Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð Vestmannaeyja - 396

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
25.06.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Aníta Jóhannsdóttir formaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður,
Ellert Scheving Pálsson aðalmaður,
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir 1. varamaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Jarl Sigurgeirsson starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Eyja Bryngeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Sigrún Þórsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200806062 - Tónlistarskóli Vestmannaeyja
Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, fór yfir starfsemi vetrarins og lagði fram endurnýjaðar reglur skólans. Skólaárið 2024-2025 stunduðu alls 111 nemendur nám við skólann. Kennt var á 14 hljóðfærategundir auk söngs, samspils og tónfræðigreina. Starfsmenn skólans eru 12 í 9,17 stöðugildum. Nokkrar framkvæmdir hafa verið á árinu. Meðal annars er kominn inngangur með aðgengi fyrir hjólastóla og unnið er að því að setja lyftu í húsið. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar á árinu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og samþykkir endurnýjaðar reglur skólans.
2. 201504054 - Skimanir. Skimun í leik- og grunnskólum Vestmannaeyja. Athuganir. Rannsóknir.
Deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála kynnti niðurstöður úr Hljóm-2 skimunarprófi sem lagt er fyrir nemendur á Víkinni á hverju ári. HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir nemendur til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir lestrarerfiðleikum. Prófið var lagt fyrir alla nemendur á Víkinni (39) og voru 23% nemenda sem náðu góðri færni, 59% nemenda náðu meðalfærni, 8% nemenda með slaka færni og 10% nemenda með mjög slaka færni. Þau börn sem fengu slaka færni, mjög slaka færni eða voru í meðalfærni með lágan heildarstigafjölda (tvítyngd börn) fengu þjálfun á deild sem og auka málörvun hjá sérkennara 1-2 í viku. Í lok janúar var skimunarprófið lagt aftur fyrir þá nemendur sem voru í áhættuhópi og sýndu þau öll framfarir. Þessar niðurstöður sýna að snemmtæk íhlutun er afar mikilvæg á leikskólaárum svo draga megi úr mögulegum lestrarvanda hjá börnum þegar í grunnskóla er komið.

Deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála kynnti einnig niðurstöður úr Talnalykli sem er stærðfræðiskimun sem lögð er árlega fyrir nemendur í 3. og 6. bekk. Það er ánægjulegt að sjá að með skimunum og markvissu eftirfylgni bæta nemendur árangur sinn í stærðfræði.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með niðurstöðurnar sem undirstrika mikilvægi mælinga, snemmtæks inngrips og eftirfylgni með námsárangri barna.
3. 202005069 - Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann
Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann lauk sínu fjórða ári í GRV. Aðalmarkmið verkefnisins er að efla skólastarf, bæta líðan og árangur nemenda í skólanum. Verið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og veita þeim áskoranir miðað við færni þannig að þeir vaxi og dafni í sínu námi.
Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu og uppeldismála, fór yfir niðurstöður mælinga í lestri í rannsóknar- og þróunarverkefninu Kveikjum neistann. Mælingar og eftirfylgni er einn af lykilþáttum verkefnisins en þannig er fylgst náið með stöðu hvers og eins nemanda og brugðist við ef þörf er á. Í þróunarverkefni eins og þessu eru margar áskoranir og hafa kennarar og starfsfólk skólans lagt sitt af mörkum til að efla skólastarfið enn frekar. Næsta vetur mun fyrsti árgangurinn sem tók þátt í verkefninu fara yfir í GRV-BS en þar hafa starfsfólk skólans verið að undirbúa sig fyrir komandi vetur.
Foreldrar barna í GRV hafa sýnt verkefninu áhuga og hefur Bókasafn Vestmannaeyja fundið fyrir töluverðri aukningu á áhuga barna á lestri eftir að verkefnið fór af stað. Það má því með sanni segja að Kveikjum neistann hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið í Vestmanneyjum og verður gaman að fylgjast áfram með verkefninu þróast og dafna.



Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir mikilli ánægju með verkefnið í heild sinni. Spennandi verður að fylgjast með verkefninu næsta skólaár áfram þegar það flyst yfir í GRV-BS.
4. 202309120 - Gjaldskrá leikskóla
Deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála kynnti drög að skýrslu starfshópsins.

Niðurstaða
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög. Áður en gengið er frá endalegum drögum til samþykktar ráðsins, skal leitast eftir því að hagsmunaaðilar fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
5. 201807073 - Trúnaðarmál Fræðsluráðs Vestmannaeyja
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. 6. gr. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:35 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove