Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 261

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
30.03.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður,
Hrefna Jónsdóttir varaformaður,
Esther Bergsdóttir aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Sigurjón Viðarsson varamaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Sólrún Erla Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu sat fundinn í 1. máli.
Ólafur Þór Snorrason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn í 6. máli.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200811057 - Hraunbúðir
Upplýsingar um stöðu mála varðandi yfirfærslu á rekstri til ríkisins.

Sólrún Erla Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu ásamt framkvæmdastjóra sviðsins kynntu gang mála í viðræðum vegna yfirfærslu á rekstri Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Á fundi Bæjarráðs í dag kom fram að ráðið samþykkti samkomulag um störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu reksturs Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Með samkomulaginu eru starfsfólki Hraunbúða tryggð áframhaldandi störf og áunnin réttindi flytjast á milli aðila.

Niðurstaða
Fjölskyldu og tómstundaráð fagnar því að samningar eru í höfn og náðst hafi að tryggja stöðu og réttindi starfsfólksins. Nú þurfi að halda áfram með viðræður um aðra þætti yfirfærslunnar en markmið allra er að yfirfærslan gangi sem sem best og komi sem minnst niður á heimilismönnum og öll þjónusta sé tryggð.
Þess vegna ítrekar ráðið þær óskir sem komu fram í upphafi samningargerðar við ríkið að Vestmannaeyjabær haldi áfram rekstri dagdvalar. Ráðið þakkar kynninguna.
2. 202101039 - Sískráning barnaverndarmála 2021
Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir febrúar 2021. Í febrúar bárust 25 tilkynningar vegna 25 barna. Mál 20 barna voru til frekari meðferðar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
3. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

Niðurstaða
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
4. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
5. 202009048 - Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar
Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Vestmannaeyjabæ.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs g yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðu fjárhagsaðstoðar. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur verið greitt út þriðjungur af áætlaðri upphæð á fjárhagsáætlun ársins 2021. Um er að ræða um 65-70% hækkun frá sömu mánuðum í fyrra. Verið er að fara yfir allar umsóknir og skerpa á verklagsreglum. Einnig er verið að skoða aðrar leiðir fyrir fólk í fjárhagsvanda s.s. átak í atvinnumálum og virkri atvinnuleit.

Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir upplýsingarnar og hvetur starfsmenn til að finna leiðir til að aðstoða fólk í fjárhagsvanda. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er neyðaraðstoð og mikilvægt að einstaklingar í vanda finni störf eða aðrar varanlegar lausnir varðandi framfærslu s.s. lífeyrisgreiðslur.
6. 2018031726 - Þjónustuíbúðir fatlaðs fólks Strandvegi 26
Staða framkvæmda og úthlutun á þjónustuíbúðum.

Vestmannaeyjabær hefur úthlutað öllum sjö þjónustuíbúðunum til þjónustuþega sem allir uppfylla skilyrði til úthlutunar. Mikil tilhlökkun er að flytja inn sem og að taka í gagnið nýjan þjónustukjarna sem á að nýtast m.a. íbúum í umræddum þjónustuíbúðum. Beðið er því með óþreyju eftir því að framkvæmdaraðilar ljúki verkinu og hægt verði að flytja inn.

Ólafur Þór Snorrason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir framgangi verksins og mat hans á hugsanlegum verklokum. Að hans sögn gengur framkvæmdin ágætlega. Unnið er að raflögnum og málun og eftir páska verður byrjað að setja upp innréttingar. Áhersla sé á að öllum yrtri framkvæmdum sé lokið og húsnæðið allt hafi öryggisvottun áður en flutt sé inn. Ólafur segir að svo framarlega sem ekkert óvænt komi upp gæti verkinu verið lokið mánaðarmótin maí/júní.

Niðurstaða
Ráðið þakkar Ólafi fyrir upplýsingarnar og tekur undir tilhlökkun væntanlegra íbúa í nýju þjónustuíbúðunum. Ráðið hvetur framkvæmdaaðila að hraða framkvæmdum þannig að tímasetningar standi varðandi það að flytja inn í nýjar þjónustuíbúðir sem og nýjan þjónustukjarna.
7. 202010080 - Reglur um stuðningsþjónustu
Drög að nýjum og endurbættum reglum um stuðningsþjónustu en stuðningsþjónusta er sú þjónusta sem áður var kölluð félagsleg heimaþjónusta.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs ásamt yfirfélagsráðgjafa lögðu fram og kynntu drög að reglum fyrir stuðningsþjónustu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og mun taka afstöðu til umræddra reglna í næsta mánuði.
8. 200804058 - Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar
Kynning á fyrirkomulagi vinnuskólans 2021 og laun.

Framkvæmdastjóri sviðs kynnti fyrirkomulag Vinnuskólans fyrir sumarið 2021 en boðið er upp á vinnuskóla fyrir börn fædd 2005 -2007. Fjöldi vinnudaga og vinnutíma í viku er sá sami og verið hefur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Sótt er um rafrænt.
Lagt er til að laun fyrir sumarið 2021 hækki um 7,1% á milli ára. Tímakaup fyrir 8. bekk; 739 kr, 9. bekk; 862 kr og 10. bekk; 1042 kr.

Niðurstaða
Ráðið leggur til að laun í Vinnuskólanum verði endurskoðuð í framtíðinni og tengd sem hlutfall tímavinnukaups í dagvinnu í launatöflu stéttarfélags. Framkvæmdastjóra er falið að vinna að tillögu að launum við gerð fjárhagsáætlunar 2022. Ráðið staðfestir laun, sem og vinnutíma og vinnutímabil fyrir sumarið 2021. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
9. 201206115 - Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)
Lögð fram drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði fram og kynnti drög að reglum fyrir notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og mun taka afstöðu til umræddra reglna í næsta mánuði

10. 202103136 - Stefna og verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar um túlkaþjónustu
Kynning á stefnu og verklagsreglum Vestmannaeyjabæjar um túlkaþjónustu.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti stefnu og verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar um túlkaþjónustu. Lagt er upp með að Vestmannaeyjabær veiti öllum íbúum góða þjónustu og ber starfsfólki að tryggja að sá sem ekki á íslensku að móðurmáli sé gefinn kostur á túlkaþjónustu. Á það sérstaklega við um málefni sem snúa að félagsþjónustu, barnavernd, skólamálum og réttindamálum. Alltaf skal virða ákvörðunarrétt fólks þegar túlkaþjónusta er boðin.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
11. 202103173 - Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála
Skýrslur uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála hjá félagsmálaráðuneytinu lagðar fram til kynningar.

Framkvæmdastjóri lagði fram stöðuskýrslur uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 fram til ráðsins. Mun hann í framhaldinu leggja stöðuskýrslur frá teyminu fram fyrir ráðið um leið og fleiri skýrslur berast.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:37 

Til baka Prenta