Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 257

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
10.11.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202010118 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2021
Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2021 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 413 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði jákvæð um 23,8 milljónir króna.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fjáhagsáætlun fyrir árið 2021 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt með 3 atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.

Fulltrúar D-lista bóka:
Fulltrúar D lista í framkvæmda og hafnarráði telja nýtt fyrirhugað stöðugildi hafnarstjóra með tilheyrandi 15 milljón króna aukningu á árlegum rekstrarkostnaði Vestmannaeyjahafnar alls ekki góða ráðstöfun almannafjár. Vandséð er að ný staða hafnarstjóra sé svar við vandamálum í rekstri hafnarinnar auk þess sem mikill samdráttur í tekjum kallar á flest önnur viðbrögð en að þenja út reksturinn.
Jarl Sigurgeirsson sign
Sigursveinn Þórðarson sign

Bókun frá fulltrúum H- og E-lista.
Vestmanneyjahöfn er lífæð samfélagsins bæði hvað varðar atvinnustarfsemi og sem aðalsamgönguæð.
Það kemur skýrt fram í minnisblaði sem starfshópur framkvæmda- og hafnarráðs skilaði af sér að bæta þurfi skipulag og umgjörð starfsemi hafnarinnar töluvert svo vel sé. Mikið álag á stjórnendur hafnarinnar og langar og óskýrar boðleiðir valda því að stjórnun hafnarinnar er ekki eins og best verður á kosið. Skýra þurfi ábyrgðarsvið betur og gegnir hafnarstjóri þar lykilhlutverki.
Kristín Hartmannsdóttir sign
Arnar Richardsson sign
Stefán Ó Jónasson sign
Fjárhagsáætlun 2021 Hafnarsjóður - fyrri umræða.pdf
2. 202011020 - Reglubraut teikningar
Framkvæmdastjóri lagði fram teikningar af hellulögn á Reglubraut
0336-29-Reglubraut-T- 501.pdf
3. 202007025 - Hafnasambandsþing 2020
Hafnasambandsþing verður haldið rafrænt 27.nóvember nk. Vestmannaeyjahöfn hefur rétt á að senda 5 fulltrúa á þingið, sem mun fara fram í fjarfundi.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að sækja þing Hafnasambands Íslands.
Boðun rafræns hafnasambandsþings 27. nóvember 2020.pdf
4. 202010117 - Tæringarvarnir Skipalyftukantur
Framkvæmdastjóri og formaður ráðsins greindu frá viðræðum við Vegagerðina varðandi tæringarvarnir á Skipalyftukant og fleiri mál en færst hefur í vöxt að settar eru anóður á stálþilin til að lengja líftíma þeirra. Fram koma að Vegagerðin mun leggja fram tillögur um tæringarvarnir.
5. 202011032 - Ljósleiðari í dreifbýli
Fyrir liggja útboðsgögn vegna ljósleiðaralagna í dreifbýli í Vestmannaeyjum, en verkefnið er unnið í samræmi við verkefnið Ísland ljóstengt og hlaut til þess styrk frá fjarskiptasjóði.

Niðurstaða
Ráði felur framkvæmdastjóra að bjóða út jarðvinnu vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.
3042-015-TEI-100_Yfirlitsmynd.pdf
6. 202011033 - Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun)
Fyrir Alþingi liggja drög að breytingum á hafnarlögum þar sem m.a. er kveðið á um rafræna vöktun og gengsæi í fjármálum hafna.
Drog ad frumvarpi til breytinga a hafnalogum.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
7. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna byggingar slökkvistöðvar að Heiðarvegi 14

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu.
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-5.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:43 

Til baka Prenta