Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 29

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
07.03.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202301037 - Suðurgerði 6. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs. Gauti Þorvarðarson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð og bílgeymsla 186m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson

Niðurstaða
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
2. 202301132 - Vestmannabraut 56A. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Vestmannabraut 56A. Berglind Ósk Ragnarsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishús, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 207,3m²
Teikning: Guðmundur Gunnlaugsson

Niðurstaða
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
3. 202303012 - Strandvegur 82B. Umsókn um niðurrif byggingarhluta
Björgvin Björgvinsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi til að fjarlægja veggi og þak af þróm sbr. meðfylgjandi gögn.

Niðurstaða
Samþykkt. Sækja skal um starfsleyfi fyrir niðurrifi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
4. 202302055 - Strandvegur 82B. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi frá Vinnslustöðinni hf. Ivon Stefán Cilia fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir breytingum á Strandvegi 82B í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða breytingar á mið- og suðurhluta bygginganna á lóð loðnubræðslunar. Núverandi notkun húsanna er að hluta til yfrbyggt þróarrými sem er notað sem vinnslu og geymslurými og opið útisvæði á milli mótorhúss og mjölgeymsluhúss.

Niðurstaða
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
5. 202212039 - Kleifar 5. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Kleifum 5. Bragi Magnússon f.h. Löngu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði Kleifum 5, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: viðbygging 46m²
Teikning: Bragi Magnússon

Niðurstaða
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til baka Prenta