Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 261

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
20.04.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Dóra Björk Gunnarsdóttir embættismaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202104090 - Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2020
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2020. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 458 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam tæpum 47 millj.kr. Skuldir hafnarinnar í dag eru eingöngu lífeyrisskuldbindingar að upphæð 205 milljónir króna.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari umræðu í Bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Hafnarsjóður 2020.pdf
2. 202103174 - Aluzink fórnarskaut á Skipalyftukant
Fyrir liggja upplýsingar frá Vegagerðinni um kostnað vegna Aluzink fórnarskauta á Skipalyftukant. Heildakostnaður er um 9 milljónir króna.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að setja aluzink fórnarskaut á Skipulyftukant skv tillögu Vegagerðarinnar.
3. 202004067 - Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar
Í framhaldi af umræðu á síðasta fundi ráðsins óskaði ráðið eftir fundi með Vegagerðinni vegna rannsókna á höfninni. Fram kom í svari Vegagerðarinnar að úrvinnsla gagna sé að hefjast og stefnt sé að fundi fljótlega þegar sú vinna er komin af stað.

Niðurstaða
Ráðið leggur áherslu á að fundur með Vegagerðinni fari fram ekki seinna en fyrstu vikuna í maí og felur hafnarstjóra að setja niður fundartíma.
4. 202103123 - Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020
Fyrir liggur ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020.
Ársreikningur hafnasamband 2020 - drög.pdf
5. 201801036 - Ráðhúsið (gamli spítalinn) endurbygging
Þann 20. apríl voru opnuð tilboð í uppbyggingu innanhúss í Ráðhúsinu (gamla spítalanum)
Eitt tilboð barst:
Steini og Olli ehf. kr. 217.283.330
Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 232.827.700

Einnig fór framkvæmdastjóri yfir stöðu verks og fram kom í máli hans að gluggaskiptum er lokið sem og rifi og hreinsun á miðhæð og í risi. Unnið er að lagfæringum utanhúss og fljótlega verður hafist handa við að brjóta upp gólf í kjallara.
Hönnun er að mestu lokið og efnisval er í gangi.

Niðurstaða
Ráðið þakkar tilboðsgjafa fyrir tilboðið og felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
6. 202009093 - Botn vegagerð 2020
Að lokinni yfirferð tilboða í vegagerð í Botni er metið að tilboð Steypudrangs ehf. hagstæðast. Framkvæmdastjóri leggur til að samið verði við Steypdrang ehf.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að samið verði við Steypudrang ehf.
7. 202011032 - Ljósleiðari í dreifbýli
Að lokinni yfirferð tilboða í blástur ljósleiðara er metið að tilboð Faxa ehf sé hagstæðast. Framkvæmdastjóri leggur til að samið verði við Faxa ehf.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að samið verði við Faxa ehf.
8. 2018031726 - Þjónustuíbúðir fatlaðs fólks Strandvegi 26
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu framkvæmda að Strandvegi 26. Fram kom í máli framkvæmdastjóra að verkið sé á lokametrum og reiknað er með að því verði lokið um mánaðarmóti maí/júní.

Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir upplýsingarnar og óskar eftir því við framkvæmdastjóra að hann leggi fram greinargerð um stöðu mála á næsta fundi ráðsins.
9. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna viðbyggingar að Heiðarvegi 14.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu.
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-9.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta