Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3132

Haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,
28.07.2020 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna S. Guðmundsdóttir varaformaður,
Helga Kristín Kolbeins aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Bæjarráð fjallaði um málefni Herjólfs ohf. og sér í lagi þær þrjár vinnustöðvanir sem Sjómannafélag Íslands boðaði og varðaði þernur, háseta og bátsmenn um borð í Herjólfi. Síðustu vinnustöðvuninni var aflýst eftir viðræður milli aðila og nú liggur fyrir viðræðuáætlun sem á að vera lokið 17. ágúst nk.
Stjórn og framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. upplýstu bæjarráð og bæjarfulltrúa með reglulegum hætti meðan á vinnudeilunum stóð.
Bæjarstjóri átti samtöl við samgönguráðherra og vegamálastjóra um nauðsyn þess að tryggja lágmarkssamgöngur milli lands og Eyja þegar algjört þjónusturof verður í verkfalli.
2. 202006242 - Fjárhagsáætlun 2021
Lögð voru fyrir bæjarráð tvö bréf um gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélög. Annars vegar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um álagningu fasteignaskatta við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og hins vegar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana fyrir árin 2021-2024.

Niðurstaða
Bæjarráð vísar bréfunum inn í undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Bréf Sambandsins um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.pdf
Bréf sveitarstjórnarráðuneytisins vegna fasteignaskattsálagningar 2021.pdf
3. 202007011 - Bókun Byggðarráðs Skagafjarðar um opinber störf á landsbyggðinni
Bæjarráð tók til umfjöllunar bókun byggðarráðs Skagafjarðar þann 16. júní sl., um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.

Niðurstaða
Bæjarráð Vestmannaeyja tekur undir mikivægi þess að skapa fleiri opinber störf á landsbyggðinni til þess að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs. Slík fjölgun eykur eykur samkeppnisfærni sveitarfélaga og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Bókun sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjölgun starfa á landsbyggðinni.pdf
4. 202007416 - Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029
Lögð var fyrir bæjarráð til upplýsingar verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets fyrir árin 2020-2029.

Niðurstaða
Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útbúa umsögn sem byggð er á umræðum bæjarráðs um málið á þá leið að Landsnet flýti áformum sínum þannig að Vestmannaeyjar komist í N-1 afhendingu á raforku. Það verði gert með því að leggja nýjan sæstreng VM4 til að leisa af hólmi þann gamla sem telst kominn á tíma og setja þá framkvæmd á framkvæmdaáætlun fyrir næstu ár.
Kerfisáætlun 2020-2029 Verkefnis- og matslýsing.pdf
5. 202007202 - Minnisblað um starfsemi Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum
Bæjarstjóri upplýsti um sameiginlegt minnisblað hennar, rektors Háskóla Íslands og forstöðumanns Stofnunar Rannsóknarsetra Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra, um að stofnað verði aftur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Mikill áhugi er hjá Háskóla Íslands og bæjaryfirvöldum að starfrækja slíkt setur í Vestmannaeyjum og byggja þannig upp fjölbreyttara atvinnulíf og efla rannsóknar- og þekkingarstarfsemi.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar áhuga og vilja fyrir því að starfrækja rannsóknarsetur í Vestmannaeyjum.
Minnisblað til menntamálaráðherra vegna rannsóknarseturs í Vestmannaeyjum.pdf
6. 202007227 - Beiðni um umsögn vegna tækifærisleyfi fyrir 900 Veitingar
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Birgis Rúnars Halldórssonar, f.h. 900 Grillhúss, um leyfi til sölu áfengis utandyra við veitingastaðinn milli kl. 14:00 og 20:00 dagana 1. og 2. ágúst nk. í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar.

Niðurstaða
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi veitingastaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
7. 202007226 - Beiðni um umsögn vegna brennuleyfis
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Braga Magnússonar um leyfi fyrir stórri brennu við Fjósaklett frá kl. 23:59 föstudaginn 31. júlí nk. í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar og leyfi til að skjóta upp flugeldum í tengslum við brennuna.

Niðurstaða
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi brennunar á kostnað umsækjanda ef þörf krefur.
8. 202007287 - Beiðni um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir Kránna um verslunarmannahelgina
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Kára Vigfússonar, f.h. Kánna ehf., um leyfi til sölu áfengis utandyra við hlið veitingarstaðarins milli kl. 10:00 og 23:00 dagana 30. júlí til 4. ágúst nk. í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar.

Niðurstaða
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi veitingastaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
9. 202006022 - Beiðni um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir The Brothers Brewery
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Jóhanns Guðmundssonar, f.h. Brothers Brewery, um leyfi til sölu áfengis í tjaldi við hlið brugghússins milli kl. 14:00 og 18:00 dagana 30. júlí til 3. ágúst nk. í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar.

Niðurstaða
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi brugghússins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
10. 202007344 - Beiðni um umsögn vegna tækifærisleyfis til að halda styrktartónleika
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Svövu Kristínar Grétarsdóttur um leyfi til að halda styrktartónleika á bílastæði bakvið húsið við Strandveg 30, þann 1. ágúst nk., frá kl. 23:00 til kl. 03:30 þann 2. ágúst nk. Um er að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis.

Niðurstaða
Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi tónleikasvæðisins á kostnað umsækjanda ef þörf krefur.
11. 201907118 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS
Til upplýsinga var lögð fyrir bæjarráð fundargerð nr. 559 frá stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga dags. 29. júní sl.
Fundargerð stjórnar SASS nr 559.pdf
12. 202007415 - Fundaáætlun bæjarráðs
Lögð voru fyrir bæjarráð drög að fundaáætlun næstu ellefu mánaða. Um er að ræða alls 23 fundi.

Niðurstaða
Bæjaráð samþykkir fundaáætlunina.
Drög að dagskrá bæjarráðs.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til baka Prenta