Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
29.04.2021 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Ólafur Þór Snorrason starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202102009 - Miðstræti 9A. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Anita Sif Vignisdóttir f.h. húseigenda Miðstræti 9A sækir um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 201,4m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.

Niðurstaða
Samþykkt
20-869 Miðstræti 9a bn.pdf
2. 202103024 - Hásteinsvegur 24. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Ingvar Örn Bergsson sækir um leyfi útlitsbreytingum, hækkun á þaki til austurs og nýjar svalir á norðurhlið sbr. innsend gögn.
Stærðir: Íbúð 162m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson

Niðurstaða
Samþykkt
Hásteinsvegur-24-stækkun.pdf
3. 201905122 - Ofanleitisvegur 20. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Guðmunda Hjörleifsdóttir sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 02 bílskýli Ofanleitisvegur 20, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Björgvin Björgvinsson

Niðurstaða
Samþykkt
Ofanleitisvegur 20 bílskýli-ofanl 20.pdf
4. 202104114 - Herjólfsgata 6. Umsókn um byggingarleyfi - sólhús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Sigurbjörn Hilmarsson Herjólfsgötu 6 sækir um leyfi fyrir sólhúsi vestan við íbúð jarðhæðar í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Sólhús 19,1m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson.

Niðurstaða
Samþykkt
Herjólfgata-6-solhus.pdf
5. 202104141 - Heiðarvegur 46. Umsókn um byggingarleyfi - sólhús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Geir Jón Þórisson Heiðarvegi 46 sækir um leyfi fyrir sólhúsi og steyptum palli vestan við íbúð efri hæðar í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Sólhús 8,8m²
Teikning: Ágúst Hreggviðsson.

Niðurstaða
Samþykkt
Heiðarvegur-46-teikning.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove