| Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1620 |
Haldinn í Ráðhúsinu, 29.10.2025 og hófst hann kl. 14:00 |
|
Fundinn sátu: Páll Magnússon forseti, Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður, Íris Róbertsdóttir aðalmaður, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, |
|
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs |
|
Samþykkt var með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa að taka inn á dagskrá með afbrigðum fundargerð bæjarráðs nr. 3247
Fundarhlé frá 14:05-14:16 vegna tæknilegra örðugleika í útsendingu. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
| Almenn erindi |
| 1. 202504032 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2026 |
-Fyrri umræða-
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri flutti framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2026.
Fram kom í framsögu bæjarstjóra að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust, þrátt fyrir að sveitarfélög glími áfram við áskoranir í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefni. Gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu í áætluninni, en tekjur eru varlega áætlaðar í þessari áætlun líkt og áður. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir um 289,7 m.kr. rekstrarafkomu á A- hluta og um 441 m.kr. rekstrarafkomu samstæðunnar, en áætlunin mun taka einhverjum breytingum milli umræðna, m.a. vegna áætlana um framlög Jöfnunarsjóðs sem liggja ekki fyrir að öllu leyti og endanlegrar yfirferðar á gjaldfærðum verkefnum.
Gert er ráð fyrir sömu útsvarsprósentu milli ára, 14,91%, en álagsprósenta fasteignaskatts lækkar á íbúðarhúsnæði í sjöunda skiptið á átta árum og á atvinnuhúsnæði í sjötta skiptið á sjö árum. Mikilvægt er að stilla opinberum álögum í hóf til hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki.
Í fjárhagsáætluninni er sömuleiðis gripið til margháttaðra aðgerða til að bæta þjónustu sveitarfélagsins.
Við fyrri umræðu er gert ráð fyrir 1.050 m.kr. í fjárfestingar sem fjármagnaðar eru án lántöku. Hópur skipaður af bæjarráði er að ljúka vinnu við drög að framtíðarsýn í fjárfestingum fyrir sveitarfélagið. Mun bæjarstjórn vinna með framtíðarsýnina milli umræðna. Farið verður yfir framkvæmdir sveitarfélagsins til næstu ára við seinni umræðu og farið ítarlega yfir áhersluverkefni. Áfram verður aðhalds og hagkvæmni gætt í rekstri sveitarfélagsins, en áhersla lögð á góða þjónustu við íbúa. Vestmannaeyjar verða áfram góður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk.
Kaupin og niðurlagning á NSL4 almannavarnalögn getur haft mikil áhrif á framkvæmdar- og fjáfestingargetu sveitarfélagsins þar sem þunginn af greiðslunni mun falla til á næsta ár ef ekki kemur til frekara framlags frá ríkinu. Staðan á fjármögnun lagnarinnar skapar óvissu við gerð fjárhagsáætlunar varðandi fjárfestingar til næstu ára.
Forseti bæjarstjórnar las upp eftirfarandi tillögur bæjarráðs:
Tillaga 1 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki á milli ára úr 0,235% og verði 0,225% (A flokki), hlutfallið verði óbreytt á opinberar stofnanir (B flokki), þ.e. 1,320% og að hlutfallið lækki úr 1,325% í 1,315% á annað húsnæði (C flokki), þ.m.t. atvinnuhúsnæði. Með þessu verður dregið úr áhrifum hækkunar fasteignamats á íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.
Tillaga 2 Lagt er til að útsvarsprósenta verði 14,91% |
Niðurstaða Við umræðu um fjárhagsáætlun 2026 og tillögur 1 og 2 tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Njáll Ragnarsson og Helga Jóhanna Harðardóttir.
Bókun bæjarfulltrúa D lista
Hlutverk sveitarfélagsins er fyrst og fremst að tryggja íbúum þess lögbundna þjónustu og skapa aðstæður fyrir fyrirtæki að stunda ábyrga verðmætasköpun sem staðið getur undir þeirri þjónustu sem sveitarfélagið þarf og kýs að veita. Þannig helst blómlegt atvinnulíf í hendur við öfluga þjónustu sveitarfélagsins.
Mikilvægt er að sveitarfélagið leiti ávallt leiða til að veita þá þjónustu með eins hagkvæmum hætti og völ er á til að fara vel með sameiginlega sjóði sem íbúar treysta okkur fyrir.
Nauðsynlegt er fyrir sveitarfélagið vegna uppsafnaðrar framkvæmdaþarfar og stórra verkefna framundan að hagræða eins mikið og kostur er í rekstri án þess að skerða mikilvæga þjónustu eða gæði hennar og forðast kostnaðarsamar lántökur í lengstu lög. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja eftirfarandi tillögu fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar.
Eyþór Harðarson (sign.) Gísli Stefánsson (sign.) Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign.) Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)
Tillaga frá bæjarfulltrúum D lista
Hvert ráð fari í álíka hagræðingavinnu og fræðsluráð fór nýverið í gegnum sem skilaði strax árangri og mun koma til með að skila enn meiri árangri næstu ár, en starfshópurinn lagði til að önnur svið færu einnig í svipaða vinnu.
Eyþór Harðarson (sign.) Gísli Stefánsson (sign.) Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign.) Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)
Viðbótartillaga frá bæjarfulltrúum E og H lista
Bæjarfulltrúar E og H lista leggja til að tillögu bæjarfulltrúa D lista verði vísað til bæjarráðs til nánari útfærslu ásamt því að skipa vinnuhópa með sama hætti og gert var í fræðslumálum.
Páll Magnússon (sign.) Íris Róbertsdóttir (sign.) Njáll Ragnarsson (sign.) Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.) Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign.)
Bókun bæjarfulltrúa E og lista
Rekstur og staða Vestmannaeyjabæjar verður áfram traust. Gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu í áætluninni, þrátt fyrir varlega áætlaðar tekjur. Við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir um 289,7 m.kr. rekstrarafkomu á A- hluta og um 441 m.kr. rekstrarafkomu samstæðunnar.
Áfram er opinberum álögum stillt í hóf til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þannig er gert ráð fyrir sömu útsvarsprósentu milli ára, 14,91%, og álagningarprósenta fasteignaskatts lækkar á íbúðarhúsnæði í sjöunda skiptið á átta árum og á atvinnuhúsnæði í sjötta skiptið á sjö árum.
Mikil uppbygging er í gangi í Vestmannaeyjum bæði hjá fyrirtækjum og íbúum. Sveitarfélagið mun áfram leggja áherslu á ábyrgan og hagkvæman rekstur, samhliða því að tryggja góða og faglega þjónustu við íbúa. Vestmannaeyjar verða áfram eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk og samfélag þar sem gott er að búa.
Páll Magnússon (sign.) Íris Róbertsdóttir (sign.) Njáll Ragnarsson (sign.) Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.) Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign.)
Viðbótartillaga um að vísa tillögu bæjarfulltrúa D lista til bæjarráðs samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Tillaga 1 samþykkt samhljóða með níu atkvæðum bæjarfulltrúa.
Tillaga 2 samþykkt samhljóða með níu atkvæðum bæjarfulltrúa.
Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, bar upp lykiltölur í fjárhagsáætlun 2026
Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2026:
Tekjur alls: kr. 6.950.249.000 Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: kr. 6.729.918.000 Rekstrarniðurstaða,jákvæð: kr. 289.672.000 Veltufé frá rekstri: kr. 933.849.000 Afborganir langtímalána: kr. 0 Handbært fé í árslok: kr. 1.382.252.000
Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2026:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs: kr. 43.000 Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu, tap: kr. -10.350.000 Rekstrarniðurstaða Fráveitu: kr. 144.032.000 Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: kr. 0 Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands, tap: kr. -3.605.000 Rekstrarniðurstaða Eygló eignarhaldsfélags ehf., tap: kr. -500.000 Rekstrarniðurstaða Herjólfs ohf.: kr. 21.779.000 Veltufé frá rekstri: kr. 366.977.000 Afborganir langtímalána: kr. 9.262.000
Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2026:
Tekjur alls: kr. 10.325.811.000 Gjöld alls: kr. 9.964.432.000 Rekstrarniðurstaða, jákvæð: kr. 441.070.000 Veltufé frá rekstri: kr. 1.300.826.000 Afborganir langtímalána: kr. 9.262.000 Handbært fé í árslok: kr. 1.382.252.000
Sameiginleg bókun bæjarstjórnar
Bæjarstjórn skorar á ríkisstjórn og þingmenn að tryggja fjármögnun á almannavarnarlögninni NSL4.
Vestmanneyjabær ber lögum samkvæmt ábyrgð á aðgengi að vatni fyrir íbúa og fyrirtæki. Sveitarfélagið ber hins vegar ekki ábyrgð á annarri lögn til að tryggja almannavarnir frekar en nokkuð annað sveitarfélag á Íslandi. Staðan á fjármögnun lagnarinnar skapar óvissu við gerð fjárhagsáætlunar varðandi fjárfestingar til næstu ára.
Páll Magnússon (sign.) Íris Róbertsdóttir (sign.) Njáll Ragnarsson (sign.) Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.) Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign.) Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign.) Gísli Stefánsson (sign.) Eyþór Harðarson (sign.) Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)
Samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa að vísa fjárhagsáætlun 2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
|
|
|
|
| 2. 202510110 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 |
-Fyrri umræða-
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði stuttlega grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2027 - 2029.
Við vinnslu þriggja ára fjárhagsáætlunar er stuðst við málaflokkayfirlit fjárhagsáætlunar næsta árs. Hver liður er uppreiknaður með sérstakri prósentuhækkun/lækkun eftir spám hverju sinni. Við það myndast nýr rekstrarreikningur þar sem tekið er tillit til breytinga á skatttekjum (útsvari og fasteignaskatti), framlögum, t.d. úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, öðrum tekjum, launaþróun, breytingum á lífeyrisskuldbindingum, öðrum kostnaði og fjármagnsliðum. Við gerð efnahagsreiknings er jafnframt stuðst við fjárhagsáætlun næsta árs.
Að öðru leyti verður farið yfir þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 milli umræðna og hún lögð fyrir bæjarstjórn við seinni umræðu um fjárhagsáætlunina.
|
Niðurstaða Við umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun tóku til máls: Íris Róbertsdóttir
Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum bæjarfulltrúa að vísa þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2027-2029 til síðari umræðu.
|
|
|
|
| 3. 201808173 - Dagskrá bæjarstjórnarfunda |
| Fyrir liggur tillaga um að fundur bæjarstjórnar sem vera átti miðvikudaginn 26. nóvember verði haldinn þriðjudaginn 25. nóvember. |
Niðurstaða Tillagan samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
|
|
|
|
|
| Fundargerðir |
| 4. 202509002F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 427 |
Liður 4.3, Athafnasvæði-AT-1-Tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna heimildar fyrir íbúðum á efri hæðum við Strandveg 89-97, liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 4.4, AT-2-skipulagsbreytingar, liggur fyrir til staðfestingar. Um er að ræða auglýsingu um breytt skipulagsáform.
Liðir 4.1-4.2 og 4.5-4.10 liggja fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Liður 4.3 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Liður 4.4 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
LIÐIR ÚR FUNDARGERÐ UMHVERFIS- OG SKIPULAGSRÁÐS |
4.3. 202410018 - Athafnasvæði AT-1 - Tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna heimildar fyrir íbúðum á efri hæðum við Strandveg 89-97
Ráðið bendir á að þótt reglugerð um hávaða geri ekki greinarmun á iðnaðar- og athafnasvæðum er greinarmunurinn skýr í skipulagsreglugerð. Af skilgreiningu skipulagsreglugerðar á athafnasvæðum má ráða að innan reits í þeim flokki sé ekki líklegt að finna starfsemi sem valdi meiri hávaða en ætla má að sé algengur t.d. á miðsvæðum. Ráðið telur því ekki ástæðu til að bregðast við annars gagnlegri ábendingu heilbrigðiseftirlitsins.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
4.4. 202308082 - AT-2 - skipulagsbreytingar
Ráðið samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
|
|
|
| 5. 202509008F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 326 |
| Liðir 5.1-5.8 liggja fyrir til upplýsinga. |
|
|
|
| 6. 202509007F - Fræðsluráð Vestmannaeyja - 398 |
| Liðir 6.1-6.5 liggja fyrir til upplýsinga. |
|
|
|
| 7. 202509006F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3245 |
Liður 7.5, Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025, liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 7.8, Uppbygging hjúkrunarheimilis, liggur fyrir til umræðu.
Liðir 7.1-7.4, 7.6-7.7 og 7.9-7.19 liggja fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Liður 7.5 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Við umræðu um lið 7.8 tók til máls: Íris Róbertsdóttir
LIÐIR ÚR FUNDARGERÐ BÆJARRÁÐS |
7.5. 202502131 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Ráðið samþykkir samhljóða viðauka 7.
|
7.8. 202509139 - Uppbygging hjúkrunarheimilis
|
|
|
|
| 8. 202509005F - Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 320 |
Liður 8.3, Mælaborð í barnavernd, liggur fyrir til umræðu.
Liðir 8.1-8.2 og 8.4 liggja fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Fallið var frá umræðu um lið 8.3.
|
|
|
|
| 9. 202510002F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 428 |
Liður 9.1, Stækkun iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru - Breyting á Aðal- og deiliskipulagi, liggur fyrir til staðfestingar. Um er að ræða auglýsingu vegna breyttra skipulagsáforma.
Liður 9.2, Skipulag Baðlón við Skansinn, liggur fyrir til staðfestingar. Um er að ræða staðfestingu á skipulagsáformum.
Liðir 9.3-9.14 liggja fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Jóna Sigríður Guðmundsdóttir vék af fundi undir lið 9.1.
Liður 9.1 samþykktur með átta samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Undir lið 9.2 tóku til máls: Íris Róbertsdóttir og Páll Magnússon.
Liður 9.2 samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
LIÐIR ÚR FUNDARGERÐ UMHVERFIS- OG SKIPULAGSRÁÐS
|
9.1. 202510047 - Stækkun iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru - Breyting á Aðal- og deiliskipulagi
Ráðið samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna skipulagsáforma í Viðlagafjöru í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
9.2. 202108014 - Skipulag Baðlón við Skansinn
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að staðfesta skipulagsáform vegna breytts Aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 vegna uppbyggingar baðlóns og hótels á Skanshöfða og nýs deiliskipulags Skans og Skanshöfða í samræmi við 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi vísað til bæjarstjórnar.
|
|
|
|
| 10. 202510003F - Fræðsluráð Vestmannaeyja - 399 |
Liðir 10.1-10.4 liggja fyrir til upplýsinga.
|
|
|
|
| 11. 202510004F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3246 |
Liður 11.6, lengd viðvera eftir skóla, liggur fyrir til umræðu.
Liður 11.12, Erindi vegna Alþýðuhúss og Sólhlíðar 17, liggur fyrir til umræðu.
Liður 11.13, Fundur bæjarstjórnar með þingmönnum Suðurkjördæmis, liggur fyrir til umræðu.
Liðir 11.1-11.5, 11.7-11.11 og 11.14-11.16 liggja fyrir til upplýsinga. |
Niðurstaða Við umræðu um lið 11.6 tóku til máls: Margrét Rós Ingólfsdóttir og Helga Jóhanna Harðardóttir
Við umræðu um lið 11.12 tóku til máls: Eyþór Harðarson og Íris Róbertsdóttir
Við umræðu um lið 11.13 tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Gísli Stefánsson, Helga Jóhanna Harðardóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Sameiginleg bókun bæjarstjórnar
Mikilvægt er að strax á haustmánuðum verði tryggðar 60 milljónir í fyrsta áfanga þrepaskiptra rannsókna á jarðlögum milli lands og Eyja í samræmi við skýrslu starfshóps á vegum innviðaráðherra sem kynnt var fyrir ári. Með þeim hætti yrði tryggt að ferlið geti hafist á næsta ári.
Páll Magnússon (sign.) Íris Róbertsdóttir (sign.) Njáll Ragnarsson (sign.) Helga Jóhanna Harðardóttir (sign.) Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign.) Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign.) Gísli Stefánsson (sign.) Eyþór Harðarson (sign.) Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)
LIÐIR ÚR FUNDARGERÐ BÆJARRÁÐS |
11.6. 200706207 - Lengd viðvera eftir skóla
Bæjarráð samþykkir beiðni fjölskyldu- og tómstundaráðs sbr. 2. lið í dagskrá þessa fundar.
|
11.12. 202510062 - Erindi vegna Alþýðuhúss og Sólhlíðar 17
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um kaup á umræddum eignum.
Mikilvægt er að góð upplýsingagjöf sé alltaf til þeirra sem eru við götur þar sem framkvæmdir eru. Varðandi fyrirspurnir í erindinu þar að lútandi verður framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að svara þeim.
Hvað aðra þætti erindisins varðar þá er málið í farvegi hjá umhverfis- og skipulagsráði. Bæjarráð fór yfir gögn máls og samkvæmt þeim hefur öllum fyrirspurnum verið svarað, m.a. á fundi 11. júní sl. og í tölvupóstum á bilinu 12.- 16. júní þar sem m.a. ítrekað er bent á að gögnum sé ábótavant og því ekki hægt að halda áfram með málið. Erindið var svo síðast tekið formlega fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 7. júlí (sjá fylgigagn með fundargerð hér að neðan) og tilkynning um niðurstöðu af þeim fundi send 8. júlí. Fyrirspurn varðandi afgreiðsluna barst 9. júlí og var henni svarað samdægurs.
|
11.13. 202510076 - Fundur bæjarstjórnar með þingmönnum Suðurkjördæmis
|
|
|
|
| 12. 202509009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 327 |
| Liðir 12.1-12.5 liggja fyrir til upplýsinga. |
|
|
|
| 13. 202510006F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3247 |
| Liðir 13.1-13.6 lágu fyrir til umræðu. |
Niðurstaða Við umræðu um lið 13.4, Innviðauppbygging, tóku til máls: Helga Jóhanna Harðardóttir og Eyþór Harðarson.
Við umræðu um lið 13.6, Heimsókn til Orkneyja, tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Gísli Stefánsson og Eyþór Harðarson.
Ekki voru umræður um aðra liði af 3247. fundi bæjarráðs.
LIÐUR ÚR FUNDARGERÐ BÆJARRÁÐS |
13.4. 202506130 - Innviðauppbygging
Bæjarráð hefur fjallað um greinargerðina og leggur til að hún verði nýtt í vinnu starfshóps sem vinnur að framtíðarsýn í fjárfestingarmálum sveitarfélagsins.
|
13.6. 202410036 - Heimsókn til Orkneyja
Bæjarráð þakkar skýrsluhöfundi fyrir áhugaverða skýrslu enda mikilvægt að fylgjast með þróun mála í orkuöflun grænnar orku.
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:03 |
|
Við yfirferð Skipulagsstofnunar að lokinni staðfestingar sveitarstjórnar kom í ljós að vitlaus umsögn hafði borist frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir athugasemd vegna málsins er varðar að föst búseta á svæðinu valdi ekki óæskilugum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings s.s. vegna hávaða lyktar eða titrings sbr. 6 mgr. 3. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er varað við því að íbúðarbyggð geti samrýmst illa atvinnustarfsemi sem heimil er á reitnum. Vísað er til reglugerðar um hávaða, þar sem fram kemur að leyfilegur hávaði (LAeq) á iðnaðar- og athafnasvæðum sé umtalsvert hærri (70 dB) en sá sem heimill er á verslunar-, þjónustu- og miðsvæðum (35-50 dB). Því sé nauðsynlegt að setja skilmála sem koma í veg fyrir neikvæð áhrif.