Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3133

Haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,
30.07.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður,
Helga Kristín Kolbeins aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202007431 - Leyfisveitingar fyrir verslunarmannahelgi 2020
Í ljósi hertra reglna stjórnvalda um samkomutakmarkanir og nálægðarmörk sem kynnt voru í morgun, kom bæjarráð saman til þess að ræða leyfisveitingar og samkomur í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Niðurstaða
Nú er ljóst að töluverð fjölgun hefur orðið á innnalandssmitum af völdum kórónuveirunnar undanfarna örfáa daga og stjórnvöld tekið ákvörðun um að herða reglur um samkomur og nálægðarmörk. Þegar bæjarráð tók ákvarðanir um tækifærisleyfi og aðra viðburði fyrr í vikunni var það gert eftir samráð við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, sýslumanninn í Vestmannaeyjum, slökkvistjóra og eftir fund almannavarnarnefndar með Víði Reynissyni hjá embætti ríkislögreglustjóra. Það er því ekki þannig að umsagnir hafi verið afgreiddar umhugsunarlaust eins og ýjað hefur verið að í einum fjölmiðli í Vestmannaeyjum. Engar upplýsingar lágu þá fyrir um ógnina eða hertar reglur sem nú blasir við vegna fjölgunar tilfella Covid-19 smita.

Í ljósi þessara nýju tíðinda, sem og hertra samkomutakmarkanna stjórnvalda er brýnt að bæjarbúar og fyrirtæki fari að tilmælum almannavarna, landlæknis og sóttvarnarlæknis til að hægja á útbreiðslu faraldursins og gæti sín sérstaklega vel yfir verslunarmannahelgina. Gætt skal að tveggja metra reglunni og að samkomur miðast við 100 manns.

Skipuleggjandur styrktartónleika, sem til stóð að halda á laugardagskvöldið, hafa afturkallað umsóknina og ákveða að aflýsa tónleikunum. Jafnframt hefur Björgunarfélag Vestmannaeyja, sem hafði sent inn umsókn um blystendrun í Herjólfsdal, dregið umsókn sína til baka. Auk þess hafa allir þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem sóttu um tækifyrisleyfi um verslunarmannahelgina, þ.e. 900 grills, Kráarinnar og Brothers Brewery, ákveðið að afturkalla umsóknir sínar. Hafa allir þessir aðilar með því sýnt samfélagslega ábyrgð. Þá hefur bæjarráð ákveðið að setja skilyrði um lokun Herjólfsdals fyrir umferð fólks ef leyfi verður veitt fyrir brennunni á Fjósakletti föstudagskvöldið 31. júlí nk.

Varðandi opnunartíma og starfsemi stofnana bæjarins vegna nýrra takmarkana stjórnvalda munu forstöðumenn hlutaðeigandi stofnana senda tilkynningar þess efnis, þ.e. um Íþróttamiðstöðina, þ.m.t. sundalaugina og söfn bæjarins.

Bæjarráð vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem standa í framlínunni við að takast á við hina aðsteðjandi ógn og hvetur bæjarbúa og gesti til þess að snúa bökum saman og takast í sameiningu á við ástandið. Ítrekað er mikilvægi persónubundinna sóttvarna. Vestmannaeyingar hafa sýnt að þegar mest liggur við er samheldni og samstaða okkar sterkasta vopn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25 

Til baka Prenta

Aðrar fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast aðrar fundargerðir.