Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 283

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
12.09.2022 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður,
Hrefna Jónsdóttir aðalmaður,
Hildur Rún Róbertsdóttir formaður,
Óskar Jósúason aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Aníta Óðinsdóttir sat fundinn sem varmaður Gísla Stefánssonar. Eftirfarandi aðilar sátu kynningu á 1. máli og yfirgáfu fundinn eftir kynninguna; Eyþór Harðarson, Jóna Sigrún Guðmundsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Íris Róbertsdóttir.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202209040 - Barnaverndarlög - Ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti nýja skipan barnaverndarmála sveitarfélaga. Lögð var fram tillaga um aðkomu sveitarfélagsins að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og að Vestmannaeyjabær sæki um undanþágu frá sex þúsund íbúa lágmarki varðandi rekstur á barnaverndarþjónustu í sveitarfélaginu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og samþykkir að Vestmannaeyjabær taki þátt í rekstri á umdæmisráði barnaverndar á landsvísu. Ráðið samþykkir einnig að sótt verði um undanþágu varðandi rekstur á barnaverndarþjónustu.
2. 200905073 - Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Framkvæmdastjóri ræddi mál Íþróttamiðstöðvarinnar.

Niðurstaða
Framkvæmdastjóri fór yfir hugmyndir að endurnýjun búningsklefa í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Unnið er að nauðsynlegum lagfæringum á elstu búningsklefunum en ljóst að ástand þeirra er þó þannig að það þarf að finna varanlegri lausn. Búið er að teikna viðbyggingu við stóra íþróttasalinn með 4 búningsklefum og öðrum nauðsynlegum rýmum s.s. aðstöðu fyrir sjúkraþjálfa, dómara, salerni, geymslu og tækjarými.

Ráðið þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leiti þá viðbyggingu sem nefnd er enda mun hún verða góð lausn á núverandi ástandi og um leið efla mjög starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:48 

Til baka Prenta