Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3151

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
30.03.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður,
Helga Kristín Kolbeins aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Gestir:
Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður LOGOS.
Elís Jónsson, bæjarfulltrúi
Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202002051 - Málefni Hraunbúða
Lögð voru fyrir bæjarráð drög að samkomulagi heilbrigðisráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar um störf og réttarstöðu starfsfólks við yfirfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Í samkomulagsdrögunum er gert ráð fyrir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands taki við þjónustunni þann 1. maí 2021 og öllu starfsfólki Hraunbúða boðin áframhaldandi störf á stofnuninni. Jafnframt er tryggt að engum verði boðin lægri krónutala í mánaðarlaun en hann hafði í starfi sínu á Hraunbúðum undir umsjón Vestmannaeyjabær. Heilbrigðisstofnun Suðurlands mun ábyrgjast að öll áunnin starfsréttindi starfsfólks sem flyst frá Vestmannaeyjabæ til stofnunarinnar fylgi. Nýir ráðningarsamningar munu endurspegla þessa ákvörðun að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélög.

Samkomulagsdrögin liggja fyrir til samþykktar og undirritunar.

Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir umrætt samkomulag um störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu reksturs Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Bæjarráð er enn þeirrar skoðunar að lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, hefðu átt að gildi um tilflutninginn, en í ljósi harðrar afstöðu heilbrigðisráðuneytisins um að svo sé ekki og til þess að eyða óvissu, er bæjarráð reiðubúið að samþykkja samkomulagið. Með samkomulaginu eru starfsfólki tryggð áframhaldandi störf á sömu mánaðarlaunum og áunnin réttindi flytjast milli aðila. Þessi atriði skipta meginmáli fyrir starfsfólk við yfirfærsluna og eru sambærileg ákvæðum aðilaskiptalaganna. Bæjarstjóra er falið að staðfesta samninginn f.h. Vestmannaeyjabæjar.

Samkomulagið verður birt þegar búið er að kynna það starfsfólki Hraunbúða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:54 

Til baka Prenta