Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 267

Haldinn í fundarsal Rauðagerðis,
09.09.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður,
Hrefna Jónsdóttir varaformaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202101039 - Sískráning barnaverndarmála 2021
Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir maí, júní, júlí og ágúst 2021

Í maí bárust 26 tilkynningar vegna 15 barna, mál 13 barna var til frekari meðferðar.
Í júní bárust 3 tilkynningar vegna 2 barna, 1 mál var til frekari meðferðar.
Í júlí bárust 7 tilkynningar vegna 7 barna, mál 4 barna var til frekari meðferðar.
Í ágúst bárust 19 tilkynningar vegna 12 barna, mál 11 barna var til frekari meðferðar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
3. 201903124 - Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum
Framhald af 4. máli 262. fundar ráðsins frá 21. apríl 2021.
Framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs ásamt æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að fara yfir áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál með þeim aðildarfélögum sem í skýrslunni voru. Markmiðið var að fara yfir hvort einhverjar breytingar hafi orðið hjá félögunum á tímabilinu sem starfshópurinn var að störfum og frá því að skýrslan var tilbúin. Í öllum tilfellum staðfestu aðilar innihald svara sem og samtalanna sem fóru fram á milli starfshópsins og aðildarfélaganna. Aðilar ítrekuðu í flestum tilfellum þau atriði sem þeim fannst helst vanta en önnur gerðu engar athugasemdir. Tvö aðildarfélög hafa útfært hugmyndir sínar enn frekar. Eru þær hugmyndir það umfangsmiklar að rétt er að félögin fái tækifæri til að kynna þau enn frekar fyrir ráðsmönnum í fjölskyldu- og tómstundaráði.

Niðurstaða
Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir vinnuna við viðbótarskýrslu er varðar áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál. Ráðið felur framkvæmdastjóra að fá forsvarsmenn þeirra tveggja félaga sem hafa óskað eftir breytingum frá áfangaskýrslu starfshópsins til þess að koma til fundar við ráðið og fara betur yfir breyttar áherslur frá þeim.
4. 200703210 - Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðuna innan félagslega íbúðakerfisins. Í dag eru til leigu 56 íbúðir, 41 sem eru fyrir eldri borgara og 15 almennar félagslegar íbúðir. Til viðbótar koma á næstu vikum 7 þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með sérhæfðar þarfir og 3 leiguíbúðir fyrir fatlað fólk. Almennum félagslegum íbúðum hefur fækka nokkuð á síðustu árum. Stórar íbúðir hafa verið seldar þar sem mun minni þörf er á slíkum íbúðum. Á sama tíma hefur orðið aukin eftirspurn eftir íbúðum fyrir einstaklinga og mikil þörf fyrir minni íbúðum. Til að mæta þessum vaxandi húsnæðisvanda tekjulítilla einstaklinga í bráðum félagslegum vanda leggur framkvæmdastjóri til að Vestmannaeyjabær leigi og framleigi húsnæðið að Vestmannabraut 58b til fjögurra ára.

Niðurstaða
Ráðið þakkar framkvæmdastjóra sviðs og yfirfélagsráðgjafa fyrir yfirferðina. Mikilvægt er að tryggja að húsnæði sé til taks fyrir einstaklinga sem þess nauðsynlega þurfa. Ráðið samþykkir fyrir sitt leiti að Vestmannaeyjabær leigi og framleigi húsnæðið að Vestmannabraut 58b til fjögurra ára.
5. 201611108 - Sérstakur húsnæðisstuðningur - almennt
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi kynntu stöðu sérstaks húsnæðisstuðnings sem tekjulágir einstaklingar geta sótt um sem viðbót við hefðbundnar húsaleigubætur. Nokkur aukning hefur orðið á síðustu fjórum árum, á fjölda þeirra sem fá greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sem og hærri greiðslur. Sem dæmi má nefna að árið 2018 var greitt út á meðaltali um 253 þúsund á mánuði vegna sérstaks húsnæðisstuðnings en á þessu ári um 699 þúsund á mánuði. Má rekja það til hækkunar á húsaleiguverði í Vestmannaeyjum sem og fjölgun einstaklinga sem eru á leigumarkaði. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélgsins skulu endurskoðaðar eigi síðar en á tveggja ára fresti en síðasta endurskoðunin fór fram í janúar 2020.

Niðurstaða
Ráðið þakkar yfirferðina og felur framkvæmdastjóra og yfirfélagsráðgjafa að yfirfara núverandi reglur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:44 

Til baka Prenta