Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 19

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
06.05.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Ólafur Þór Snorrason starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202204024 - Suðurgerði 8. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Valur Andersen fh. Geirfuglasker ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi Suðurgerði 8, í samræmi við framlögð gögn.
Hönnunarstjóri: Samúel Smári Hreggviðsson.

Niðurstaða
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
2. 202204025 - Suðurgerði 10. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Valur Andersen fh. Geirfuglasker ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi Suðurgerði 10, í samræmi við framlögð gögn.
Hönnunarstjóri: Samúel Smári Hreggviðsson.

Niðurstaða
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
3. 202204020 - Umsókn um byggingarleyfi OneLandRobot
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Jónas Bergsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og stækkun á íbúðarhúsi Áshamri 30, í samræmi við framlögð gögn.
Hönnunarstjóri: Páll Hjaltdal Zóphóníasson

Niðurstaða
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
4. 202204071 - Kirkjuvegur 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson fh. Vigtin - Fasteignafélag ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðina Kirkjuvegur 29, í samræmi við framlögð gögn.
Um er að ræða flutning og endurbyggingu á Dal (1906) sem stendur á lóð nr. 35 við Kirkjuveg.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands.
Hönnunarstjóri: Samúel Smári Hreggviðsson.

Niðurstaða
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
5. 202204074 - Ofanleitisvegur 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórður Kristján Karlsson sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi Ofanleitisvegi 14, í samræmi við framlögð gögn.
Hönnunarstjóri: Sigurður Hafsteinsson

Niðurstaða
Samþykkt.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
6. 202205016 - Umsókn um byggingarleyfi OneLandRobot
Gunnar Björnsson eigandi íbúðar 2183903 í fjölbýlishúsi Hilmisgötu 1, sækir um leyfi fyrir að setja svalir og hurð á norðurhlið hússins, í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til baka Prenta