum
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Friðrik Páll Arnfinnsson, slökkviliðsstjóri
Davíð Egilsson, yfirlæknir heilsugæslu HSU
Adolf Hafsteinn Þórsson, Björgunarfélagi Vestmannaeyja
Arnór Arnórsson, Björgunarfélagi Vestmannaeyja

4. Fulltrúar Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands:

Aðalmaður:
Stefán Óskar Jónasson

Varamaður:
Guðjón Hjörleifsson

5. Heilbrigðisnefnd Suðurlands: 1 aðalmaður og 1 til vara:

Aðalmaður:
Örn Friðriksson

Varamaður:
Bjarni Ólafur Guðmundsson

6. Skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum: 2 aðalmenn og 2 til vara tilnefndir af Vestmannaeyjabæ.

Aðalmenn
Salóme Ýr Rúnarsdóttir
Jón Þór Guðjónsson

Varamenn
Helga Jóhanna Harðardóttir
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir

7. Stjórn Náttúrustofu Suðurlands: 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:
Örn Friðriksson
Viktor Ragnarsson
Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Varamenn:
Pétur Steingrímsson
Erlingur Guðbjörnsson
Theódóra Ágústsdóttir

8. Stjórn Stafkirkju: einn aðalmaður og einn til vara.

Skipað er til fjögurra ára í senn. Næsta skipun stjórnar verður árið 2023.

9. Öldungaráð: 2 aðalmenn og 2 til vara

Aðalmenn:
Thelma Rós Tómasdóttir
Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Varamenn:
Jón Pétursson
Silja Rós Guðjónsdóttir

10. Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks: 3 aðalmenn og 3 til vara

Aðalmenn
Hrefna Jónsdóttir
Bjarni Sigurðsson
Herdís Hermannsdóttir

Varamenn
Kristín Ósk Óskarsdóttir
Ólöf Margrét Magnúsdóttir
Esther Bergsdóttir


D. Stjórnir sem skipaðar eru til eins árs:

1. Stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf: 5 aðalmenn og 2 til vara.

Þann 5. maí sl., skipaði bæjarstjórn stjórn Herjólfs ohf. fyrir starfsárið 2022-2023. Næsta skipan stjórnar fer fram fyrir aðalfund félagsins vorið 2023.

E) Verkefnabundnar nefndir:

Stjórn Eyglóar eignarhaldsfélags. Þrír aðalmenn og þrír til vara.

Aðalmenn
Njáll Ragnarsson
Páll Magnússon
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Varamenn
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Helga Jóhanna Harðardóttir
Eyþór Harðarson

Kosningar í ráð, nefndir og stjórnir voru samþykktar með níu samhljóða atkvæðum.
Bréf yfirkjörstjórnar um úrslit sveitarstjórnarkosningar 2022.pdf
3. 202205090 - Þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar

Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Páll Magnússon, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson, Njáll Ragnarsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Tillaga 1

Gerð er tillaga um óbreytt fyrirkomulag um greiðslu þóknunar til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar. Miðað við uppreiknaða þóknun (launavísitölu í mars 2022) nemur grunneining 15.879 kr. Nefndarlaun skulu áfram bundin launavísitölu og uppreiknuð tvisvar á ári, í júní og desember.

Tillaga 1 var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.

Tillaga 2 frá meirihluta E og H lista.

Gerð er tillaga um að kostnaður vegna fjölgunar bæjarfulltrúa úr 7 í 9, hafi ekki áhrif á heildarlaunakostnað bæjarstjórnar milli kjörtímabila. Samkvæmt ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um þóknun fyrir nefndarseta skulu nefndarlaun bundin launavísitölu. Miðað við uppreiknaða þóknun (launavísitölu í mars 2022) nemur grunneining 15.879 kr. Til þess að koma í veg fyrir hækkun heildarlaunakostnaðar bæjarstjórnar þarf grunneiningin að vera 12.477 kr. Gerð er tillaga að nýrri grunneiningu að fjárhæð 12.477 kr. fyrir setu í bæjarstjórn. Grunneiningin skal áfram bundin launavísitölu og uppreiknuð tvisvar á ári, í júní og desember.

Bókun frá bæjarfulltrúum D lista

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn fjölgun bæjarfulltrúa á sl. kjörtímabili. Við teljum það varhugaverð skilaboð að sú ákvörðun réttlæti lækkun launa fyrir störfin í bæjarstjórn þar sem vinnuframlagið er það sama fyrir hvern og einn. Þá teljum við eðlilegt að miðað sé við launaviðmið Sambands íslenskra sveitarfélaga við ákvörðun launa bæjarfulltrúa þannig að bæjarfulltrúar séu ekki í þeirri stöðu að ákvarða laun sín sjálfir. Að öðru leyti fögnum við skynsamlegum tillögum sem draga úr kostnaði við rekstur sveitarfélagsins.

Eyþór Harðarson (sign.)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign.)
Gísli Stefánsson (sign.)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)

Bókun frá bæjarulltrúum E og H lista

Tillagan sem liggur fyrir fundinum er til þess að koma í veg fyrir að fjölgun bæjarfulltrúa kalli á aukin kostnað fyrir sveitarfélagið. Aukinn kostnaður var helsta gagnrýni fyrri minnihluta og núverandi á fjölgun bæjarfulltrúa. Það er búið að mæta þeirri gagnrýni en samt geta fulltrúa D-lista ekki samþykkt tillöguna.
Engin ný tillaga hefur komið fram frá minnihluta.
Bæjarstjórn er skylt að ákvarða sín laun.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign.)
Páll Magnússon (sign.)
Íris Róbertsdóttir (sign.)
Njáll Ragnarsson (sign.)
Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.)

Tillaga 2 var samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa E og H lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá.
4. 202205091 - Ráðning bæjarstjóra

Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Páll Magnússon og Íris Róbertsdóttir.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að endurráða Írisi Róbertsdóttur, til heimilis að Búhamri 70 í Vestmannaeyjum, í starf bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar. skv. núgildandi ráðningasamningi.

Samþykkt með fimm atkvæðum H- og E-lista. Fjórir bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Ráðningarsamningur bæjarstjóra 2022.pdf
5. 201808173 - Dagskrá bæjarstjórnafunda
Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi áætlun um dagsetningar bæjarstjórnarfunda frá júlí 2022 til janúar 2023:

Þriðjudagur 5. júlí Síðasti fundur fyrir sumarfrí
Sumarfrí bæjarstjórnar í ágúst
Fimmtudagur 15. september Fyrsti fundur eftir sumarfrí
Þriðjudagur 25. október Fyrri umræða um fjárhagsáætlun
Fimmtudagur 1. desember Seinni umræða um fjárhagsáætlun
Fimmtudagur 19. janúar
Mánudagur 23. janúar Minningarfundur
Fimmtudagur 23. febrúar
Fimmtudagur 23. mars
Fimmtudagur 13. apríl Fyrri umræða um ársreikning
Fimmtudagur 11.maí Seinni umræða um ársreikning
Fimmtudagur 22. júní
Mánudagur 3. júlí Goslokaafmæli (hátíðarfundur)
Fimmtudagur 13. júlí Síðasti fundur fyrir sumarfrí

Niðurstaða
Við umræðu um málið tók til máls: Páll Magnússon

Áætlun um tímasetningar bæjarstjórnarfunda samþykkt samhljóða með níu atkvæðum bæjarfulltrúa.
6. 202201012 - Strandvegur 104. Umsókn um stækkun lóðar og byggingarreits
Umhverfis- og skipulagsráð tók fyrir og afgreiddi tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðis við Eiðið vesturhluti H-2 sem felur í sér stækkun á lóð og byggingareit Strandvegs 104. Samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi að auglýsa breytingu á deiliskipulagi skv. skipulagslögum. Engar athugasemdir bárust á umsagnarfrestinum og því liggur tillagan fyrir til samþykktar bæjarstjórnar.

Niðurstaða
Við umræðu um málið tók til máls: Páll Magnússon.

Breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Eiðið var samþykkt samhljóða með níu atkvæðum bæjarfulltrúa.
7. 201212068 - Umræða um samgöngumál

Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Eyþór Harðarson, Gísli Stefánsson og Íris Róbertsdóttir.

Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi E lista lagði fram tillögu

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarráði að taka upp samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. Í því felst að afla gagna sem þegar liggja fyrir varðandi rannsóknir á jarðlögum og ljúka þeim. Einnig að uppfæra gögn sem þegar eru til um þjóðhagslegan ávinning af slíkri framkvæmd.

Greinargerð
Lengi hefur rætt um möguleikann á jarðgöngum milli lands og Vestmannaeyja og á síðasta ári var lögð fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um rannsóknir á jarðlögum milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum með tilliti til fýsileika jarðgangna á milli lands og Eyja.

Forkönnun var unnin árið 2000 þar sem ýmsir möguleikar voru skoðaðir, þar á meðal botngöng og flotgöng. Rannsóknir á jarðlögum hafa aftur á móti ekki verið kláraðar til fulls og því mikilvægt að halda verkefninu áfram þannig að úr því verði skorið hvort mögulegt sé að koma á vegtengingu milli lands og Eyja.
Í meistararitgerð sinni frá árinu 2020 gerði Víðir Þorvarðarson kostnaðar- og ábatagreiningu á jarðgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Þar kemur fram að þjóðhagslegur ábati af Vestmannaeyjagöngum geti verið um 95 milljarðar kr.
Ekki þarf að fjölyrða um sparnað sem fælist í gerð jarðgangna en sem dæmi má nefna að rekstur Herjólfs er á ári um 650 milljónir, dýpkun Landeyjahafnar kostar um 400 milljónir á ári og nýtt skip, sem endurnýja þarf á 10-15 ára fresti kostar um 5 milljarða. Þá er ljóst að samfélagslegur kostnaður vegna frátafa í siglingum til Landeyjahafnar er gríðarlegur ár hvert. Aukin heldur er ljóst að mikill kostnaðarauki felst í lagningu sæstrengja á hafsbotni milli lands og eyja, t.d. vatnsleiðslu, rafmagnsleiðslu og ljósleiðara í samanburði við lagningu í göngum.
Á fundi sínum þann 15. apríl 2021 skoraði bæjarstjórn á samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins að greiða leið þess að ráðist verði í viðeigandi rannsóknir á því hvort jarðgöng séu raunhæfur kostur.

Mikilvægt er að þeirri vinnu verði haldið áfram og möguleikar gangna kannaðir til hlítar.

Tillagan var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Fundargerðir til staðfestingar
8. 202205001F - Fræðsluráð - 359
Liðir 1-2 liggja fyrir til upplýsinga.
9. 202205002F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 365
Liðir 1-5 liggja fyrir til upplýsinga.
10. 202204009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 275
Liðir 1-4 liggja fyrir til upplýsinga.
11. 202205004F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 278
Liðir 1-4 liggja fyrir til upplýsinga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:52 

Til baka Prenta